Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi Hörður Ægisson skrifar 3. október 2017 09:45 Festi er næst stærsta smásölufélag landsins og rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. VÍSIR/ERNIR Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. Þetta kom fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun en kaupsamningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem N1 og hluthafar Festi skrifuðu undir þann 9. júní síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festi 37,9 milljarðar sem verður greitt annars vegar með rúmlega 78 milljónum hluta í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna, og hins vegar með nýrri lántöku. Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um rúmlega 6 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um undirritun kaupsamningsins. Gera áætlanir yfirstandandi rekstrarárs Festi ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 3.340 milljónir og eru 2.125 milljónir vegna rekstrarfélaga Festi en 1.215 milljónir vegna fasteignastarfsemi þess. Heildarvirði félagsins getur tekið breytingum vegna afkomu rekstrarfélaga Festi. Þannig kemur fram í tilkynningunni að reynist EBITDA rekstrarfélaganna vera lægri en 2.050 milljónir skal kaupverðið lækka en þó aldrei meira en um 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 1.925 milljónir króna eða lægri.Væntingar um lakari afkomu eftir innkomu Costco Frá því var greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í byrjun síðasta mánaðar að búist væri við því að EBITDA rekstrarfélaga Festi yrði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi ári en fyrri spár höfðu áður gert ráð fyrir. Stjórnendur N1 færu því fram á að kaupverðið á öllu hlutafé Festi myndi lækka ef afkoma rekstrarfélaganna verður ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins frá því í júní. Væntingar um minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Þá segir í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar í morgun, eins og fram kom í viljayfirlýsingunni fyrr á árinu, að reynist EBITDA rekstrarfélaga Festi fyrir yfirstandandi rekstrarár vera hærri en 2.125 milljónir skal kaupverð hækka en þó aldrei meira en 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 2.250 milljónir eða hærri. Eggert Kristófersson, forstjóri N1, segir í tilkynningu: „Það er okkur sönn ánægja að samningum um kaup N1 á Festi hafi lokið í dag með undirritun kaupsamnings. Með kaupunum verður til stærra og öflugra félag með getu til að þjónusta viðskiptavinum sínum enn betur um land allt með samþættingu í rekstri fyrirtækjanna og góðum staðsetningum.“ Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um að hluthafafundir beggja aðila samþykki kaupin og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018. Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. Þetta kom fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun en kaupsamningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem N1 og hluthafar Festi skrifuðu undir þann 9. júní síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festi 37,9 milljarðar sem verður greitt annars vegar með rúmlega 78 milljónum hluta í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna, og hins vegar með nýrri lántöku. Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um rúmlega 6 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um undirritun kaupsamningsins. Gera áætlanir yfirstandandi rekstrarárs Festi ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 3.340 milljónir og eru 2.125 milljónir vegna rekstrarfélaga Festi en 1.215 milljónir vegna fasteignastarfsemi þess. Heildarvirði félagsins getur tekið breytingum vegna afkomu rekstrarfélaga Festi. Þannig kemur fram í tilkynningunni að reynist EBITDA rekstrarfélaganna vera lægri en 2.050 milljónir skal kaupverðið lækka en þó aldrei meira en um 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 1.925 milljónir króna eða lægri.Væntingar um lakari afkomu eftir innkomu Costco Frá því var greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í byrjun síðasta mánaðar að búist væri við því að EBITDA rekstrarfélaga Festi yrði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi ári en fyrri spár höfðu áður gert ráð fyrir. Stjórnendur N1 færu því fram á að kaupverðið á öllu hlutafé Festi myndi lækka ef afkoma rekstrarfélaganna verður ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins frá því í júní. Væntingar um minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Þá segir í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar í morgun, eins og fram kom í viljayfirlýsingunni fyrr á árinu, að reynist EBITDA rekstrarfélaga Festi fyrir yfirstandandi rekstrarár vera hærri en 2.125 milljónir skal kaupverð hækka en þó aldrei meira en 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 2.250 milljónir eða hærri. Eggert Kristófersson, forstjóri N1, segir í tilkynningu: „Það er okkur sönn ánægja að samningum um kaup N1 á Festi hafi lokið í dag með undirritun kaupsamnings. Með kaupunum verður til stærra og öflugra félag með getu til að þjónusta viðskiptavinum sínum enn betur um land allt með samþættingu í rekstri fyrirtækjanna og góðum staðsetningum.“ Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um að hluthafafundir beggja aðila samþykki kaupin og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018.
Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira