100.000 BMW i3 rafmagnsbílar framleiddir Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2017 14:18 BMW i3 settir saman í Leipzig. Rafmagnsbílavæðing heimsins hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum, en þeir eru samt býsna fáir rafmagnsbílarnir sem framleiddir hafa verið í meira en 100.000 eintökum. Þeim tímamótum var þó náð í Leipzig hjá BMW í síðustu viku. BMW i3 rafmagnsbíllinn hefur verið í framleiðslu hjá BMW síðan seint á árinu 2013 og í Leipzig eru nú framleiddir 120 slíkir bílar hvern dag. Í fyrra voru þar framleiddir 26.631 BMW i3 bílar. Til samanburðar voru framleiddir þar aðeins 2.783 BMW i8 tengiltvinnbílar, en sá bíll er bæði talsvert stærri og miklu dýrari sportbíll. BMW framleiðir reyndar fleiri tengiltvinnbíla, til dæmis í formi BMW X5 jeppans og ef þeir eru lagðir saman við i3 rafmagnsbílinn er stutt í að BMW hafi framleitt 200.000 slíka frá upphafi. BMW ætlar að hafa einar 25 bílgerðir í boði árið 2025 sem að hluta til eða að öllu leiti verða knúnir rafmagni. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Rafmagnsbílavæðing heimsins hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum, en þeir eru samt býsna fáir rafmagnsbílarnir sem framleiddir hafa verið í meira en 100.000 eintökum. Þeim tímamótum var þó náð í Leipzig hjá BMW í síðustu viku. BMW i3 rafmagnsbíllinn hefur verið í framleiðslu hjá BMW síðan seint á árinu 2013 og í Leipzig eru nú framleiddir 120 slíkir bílar hvern dag. Í fyrra voru þar framleiddir 26.631 BMW i3 bílar. Til samanburðar voru framleiddir þar aðeins 2.783 BMW i8 tengiltvinnbílar, en sá bíll er bæði talsvert stærri og miklu dýrari sportbíll. BMW framleiðir reyndar fleiri tengiltvinnbíla, til dæmis í formi BMW X5 jeppans og ef þeir eru lagðir saman við i3 rafmagnsbílinn er stutt í að BMW hafi framleitt 200.000 slíka frá upphafi. BMW ætlar að hafa einar 25 bílgerðir í boði árið 2025 sem að hluta til eða að öllu leiti verða knúnir rafmagni.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent