Enn einu sinni: Fátækt er ekki aumingjaskapur! Ásta Dís Guðjónsdóttir og Laufey Ólafsdóttir skrifar 17. október 2017 09:31 Fátækt er ekki persónueinkenni heldur lýsir hún félags- og efnahagslegum aðstæðum sem einstaklingur býr við. Fólk sem býr við fátækt er jafn megnugt og aðrir í samfélaginu. Það þarf hins vegar að fá tækifæri til að sýna hvað í því býr og fá að standa jafnfætis öðrum. Fátækt á Íslandi er staðreynd en ástæður hennar virðast ekki öllum ljósar því margir vilja kenna óreglu, leti eða öðru því sem kenna má þolanda fátæktarinnar sjálfum um, þannig er auðvelt að þvo hendur sínar af samfélagslegri ábyrgð. Fólk í fátækt getur ekki staðið undir skömminni sem almennt viðhorf um ástæður hennar hefur í för með sér, það gæti enginn. Raunveruleikinn er sá að fátækt er ekki aumingjaskapur heldur bein afleiðing kerfislægrar mismununar og pólitískra ákvarðana sem ætti að vera í hag samfélagsins að breyta. Almenn samfélagsumræða um fátækt á það hins vegar til að vera yfirborðskennd og takmörkuð. Hún snýst mest um kostnað við að halda uppi velferðarsamfélagi sem er samfélagsleg ábyrgð okkar allra en minna um raunverulegar ástæður fátæktarinnar og afleiðingar hennar fyrir einstaklinga og samfélag. Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru samtök okkar sem búum við eða höfum búið við fátækt. Við stöndum fyrir alls kyns uppákomum til að efla hvert annað til dáða, til þess að þrýsta á um virkt notendasamráð í félagslegri þjónustu, til að fræða almenning um samfélagsmál og þar með talið ástæður fátæktar og margt fleira. Í stuttu máli vinnum við saman af því að við krefjumst þess að á okkur sé hlustað! Starfið gengur vel en við leitum að leiguhúsnæði undir starfsemina svo opna megi miðstöð fólks í fátækt með það að markmiði að koma fólki í virkni og koma í veg fyrir félagslega útilokun. Sem samfélag verðum við að taka mið af réttindum allra einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu en fátækt er andleg og efnisleg hindrun slíks. Þegar fólk getur nýtt hæfileika sína í leik og starfi er það samfélaginu öllu til góðs. Á alþjóðabaráttudegi gegn fátækt, 17. október.Höfundar eru samhæfingarstjórar samtakanna Pepp Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fátækt er ekki persónueinkenni heldur lýsir hún félags- og efnahagslegum aðstæðum sem einstaklingur býr við. Fólk sem býr við fátækt er jafn megnugt og aðrir í samfélaginu. Það þarf hins vegar að fá tækifæri til að sýna hvað í því býr og fá að standa jafnfætis öðrum. Fátækt á Íslandi er staðreynd en ástæður hennar virðast ekki öllum ljósar því margir vilja kenna óreglu, leti eða öðru því sem kenna má þolanda fátæktarinnar sjálfum um, þannig er auðvelt að þvo hendur sínar af samfélagslegri ábyrgð. Fólk í fátækt getur ekki staðið undir skömminni sem almennt viðhorf um ástæður hennar hefur í för með sér, það gæti enginn. Raunveruleikinn er sá að fátækt er ekki aumingjaskapur heldur bein afleiðing kerfislægrar mismununar og pólitískra ákvarðana sem ætti að vera í hag samfélagsins að breyta. Almenn samfélagsumræða um fátækt á það hins vegar til að vera yfirborðskennd og takmörkuð. Hún snýst mest um kostnað við að halda uppi velferðarsamfélagi sem er samfélagsleg ábyrgð okkar allra en minna um raunverulegar ástæður fátæktarinnar og afleiðingar hennar fyrir einstaklinga og samfélag. Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru samtök okkar sem búum við eða höfum búið við fátækt. Við stöndum fyrir alls kyns uppákomum til að efla hvert annað til dáða, til þess að þrýsta á um virkt notendasamráð í félagslegri þjónustu, til að fræða almenning um samfélagsmál og þar með talið ástæður fátæktar og margt fleira. Í stuttu máli vinnum við saman af því að við krefjumst þess að á okkur sé hlustað! Starfið gengur vel en við leitum að leiguhúsnæði undir starfsemina svo opna megi miðstöð fólks í fátækt með það að markmiði að koma fólki í virkni og koma í veg fyrir félagslega útilokun. Sem samfélag verðum við að taka mið af réttindum allra einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu en fátækt er andleg og efnisleg hindrun slíks. Þegar fólk getur nýtt hæfileika sína í leik og starfi er það samfélaginu öllu til góðs. Á alþjóðabaráttudegi gegn fátækt, 17. október.Höfundar eru samhæfingarstjórar samtakanna Pepp Ísland.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar