Volvo mun smíða XC90 í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 10:15 Volvo XC90 öslar snjóinn. Volvo er nú að byggja verksmiðju í S-Karolínu í Bandaríkjunum og meiningin í fyrstu var að smíða þar nýju kynslóðina af Volvo XC60 jepplingnum. Starfsemi í verksmiðjunni, sem er fyrsta verksmiðja Volvo í Bandaríkjunum, á að hefjast haustið 2018. Volvo hefur nú ákveðið að smíða þar einnig XC90 jeppann af næstu kynslóð hans sem koma skal árið 2021. Þessi ákvörðun kemur ef til vill ekki á óvart í ljósi þess að nú er XC90 jeppinn mest selda bílgerð Volvo í Bandaríkjunum. Þeir XC90 bílar sem seljast nú svo vel vestanhafs eru smíðaðir í Torslanda í Svíþjóð og því mætti heilmikið spara með því að smíða bílinn í Bandaríkjunum fyrir þann góða markað sem þar er fyrir jeppann. Volvo mun bæta við 1.200 milljón króna fjárfestingu í verksmiðjunni vegna smíði XC90 og fjölga starfsmönnum frá fyrirhuguðum 2.000 starfsmönnum í 3.900. Markmið Volvo með nýju verksmiðjunni er að tvöfalda sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum fram til ársins 2020. Stöðug aukning hefur verið í sölu Volvo bíla vestanhafs á síðustu árum. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent
Volvo er nú að byggja verksmiðju í S-Karolínu í Bandaríkjunum og meiningin í fyrstu var að smíða þar nýju kynslóðina af Volvo XC60 jepplingnum. Starfsemi í verksmiðjunni, sem er fyrsta verksmiðja Volvo í Bandaríkjunum, á að hefjast haustið 2018. Volvo hefur nú ákveðið að smíða þar einnig XC90 jeppann af næstu kynslóð hans sem koma skal árið 2021. Þessi ákvörðun kemur ef til vill ekki á óvart í ljósi þess að nú er XC90 jeppinn mest selda bílgerð Volvo í Bandaríkjunum. Þeir XC90 bílar sem seljast nú svo vel vestanhafs eru smíðaðir í Torslanda í Svíþjóð og því mætti heilmikið spara með því að smíða bílinn í Bandaríkjunum fyrir þann góða markað sem þar er fyrir jeppann. Volvo mun bæta við 1.200 milljón króna fjárfestingu í verksmiðjunni vegna smíði XC90 og fjölga starfsmönnum frá fyrirhuguðum 2.000 starfsmönnum í 3.900. Markmið Volvo með nýju verksmiðjunni er að tvöfalda sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum fram til ársins 2020. Stöðug aukning hefur verið í sölu Volvo bíla vestanhafs á síðustu árum.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent