Mikilvægt að velja dekk við hæfi Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 16:33 Eitt stærsta öryggistæki hvers bíls eru dekkin sem undir honum eru. Klettur, umboðsaðili Goodyear á Íslandi, stóð nýlega fyrir dekkjaprófunum á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn. Meginmarkmiðið var að kanna muninn á hemlunarvegalengd og akstureiginleikum góðra sumardekkja, góðra vetrardekkja og ódýrra vetrardekkja í bleytu. Tilgangur prófananna var sýna fram á mikilvægi þess að bílar séu á réttum hjólbörðum við réttar aðstæður. Prófið var framkvæmt þannig að ekið var á 80 km/klst og hemlað á fyrirfram ákveðnum stað. Það er skemmst frá því að segja hemlunarvegalengd sumardekkjanna var að jafnaði um 12 metrum skemmri en hemlunarvegalengd ódýru vetrardekkjanna. Á sumrin er mikilvægt að vera á góðum sumardekkjum þar sem hemlunarvegalengd er mun minni og eldsneytiseyðsla bíla á þeim dekkjum er einnig minni. Á móti skiptir miklu máli að vera á góðum vetrardekkjum, negldum eða ónegldum, þegar hálka og snjór gera vart við sig þar sem þau dekk eru hönnuð fyrir þær aðstæður. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent
Klettur, umboðsaðili Goodyear á Íslandi, stóð nýlega fyrir dekkjaprófunum á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn. Meginmarkmiðið var að kanna muninn á hemlunarvegalengd og akstureiginleikum góðra sumardekkja, góðra vetrardekkja og ódýrra vetrardekkja í bleytu. Tilgangur prófananna var sýna fram á mikilvægi þess að bílar séu á réttum hjólbörðum við réttar aðstæður. Prófið var framkvæmt þannig að ekið var á 80 km/klst og hemlað á fyrirfram ákveðnum stað. Það er skemmst frá því að segja hemlunarvegalengd sumardekkjanna var að jafnaði um 12 metrum skemmri en hemlunarvegalengd ódýru vetrardekkjanna. Á sumrin er mikilvægt að vera á góðum sumardekkjum þar sem hemlunarvegalengd er mun minni og eldsneytiseyðsla bíla á þeim dekkjum er einnig minni. Á móti skiptir miklu máli að vera á góðum vetrardekkjum, negldum eða ónegldum, þegar hálka og snjór gera vart við sig þar sem þau dekk eru hönnuð fyrir þær aðstæður.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent