Hversu mikið eiga lífeyrissjóðirnir af innlendum hlutabréfum? Jóhann Gísli Jóhannesson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Íslenska lífeyrissjóðskerfið er með því stærsta sem gerist í alþjóðlegum samanburði sem hlutfall af landsframleiðslu. Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema rúmlega 3.500 milljörðum króna eða tæplega einni og hálfri landsframleiðslu. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um eignasamsetningu lífeyrissjóðanna og þá sérstaklega um hlutfall erlendra eigna. Eins og aðrir hér á landi voru lífeyrissjóðirnir fastir með fjármagn sitt innan gjaldeyrishafta í mörg ár og þannig dró úr hlutfalli erlendra eigna en samhliða jukust innlendar eignir og þá sérstaklega innlend hlutabréf. Það verður þó að hafa það í huga að í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þurrkuðust yfir 90% af markaðsvirði innlendra hlutabréfa út og því var hlutfall þess í eignasafni lífeyrissjóða mjög lítið fyrst um sinn. Af umræðunni að dæma virðist það vera trú margra að eign íslenskra lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum sé mjög mikil en raunveruleikinn er annar. Heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja er tæplega 1.000 milljarðar og eiga lífeyrissjóðirnir samtals tæplega 400 milljarða af því. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur hvað stærð varðar en það eru Marel og Össur með markaðsvirði upp á 250 og 200 milljarða hvort um sig. Þessi tvö fyrirtæki eru því meira en 45% af stærð innlenda hlutabréfamarkaðarins og eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í þeim. Af markaðsvirði Marels eiga lífeyrissjóðir um 85 milljarða en í tilfelli Össurar er eign þeirra um 50 milljarðar. Marel og Össur eru stór alþjóðleg fyrirtæki, bæði leiðandi í sinni atvinnugrein, tekjur þeirra beggja eru nær allar erlendar og starfsemi þeirra að sama skapi að miklu leyti erlendis. Þau eru bæði í samkeppni við önnur alþjóðleg fyrirtæki og rekstrarhorfur sveiflast mun meira með hagsveiflum erlendis en hér á landi. Að þessu sögðu er eðlilegt að skoða hvernig eign lífeyrissjóðanna liti út ef félögin væru flokkuð sem erlend eign. Þess ber að geta að Össur hefur þegar tilkynnt að hlutabréf fyrirtækisins muni verða afskráð af íslenska markaðnum fyrir lok árs. Þau munu því einungis verða skráð í Danmörku og ættu því sjálfkrafa að flokkast sem erlend eign í bókum lífeyrissjóðanna við þá breytingu.Eins og sést á myndinni mun innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna lækka um 50 milljarða þegar bréf Össurar verða afskráð af íslenska markaðnum, og ef Marel færi sömu leið myndu 85 milljarðar í viðbót flokkast sem erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða. Samtals myndi innlend hlutabréfaeign þeirra því lækka um tæplega 40 prósent. Ekki er vitað til þess að Marel íhugi erlenda skráningu en engu að síður er ekki óeðlilegt að horft sé á eignarhlut í Marel sem erlenda eign þar sem fyrirtækið á meira sameiginlegt með erlendum fyrirtækjum en innlendum. Auk þess er alls ekki ólíklegt að bréf Marels verði skráð í erlenda kauphöll í framtíðinni enda fram undan mikill vöxtur hjá fyrirtækinu sem mögulega væri auðveldara að fjármagna ef félagið væri skráð erlendis. Athyglisvert er að skoða hvaða áhrif þessi sviðsmynd hefur á samsetningu heildareigna lífeyrissjóða. Af heildareignum lífeyrissjóðanna eru í dag um 11% fjárfest beint í innlendum hlutabréfum. Við afskráningu Össurar fer hlutfallið í 9,6% en væri Marel flokkað sem erlend eign, lækkar hlutfallið í einungis 7,3%. Að sama skapi mun hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækka úr um 22% í 23,4% við afskráningu Össurar og í 25,7% væri Marel flokkað sem erlend eign. Í því samhengi má benda á að af erlendum eignum lífeyrissjóðanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra í hlutabréfum, með því hæsta sem gerist í OECD-löndunum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi mikið undir í íslenskum hlutabréfum en við nánari athugun kemur annað í ljós. Ljóst er að Össur mun verða afskráð úr íslensku kauphöllinni fyrir árslok og þá má færa góð rök fyrir því að líta ætti á Marel sem erlenda eign. Sé þessi mynd teiknuð upp kemur í ljós að hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna er rúmlega 7%. Því er engin ástæða til þess lífeyrissjóðirnir haldi ekki áfram fjárfestingum í innlendum hlutabréfum samhliða auknum erlendum fjárfestingum. Höfundur er sjóðsstjóri hlutabréfasjóða GAMMA.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Íslenska lífeyrissjóðskerfið er með því stærsta sem gerist í alþjóðlegum samanburði sem hlutfall af landsframleiðslu. Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema rúmlega 3.500 milljörðum króna eða tæplega einni og hálfri landsframleiðslu. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um eignasamsetningu lífeyrissjóðanna og þá sérstaklega um hlutfall erlendra eigna. Eins og aðrir hér á landi voru lífeyrissjóðirnir fastir með fjármagn sitt innan gjaldeyrishafta í mörg ár og þannig dró úr hlutfalli erlendra eigna en samhliða jukust innlendar eignir og þá sérstaklega innlend hlutabréf. Það verður þó að hafa það í huga að í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þurrkuðust yfir 90% af markaðsvirði innlendra hlutabréfa út og því var hlutfall þess í eignasafni lífeyrissjóða mjög lítið fyrst um sinn. Af umræðunni að dæma virðist það vera trú margra að eign íslenskra lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum sé mjög mikil en raunveruleikinn er annar. Heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja er tæplega 1.000 milljarðar og eiga lífeyrissjóðirnir samtals tæplega 400 milljarða af því. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur hvað stærð varðar en það eru Marel og Össur með markaðsvirði upp á 250 og 200 milljarða hvort um sig. Þessi tvö fyrirtæki eru því meira en 45% af stærð innlenda hlutabréfamarkaðarins og eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í þeim. Af markaðsvirði Marels eiga lífeyrissjóðir um 85 milljarða en í tilfelli Össurar er eign þeirra um 50 milljarðar. Marel og Össur eru stór alþjóðleg fyrirtæki, bæði leiðandi í sinni atvinnugrein, tekjur þeirra beggja eru nær allar erlendar og starfsemi þeirra að sama skapi að miklu leyti erlendis. Þau eru bæði í samkeppni við önnur alþjóðleg fyrirtæki og rekstrarhorfur sveiflast mun meira með hagsveiflum erlendis en hér á landi. Að þessu sögðu er eðlilegt að skoða hvernig eign lífeyrissjóðanna liti út ef félögin væru flokkuð sem erlend eign. Þess ber að geta að Össur hefur þegar tilkynnt að hlutabréf fyrirtækisins muni verða afskráð af íslenska markaðnum fyrir lok árs. Þau munu því einungis verða skráð í Danmörku og ættu því sjálfkrafa að flokkast sem erlend eign í bókum lífeyrissjóðanna við þá breytingu.Eins og sést á myndinni mun innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna lækka um 50 milljarða þegar bréf Össurar verða afskráð af íslenska markaðnum, og ef Marel færi sömu leið myndu 85 milljarðar í viðbót flokkast sem erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða. Samtals myndi innlend hlutabréfaeign þeirra því lækka um tæplega 40 prósent. Ekki er vitað til þess að Marel íhugi erlenda skráningu en engu að síður er ekki óeðlilegt að horft sé á eignarhlut í Marel sem erlenda eign þar sem fyrirtækið á meira sameiginlegt með erlendum fyrirtækjum en innlendum. Auk þess er alls ekki ólíklegt að bréf Marels verði skráð í erlenda kauphöll í framtíðinni enda fram undan mikill vöxtur hjá fyrirtækinu sem mögulega væri auðveldara að fjármagna ef félagið væri skráð erlendis. Athyglisvert er að skoða hvaða áhrif þessi sviðsmynd hefur á samsetningu heildareigna lífeyrissjóða. Af heildareignum lífeyrissjóðanna eru í dag um 11% fjárfest beint í innlendum hlutabréfum. Við afskráningu Össurar fer hlutfallið í 9,6% en væri Marel flokkað sem erlend eign, lækkar hlutfallið í einungis 7,3%. Að sama skapi mun hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækka úr um 22% í 23,4% við afskráningu Össurar og í 25,7% væri Marel flokkað sem erlend eign. Í því samhengi má benda á að af erlendum eignum lífeyrissjóðanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra í hlutabréfum, með því hæsta sem gerist í OECD-löndunum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi mikið undir í íslenskum hlutabréfum en við nánari athugun kemur annað í ljós. Ljóst er að Össur mun verða afskráð úr íslensku kauphöllinni fyrir árslok og þá má færa góð rök fyrir því að líta ætti á Marel sem erlenda eign. Sé þessi mynd teiknuð upp kemur í ljós að hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna er rúmlega 7%. Því er engin ástæða til þess lífeyrissjóðirnir haldi ekki áfram fjárfestingum í innlendum hlutabréfum samhliða auknum erlendum fjárfestingum. Höfundur er sjóðsstjóri hlutabréfasjóða GAMMA.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun