Ísland í aðalhlutverki í kynningarstiklu Porsche Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2017 09:30 Bíllinn var fluttur með Cargo vél Icelandair til Íslands. Eina eintakið sem til var af hinum nýja Porsche Turbo S E-Hybrid Sport Turismo í sumar var flutt með flugi til Íslands til að útbúa kynningarstiklu um bílinn. Sjá má afraksturinn af því hér. Ekki einungis var kynningarstiklan tekin hérlendi, heldur er ónefndur flugmaður hjá Icelandair og Porsche eigandi miðpunkturinn í stiklunni. Það voru forsvarsmenn 9:11 Magazine frá Porsche sem börðust fyrir því að fá að koma til Íslands til að taka upp þessa stiklu hérlendis. Þeir vildu meina að Ísland væri einstakt vegna þeirra andstæðu sem náttúran hér stendur fyrir. Þær andstæður endurspeglast í bílnum sem er bæði rafmagnsbíll en líka með mestu hröðunina og aflið í sínum flokki bíla. Bíllinn sem verið er að kynna í þessari stiklu frá 9:11 Magazine er enginn venjulegur bíll en Porsche Turbo S E-Hybrid Sport Turismo er 680 hestafla orkubolti sem er í senn fjölskyldubíll og sportkerra og tekur sprettinn í hundraðið á 3,2 sekúndum. Icelandair tók mikinn þátt í að koma bílnum til landsins og var hann fluttur af einni af Cargo vél Icelandair. Náttúrufegurð Íslands nýtur sín mjög vel í þessari kynningarstiklu frá Porsche, en þau eru orðin ófá myndskeiðin sem tekin hafa verið upp hér á landi á undanförnum árum af bílaframleiðendum heimsins.Porsche Turbo S E-Hybrid Sport Turismo bíllinn mættur á alndið fagra.Bíllinn fékk að glíma við erfiðar aksturs- og veðuraðstæður í ferðinni til Íslands. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent
Eina eintakið sem til var af hinum nýja Porsche Turbo S E-Hybrid Sport Turismo í sumar var flutt með flugi til Íslands til að útbúa kynningarstiklu um bílinn. Sjá má afraksturinn af því hér. Ekki einungis var kynningarstiklan tekin hérlendi, heldur er ónefndur flugmaður hjá Icelandair og Porsche eigandi miðpunkturinn í stiklunni. Það voru forsvarsmenn 9:11 Magazine frá Porsche sem börðust fyrir því að fá að koma til Íslands til að taka upp þessa stiklu hérlendis. Þeir vildu meina að Ísland væri einstakt vegna þeirra andstæðu sem náttúran hér stendur fyrir. Þær andstæður endurspeglast í bílnum sem er bæði rafmagnsbíll en líka með mestu hröðunina og aflið í sínum flokki bíla. Bíllinn sem verið er að kynna í þessari stiklu frá 9:11 Magazine er enginn venjulegur bíll en Porsche Turbo S E-Hybrid Sport Turismo er 680 hestafla orkubolti sem er í senn fjölskyldubíll og sportkerra og tekur sprettinn í hundraðið á 3,2 sekúndum. Icelandair tók mikinn þátt í að koma bílnum til landsins og var hann fluttur af einni af Cargo vél Icelandair. Náttúrufegurð Íslands nýtur sín mjög vel í þessari kynningarstiklu frá Porsche, en þau eru orðin ófá myndskeiðin sem tekin hafa verið upp hér á landi á undanförnum árum af bílaframleiðendum heimsins.Porsche Turbo S E-Hybrid Sport Turismo bíllinn mættur á alndið fagra.Bíllinn fékk að glíma við erfiðar aksturs- og veðuraðstæður í ferðinni til Íslands.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent