Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald upp á 355 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 15:23 Gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. vísir/valli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt að því er segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda en gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. Um er að ræða þrjá samhljóða dóma, einn fyrir hvert fyrirtæki. Er þetta í annað sinn sem dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt en forsaga málsins er sú að í janúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur ríkið til að endurgreiða sömu þremur fyrirtækjunum oftekið útboðsgjald. Hæstiréttur sló því föstu í dómum sínum að útboðsgjaldið væri í raun skattur og samkvæmt stjórnarskrá mætti Alþingi ekki framselja val um það hvort skattur sé lagður á eða ekki til landbúnaðarráðherra. Má ætla að ríkið hafi alls þurft að endurgreiða fyrirtækjunum þremur hátt í tvo milljarða króna vegna dóma Hæstaréttar í málum þeirra. „Eftir að dómar í sömu málum höfðu fallið í Héraðsdómi í mars 2015 breytti Alþingi ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta og felldi út þann möguleika ráðherra að úthluta tollkvóta með hlutkesti. Félag atvinnurekenda taldi að búvörulögin brytu áfram í bága við stjórnarskrá, enda hefur ráðherra áfram það val samkvæmt lögunum að bjóða upp tollkvótana og innheimta útboðsgjald eða úthluta kvótunum endurgjaldslaust. Meðal annars á þeim forsendum var ríkinu stefnt á nýjan leik. Á rökin varðandi framsal skattlagningarvaldsins fellst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir í niðurstöðum dómsins að ráðherra hafi eftir sem áður verulegt svigrúm samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga til að ákveða hvort innflutningur vöru skuli háður tollkvótum eða hvort hann veiti heimild til almenns innflutnings,“ segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda þar sem lesa má nánar um málið.Dóminn í máli Haga má sjá hér en dómarnir þrír eru hinir sömu að því frátöldu að um þrjú aðskilin fyrirtæki er að ræða. Tengdar fréttir Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt að því er segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda en gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. Um er að ræða þrjá samhljóða dóma, einn fyrir hvert fyrirtæki. Er þetta í annað sinn sem dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt en forsaga málsins er sú að í janúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur ríkið til að endurgreiða sömu þremur fyrirtækjunum oftekið útboðsgjald. Hæstiréttur sló því föstu í dómum sínum að útboðsgjaldið væri í raun skattur og samkvæmt stjórnarskrá mætti Alþingi ekki framselja val um það hvort skattur sé lagður á eða ekki til landbúnaðarráðherra. Má ætla að ríkið hafi alls þurft að endurgreiða fyrirtækjunum þremur hátt í tvo milljarða króna vegna dóma Hæstaréttar í málum þeirra. „Eftir að dómar í sömu málum höfðu fallið í Héraðsdómi í mars 2015 breytti Alþingi ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta og felldi út þann möguleika ráðherra að úthluta tollkvóta með hlutkesti. Félag atvinnurekenda taldi að búvörulögin brytu áfram í bága við stjórnarskrá, enda hefur ráðherra áfram það val samkvæmt lögunum að bjóða upp tollkvótana og innheimta útboðsgjald eða úthluta kvótunum endurgjaldslaust. Meðal annars á þeim forsendum var ríkinu stefnt á nýjan leik. Á rökin varðandi framsal skattlagningarvaldsins fellst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir í niðurstöðum dómsins að ráðherra hafi eftir sem áður verulegt svigrúm samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga til að ákveða hvort innflutningur vöru skuli háður tollkvótum eða hvort hann veiti heimild til almenns innflutnings,“ segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda þar sem lesa má nánar um málið.Dóminn í máli Haga má sjá hér en dómarnir þrír eru hinir sömu að því frátöldu að um þrjú aðskilin fyrirtæki er að ræða.
Tengdar fréttir Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34