Körfubolti

KR og Keflavík verja Íslandsmeistaratitlana sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fulltrúar liðanna í Domino´s deild kvenna 2017-18.
Fulltrúar liðanna í Domino´s deild kvenna 2017-18. Vísir/Vilhelm
Körfuknattleikssamband Íslands kynnti í dag árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna um lokaröðina í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta en kynningarfundur körfuboltatímabilsins fór fram í Laugardalshöllinni í hádeginu.

Karlalið KR og kvennalið Keflavíkur unnu bæði tvöfalt á síðasta tímabili og báðum liðum er spáð Íslandsmeistaratitlunum aftur.

Keflavikurkonur fengu algjöra yfirburðarkosningu í Domino´s deild kvenna en KR-karlar höfðu betur í spánni í karladeildinni eftir hörku keppni frá Tindastól.

Snæfell kemst ekki í úrslitakeppnina kvennamegin ekki frekar en Stjarnan og í staðinn fara þangað lið Hauka og Vals sem komust ekki í úrslitakeppnina síðasta vor.

Njarðvíkingar komast ekki bara í úrslitakeppnina á ný í karladeildinni heldur ná þeir líka heimavallarrétti samkvæmt spánni. Grindavík verður í þriðja sæti en Haukarnir missa af úrslitakeppninni annað árið í röð.

Höttur og Þór Akureyri falla í 1. deild karla samkvæmt spánni en upp í staðin koma Skallagrímur og Breiðablik.

Njarðvík fellur úr Domino´s deild kvenna en KR kemur upp í deildina í staðinn.Spáin í Domino´s deild kvenna:

 1. Keflavík        188 stig

 2. Haukar        144 stig

 3. Valur        130 stig

 4. Skallagrímur    129 stig

 5. Snæfell        105 stig

 6. Stjarnan          83 stig

 7. Breiðablik          43 stig

 8. Njarðvík          41 stigSpáin í Domino´s deild karla:

 1. KR             414 stig

 2. Tindastóll        403 stig

 3. Grindavík        319 stig

 4. Njarðvík        267 stig

 5. Stjarnan        266 stig

 6. Þór Þ.        246 stig

 7. Keflavík        239 stig

 8. ÍR            191 stig

 9. Haukar        189 stig

10. Valur           89 stig

11. Höttur           84 stig

12. Þór Ak.           60 stig

Fulltrúar liðanna í Domino´s deild karla 2017-18.Vísir/VilhelmFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.