Porsche Boxster fær allt að 494 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2017 15:09 Nýr öflugri Boxster er nú þegar kominn til prófana og til hans sást um daginn. Hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche er nú unnið að útfærslu afar brautarhæfs Porsche Boxster bíls sem fá mun sömu 6 strokka vél og finna má í Porsche 911 GT3. Núverandi gerð Boxster er með 4 strokka og 2,5 lítra vél. Þessi öfluga gerð hans sem í bígerð er fengi 4,0 lítra 6 strokka vél í 430 til 494 hestafla útfærslum. Ekki er notast við forþjöppu með þessari 6 strokka vél, öndvert við 4 strokka vélarnar í hefðbundnum Boxster og Cayman bílum Porsche. Þessi nýja gerð Boxster mun bæði fást með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra PDK sjálfskiptingu. Ennfremur verður minna lagt í hljóðeinangrun bílsins og hugsanlegt er að hann verði einnig án hljóðkerfis og miðstöðvar, allt til að minnka vigt bílsins og gera hann með því brautarhæfari. Þá verður þessi öflugi Boxster ekki með rafdrifinni blæju heldur handvirkri, einnig til að minnka þungann. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði kynntur á fyrri helmingi næsta árs. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent
Hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche er nú unnið að útfærslu afar brautarhæfs Porsche Boxster bíls sem fá mun sömu 6 strokka vél og finna má í Porsche 911 GT3. Núverandi gerð Boxster er með 4 strokka og 2,5 lítra vél. Þessi öfluga gerð hans sem í bígerð er fengi 4,0 lítra 6 strokka vél í 430 til 494 hestafla útfærslum. Ekki er notast við forþjöppu með þessari 6 strokka vél, öndvert við 4 strokka vélarnar í hefðbundnum Boxster og Cayman bílum Porsche. Þessi nýja gerð Boxster mun bæði fást með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra PDK sjálfskiptingu. Ennfremur verður minna lagt í hljóðeinangrun bílsins og hugsanlegt er að hann verði einnig án hljóðkerfis og miðstöðvar, allt til að minnka vigt bílsins og gera hann með því brautarhæfari. Þá verður þessi öflugi Boxster ekki með rafdrifinni blæju heldur handvirkri, einnig til að minnka þungann. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði kynntur á fyrri helmingi næsta árs.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent