Aaron Moss hefur verið látinn fara frá Hetti og nýr bandarískur leikmaður er genginn til liðs við liðið. Þetta staðfesti Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í samtali við Vísi.
Nýji leikmaðurinn heitir Kelvin Lewis og spilaði síðast í varadeild NBA. Hann var valinn varnarmaður ársins í Finlandi tímabilið 2013-14 og varð bikarmeistari með Timisoara frá Rúmeníu.
Viðar Örn vonast til þess að Lewis fái leikheimild og geti spilað með Hetti í Malt bikarnum gegn Þór Akureyri í kvöld, en hann lenti í gær.
„Leikmaður sem er með mikla reynslu úr atvinnumannadeildum í Evrópu. Við vonumst til að hann komi með það inn í liðið sem okkur hefur vantað, reynslu og leiðtogahæfni,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson.
Aðeins er um mánuður síðan Moss gekk til liðs við Hött aftur, en þeir byrjuðu tímabilið með Taylor Stafford innanborðs.
Nýr Kani kominn til Hattar

Tengdar fréttir

Höttur skipti um Kana
Nýliðar Hattar í Dominos deild karla í körfubolta hafa fengið til liðs við sig nýjan bandarískan leikmann.