Stórlaxar af Suðurnesjum ósáttir við Pedersen: „Léleg stjórnun af bekknum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2017 09:30 Craig Pedersen er ekki vinsælasti landsliðsþjálfarinn í dag. vísir/anton brink Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, er ekki vinsælasti maðurinn hjá körfuboltaáhugamönnum eftir 77-74 tapið gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið. Strákarnir fóru illa að ráði sínu á lokasprettinum og eiga nú undir högg að sækja í riðlinum en tapið á móti Búlgörum var ansi dýrt. Það er þó ekki bara tapið sem slíkt sem svíður stuðningsmenn Íslands heldur hvernig liðinu var stýrt undir lokin og þá sérstaklega fjarvera miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar í fjórða leikhluta.Sjá einnig:Þú Trygg(v)ir ekki eftir á Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gekk ekkert í kringum hlutina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær aðspurður um ákvörðunina að geyma Risann úr Bárðardalnum á bekknum þegar að mest á reyndi. „Ég er á því að þjálfarinn, eða þjálfarateymið, hafi gert stór mistök undir lokin á þessum leik, að spila Tryggva ekki meira [...] Ég skrifa þetta algjörlega á þjálfarann,“ sagði Fannar.Tímabært að breyta? Hann er langt frá því sá eini sem er óánægður með Pedersen sem sumir vilja hreinlega að verði leystur frá störfum. Umræða um leikinn skapaðist á Facebook-vegg Gunnars Örlygssonar, fyrrverandi leikmanns Íslandsmeistaraliðs Njarðvíkur sem hætti sem formaður í Ljónagryfjunni á síðasta ári. „Athyglisvert að Tryggvi hafi einungis fengið tvær mínútur í lokaleikhlutanum í gær. Hann var búinn að trufla „aðra hverja sókn Búlgarana með einum eða öðrum hætti“ þann tíma sem hann var inn á. Skil ekki þessa ákvörðun þjálfaranna sem hugsanlega kostaði okkur sigurinn í gær. Búlgarar gengu á lagið um leið og stóri maðurinn var settur á bekkinn,“ segir Gunnar.Gunnar Örlygsson, fyrrverandi leikmaður og formaður Njarðvíkur.vísir/stefánHann furðar sig líka á því að Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, hafi ekki fengið stærra tækifæri en hann er með „yfirburðargetu líkamlega sem án efa gæti nýst báðum megin á vellinum“ að sögn Gunnars. Haukur Helgi Pálsson, einn besti körfuboltamaður þjóðarinnar, sem Gunnar fékk til Njarðvíkur fyrir tveimur árum, var orðinn mjög þreyttur og haltur á velli en spilaði á meðan Ólafur sat á bekknum. „Heilt yfir frábær leikur hjá okkar mönnum en léleg stjórnun af bekknum og vakna nú spurningar hvort tímabært sé að skoða breytingar á þjálfarateyminu,“ segir Gunnar.Margrét Sturlaugsdóttir er ósátt við Pedersen.vísir/stefánTryggvi átti að spila meira Þó svo að lítil ást ríki almennt á milli Suðurnesjamanna þegar kemur að körfubolta sameinast risarnir þrír; Njarðvík, Keflavík og Grindavík, á veggnum hans Gunnars. Þar skilur enginn hvað Craig Pedersen gekk til. Keflavíkurinn Margrét Sturlaugsdóttir, sem er fyrrverandi Íslandsmeistari og síðar þjálfari Keflavíkur og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, tekur undir með Gunnari. Hún hafði heldur engan húmor fyrir sérfræðiáliti Pavels Ermolinskijs, landsliðsmanns sem var í settinu hjá RÚV, en hann sagði að það skipti engu máli hver væri inn á vellinum þegar að landsliðið væri að spila. „Undarleg ákvörðun og pínlegt að hlusta á Pavel segja að það skipti engu máli hverjir séu inná. Síðan hvenær? Tryggvi átti að spila meira í 4. leikhluta og þjálfarateymið klikkaði. Takk Gunni fyrir að þora að benda á þetta,“ segir Margrét.Sá leikjahæsti vill ekki hafa halta menn inn á.vísir/eyþórMartin hefði misst af framlengingu Forkálfar af Vestfjörðum og suðurlandi blanda sér líka í umræðuna en Guðjón M. Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KFÍ, segir þetta „algjörlega óskiljanlegt“ og Gylfi Þorkelsson , formaður FSu, segir það reginskandal að vera með draghaltan leikmann inn á í landsleik. Vísar hann þar til Hauks Helga Pálssonar. Grindvíkingurinn Guðmundur Bragason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, tekur undir með hinum stórlöxunum af Suðurnesjunum þó hann vilji ekki dæma um hort tímabært sé að skipta um þjálfara. Hann segir þó margt skrítið við þennan leik. „[Það ] þarf að treysta fleirum svo við höfum ekki dauðþreytta menn í 4 leikhluta. Skil ekki skiptingarnar í 4. leikhluta, nota Tryggva meira, Haukur orðinn þreyttur og haltraði í restina. Martin hafður inná með fjórar villur þegar þurfti að brjóta, hann hefði misst af framlengingu ef henni hefði verið náð!“ segir Guðmundur Bragason. Körfubolti Tengdar fréttir Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00 Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15 Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00 Trygg(v)ir ekki eftir á Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni HM illa en þrátt fyrir mikil forföll var liðið í frábærri stöðu á móti Búlgaríu. Hrun í lokin og tap í Höllinni þýðir að brekkan verður mun brattari á næsta ári. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, er ekki vinsælasti maðurinn hjá körfuboltaáhugamönnum eftir 77-74 tapið gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið. Strákarnir fóru illa að ráði sínu á lokasprettinum og eiga nú undir högg að sækja í riðlinum en tapið á móti Búlgörum var ansi dýrt. Það er þó ekki bara tapið sem slíkt sem svíður stuðningsmenn Íslands heldur hvernig liðinu var stýrt undir lokin og þá sérstaklega fjarvera miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar í fjórða leikhluta.Sjá einnig:Þú Trygg(v)ir ekki eftir á Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gekk ekkert í kringum hlutina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær aðspurður um ákvörðunina að geyma Risann úr Bárðardalnum á bekknum þegar að mest á reyndi. „Ég er á því að þjálfarinn, eða þjálfarateymið, hafi gert stór mistök undir lokin á þessum leik, að spila Tryggva ekki meira [...] Ég skrifa þetta algjörlega á þjálfarann,“ sagði Fannar.Tímabært að breyta? Hann er langt frá því sá eini sem er óánægður með Pedersen sem sumir vilja hreinlega að verði leystur frá störfum. Umræða um leikinn skapaðist á Facebook-vegg Gunnars Örlygssonar, fyrrverandi leikmanns Íslandsmeistaraliðs Njarðvíkur sem hætti sem formaður í Ljónagryfjunni á síðasta ári. „Athyglisvert að Tryggvi hafi einungis fengið tvær mínútur í lokaleikhlutanum í gær. Hann var búinn að trufla „aðra hverja sókn Búlgarana með einum eða öðrum hætti“ þann tíma sem hann var inn á. Skil ekki þessa ákvörðun þjálfaranna sem hugsanlega kostaði okkur sigurinn í gær. Búlgarar gengu á lagið um leið og stóri maðurinn var settur á bekkinn,“ segir Gunnar.Gunnar Örlygsson, fyrrverandi leikmaður og formaður Njarðvíkur.vísir/stefánHann furðar sig líka á því að Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, hafi ekki fengið stærra tækifæri en hann er með „yfirburðargetu líkamlega sem án efa gæti nýst báðum megin á vellinum“ að sögn Gunnars. Haukur Helgi Pálsson, einn besti körfuboltamaður þjóðarinnar, sem Gunnar fékk til Njarðvíkur fyrir tveimur árum, var orðinn mjög þreyttur og haltur á velli en spilaði á meðan Ólafur sat á bekknum. „Heilt yfir frábær leikur hjá okkar mönnum en léleg stjórnun af bekknum og vakna nú spurningar hvort tímabært sé að skoða breytingar á þjálfarateyminu,“ segir Gunnar.Margrét Sturlaugsdóttir er ósátt við Pedersen.vísir/stefánTryggvi átti að spila meira Þó svo að lítil ást ríki almennt á milli Suðurnesjamanna þegar kemur að körfubolta sameinast risarnir þrír; Njarðvík, Keflavík og Grindavík, á veggnum hans Gunnars. Þar skilur enginn hvað Craig Pedersen gekk til. Keflavíkurinn Margrét Sturlaugsdóttir, sem er fyrrverandi Íslandsmeistari og síðar þjálfari Keflavíkur og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, tekur undir með Gunnari. Hún hafði heldur engan húmor fyrir sérfræðiáliti Pavels Ermolinskijs, landsliðsmanns sem var í settinu hjá RÚV, en hann sagði að það skipti engu máli hver væri inn á vellinum þegar að landsliðið væri að spila. „Undarleg ákvörðun og pínlegt að hlusta á Pavel segja að það skipti engu máli hverjir séu inná. Síðan hvenær? Tryggvi átti að spila meira í 4. leikhluta og þjálfarateymið klikkaði. Takk Gunni fyrir að þora að benda á þetta,“ segir Margrét.Sá leikjahæsti vill ekki hafa halta menn inn á.vísir/eyþórMartin hefði misst af framlengingu Forkálfar af Vestfjörðum og suðurlandi blanda sér líka í umræðuna en Guðjón M. Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KFÍ, segir þetta „algjörlega óskiljanlegt“ og Gylfi Þorkelsson , formaður FSu, segir það reginskandal að vera með draghaltan leikmann inn á í landsleik. Vísar hann þar til Hauks Helga Pálssonar. Grindvíkingurinn Guðmundur Bragason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, tekur undir með hinum stórlöxunum af Suðurnesjunum þó hann vilji ekki dæma um hort tímabært sé að skipta um þjálfara. Hann segir þó margt skrítið við þennan leik. „[Það ] þarf að treysta fleirum svo við höfum ekki dauðþreytta menn í 4 leikhluta. Skil ekki skiptingarnar í 4. leikhluta, nota Tryggva meira, Haukur orðinn þreyttur og haltraði í restina. Martin hafður inná með fjórar villur þegar þurfti að brjóta, hann hefði misst af framlengingu ef henni hefði verið náð!“ segir Guðmundur Bragason.
Körfubolti Tengdar fréttir Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00 Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15 Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00 Trygg(v)ir ekki eftir á Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni HM illa en þrátt fyrir mikil forföll var liðið í frábærri stöðu á móti Búlgaríu. Hrun í lokin og tap í Höllinni þýðir að brekkan verður mun brattari á næsta ári. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira
Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00
Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15
Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00
Trygg(v)ir ekki eftir á Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni HM illa en þrátt fyrir mikil forföll var liðið í frábærri stöðu á móti Búlgaríu. Hrun í lokin og tap í Höllinni þýðir að brekkan verður mun brattari á næsta ári. 29. nóvember 2017 06:00