Hugsjónir Ingu sigruðu Árni Stefán Árnason skrifar 30. október 2017 10:15 Ég vil byrja á því, að óska Ingu Sæland hjartanlega til hamingju fyrir að ryðja nýja braut fyrir kjósendur og hafa áhrif á pólitískan hugsunarhátt þeirra. Það gerði hún augljóslega með einlægri framkomu sinni í síðasta umræðuþætti RÚV fyrir kosningar. Mér brá þegar hún varð klökk, hélt eldmessu í beinni útsendingu yfir formönnum fjórflokksins, sem hefur framkallað fátækt og misskiptingu á Íslandi. Ég var ekki viss um að einlægni hennar félli í góðan jarðveg hjá kjósendum. Ég hafði rangt fyrir mér. Kjósendur hafa því tekið framförum, þeir tóku mark á henni, en mikið þurfti til að hún næði athygli með sannleika sínum um aðstæður þeirra manna, sem minnst mega sín á Íslandi. Fyrir þarsíðustu kosningar minnist ég þess að Inga Sæland snéri sér til mín vegna sérþekkingar minnar á dýraverndamálum. Flokkur hennar ætlaði að móta heildstæða dýraverndarstefnu. Af því varð þó hvorki fyrir þær kosningar né þær síðustu. Engu að síður vonast ég til þess að Inga haldi barráttu sinni hátt á lofti fyrir okkar minnstu bræður og systur, dýrin. Hún er þess megnug úr öflugasta ræðupúlti landsins. Dýrin hafa sjaldan haft áreiðanlegan talsmann á þingi að frátöldum Tryggva Gunnarssyni heitnum, sem hóf íslenska dýravernd. Inga hefur nú komist í kjöraðstæður til þess og hefur góða tilfinningu fyrir aðstæðum þeirra, sem hafa þurft að lúta harðræði mannsins í garð manna og dýra. Það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að til sé hópur fólks á Íslandi, sem býr við fátæktaraðstæður og það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að íslensk dýravelferðarlög og framkvæmd séu í þeim farvegi að heimila harðræði á dýrum í sumum tilvikum, einkum búfjáreldi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því, að óska Ingu Sæland hjartanlega til hamingju fyrir að ryðja nýja braut fyrir kjósendur og hafa áhrif á pólitískan hugsunarhátt þeirra. Það gerði hún augljóslega með einlægri framkomu sinni í síðasta umræðuþætti RÚV fyrir kosningar. Mér brá þegar hún varð klökk, hélt eldmessu í beinni útsendingu yfir formönnum fjórflokksins, sem hefur framkallað fátækt og misskiptingu á Íslandi. Ég var ekki viss um að einlægni hennar félli í góðan jarðveg hjá kjósendum. Ég hafði rangt fyrir mér. Kjósendur hafa því tekið framförum, þeir tóku mark á henni, en mikið þurfti til að hún næði athygli með sannleika sínum um aðstæður þeirra manna, sem minnst mega sín á Íslandi. Fyrir þarsíðustu kosningar minnist ég þess að Inga Sæland snéri sér til mín vegna sérþekkingar minnar á dýraverndamálum. Flokkur hennar ætlaði að móta heildstæða dýraverndarstefnu. Af því varð þó hvorki fyrir þær kosningar né þær síðustu. Engu að síður vonast ég til þess að Inga haldi barráttu sinni hátt á lofti fyrir okkar minnstu bræður og systur, dýrin. Hún er þess megnug úr öflugasta ræðupúlti landsins. Dýrin hafa sjaldan haft áreiðanlegan talsmann á þingi að frátöldum Tryggva Gunnarssyni heitnum, sem hóf íslenska dýravernd. Inga hefur nú komist í kjöraðstæður til þess og hefur góða tilfinningu fyrir aðstæðum þeirra, sem hafa þurft að lúta harðræði mannsins í garð manna og dýra. Það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að til sé hópur fólks á Íslandi, sem býr við fátæktaraðstæður og það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að íslensk dýravelferðarlög og framkvæmd séu í þeim farvegi að heimila harðræði á dýrum í sumum tilvikum, einkum búfjáreldi. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar