Rafknýjum samgöngur Kristian Ruby skrifar 5. október 2017 15:12 Rafknúin farartæki eru mikilvæg til að ná markmiðum Evrópuþjóða í loftslags- og orkumálum. Rafbílar draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og eru orkusparandi - þeir nýta orku þrisvar til fjórum sinnum betur en hefðbundnir bílar og draga auk þess bæði úr loft- og hljóðmengun í borgum. Fjórðung af losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópusambandsríkjum má rekja til samgangna og eru þær nær einungis knúnar áfram af olíu. Samgöngur eru jafnframt eini geirinn innan ESB ríkja þar sem losun gróðurhúsalofttegunda er enn að aukast. Til að ná markmiði um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í samgöngum (60% fyrir árið 2050 miðað við losun árið 1990), þarf rafvæðing vegakerfisins að spila stórt hlutverk. Afkolvötnun samgangna þarfnast rafbíla Rafbílar draga úr þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til vegasamgangna. Rafbílar pústa ekki en allur útblástur sem tengist raforkuframleiðslu heyrir undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir og mun því dragast saman á næstu árum. Ef skoðuð er losun frá raforkuframleiðslu í Evrópu þá má segja að óbeinn útblástur rafbíla séu 50 grömm af koltvísýringi á hvern ekinn kílómeter sem er töluvert lægra en sú 95 gramma leyfileg losun nýrra bíla árið 2021. Árið 2016 var meðal losun nýrra bíla 118 grömm á kílómeter. Þrátt fyrir að hægt sé að bæta þar úr, þá mun það ekki færa okkur nær þeirri lækkun dugar til. Rafbílar geta jafnframt dregið töluvert úr öðrum mengunarvöldum á borð við nitur og svifryk sem eru stórir þættir í þeirri mengun sem íbúar anda að sér. Loftmengun í stórborgum þarfnast skjótra viðbragða. Lítil loftgæði eru talin helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í löndum Evrópu. Evrópuráðið áætlar að árlegur kostnaður heilbrigðiskerfa álfunnar, sem rekja má til loftmengunar, sé á bilinu 330 til 940 milljarðar evra. Rafbíllinn er orðinn að veruleika Í sumar tilkynntu Frakkar að bann við sölu á nýjum bensín- og díselbílum myndi taka gildi árið 2040 og fylgdu Bretar í kjölfarið. Stærsta markaðssvæði fyrir bíla í heiminum, Kína, hefur einnig tilkynnt um metnaðarfull markmið um sölu á rafbílum. Viðbrögð bílaframleiðenda stóðu ekki á sér og kepptust þeir í kjölfarið um að kynna áætlanir sínar um fjölgun rafbíla. Volkswagen áætlar 80 nýjar tegundir rafbíla fyrir árið 2025, BMW 12 og Honda tilkynnti að 15% af sölu verði knúin áfram af rafhlöðnum bílum fyrir árið 2030. Raforkukerfið þarf hins vegar að vera undir það búið að knýja áfram stóran hluta samgangna. Orkukerfið þarf að breytast og þörf er á skýrri stefnu stjórnvalda í þeim efnum. Stefnum á að stöðva útblástur Frá sjónarhóli neytenda er ekki mikið um val á bílamarkaði í dag. Neytendur sem kjósa hreinan, rafknúin ferðamáta standa illa að vígi bæði hvað varðar úrval bíla og innviði á borð við hleðslukerfi. Ef við getum verið viss um að hlutdeild rafbíla muni vaxa á komandi árum getum við gefið okkur að fjárfesting í hleðslukerfum muni að sama skapi aukast. Það eru mikil tækifæri fólgin í útbreiðslu snjalllausna fyrir hleðslukerfin. Sjálfvirk stjórnun á hleðslu mun ekki aðeins jafna út álag á raforkukerfið heldur getur það auðveldað inntöku óreglulegs rafstraums frá endurnýjanlegum orkugjöfum þar sem hægt er að sjá til þess að hleðsla rafbíls eigi sér stað á sama tíma og gert er ráð fyrir miklum straumi frá endurnýjanlegri orkuvinnslu. Rafbílar munu því ýta við fjárfestingum í flutningskerfum og auka hagkvæmni endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vind og sól. Það er mikilvægt að þeir sem koma að opinberri stefnumótun hugsi stórt. Stefnumótun fyrir samgöngur þarf í vaxandi mæli að vinna með mótun orku- og umhverfisstefnu. Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf samhæfða stefnumótun. Nú er tækifærið fyrir þá sem marka stefnuna að hefjast handa, gefa neytendum kost á vali og láta þá keyra breytingarnar í gegn.Höfundur: Kristian Ruby. Aðalritari EURELECTRIC – Samtaka raforkufyrirtækja í Evrópu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Rafknúin farartæki eru mikilvæg til að ná markmiðum Evrópuþjóða í loftslags- og orkumálum. Rafbílar draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og eru orkusparandi - þeir nýta orku þrisvar til fjórum sinnum betur en hefðbundnir bílar og draga auk þess bæði úr loft- og hljóðmengun í borgum. Fjórðung af losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópusambandsríkjum má rekja til samgangna og eru þær nær einungis knúnar áfram af olíu. Samgöngur eru jafnframt eini geirinn innan ESB ríkja þar sem losun gróðurhúsalofttegunda er enn að aukast. Til að ná markmiði um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í samgöngum (60% fyrir árið 2050 miðað við losun árið 1990), þarf rafvæðing vegakerfisins að spila stórt hlutverk. Afkolvötnun samgangna þarfnast rafbíla Rafbílar draga úr þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til vegasamgangna. Rafbílar pústa ekki en allur útblástur sem tengist raforkuframleiðslu heyrir undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir og mun því dragast saman á næstu árum. Ef skoðuð er losun frá raforkuframleiðslu í Evrópu þá má segja að óbeinn útblástur rafbíla séu 50 grömm af koltvísýringi á hvern ekinn kílómeter sem er töluvert lægra en sú 95 gramma leyfileg losun nýrra bíla árið 2021. Árið 2016 var meðal losun nýrra bíla 118 grömm á kílómeter. Þrátt fyrir að hægt sé að bæta þar úr, þá mun það ekki færa okkur nær þeirri lækkun dugar til. Rafbílar geta jafnframt dregið töluvert úr öðrum mengunarvöldum á borð við nitur og svifryk sem eru stórir þættir í þeirri mengun sem íbúar anda að sér. Loftmengun í stórborgum þarfnast skjótra viðbragða. Lítil loftgæði eru talin helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í löndum Evrópu. Evrópuráðið áætlar að árlegur kostnaður heilbrigðiskerfa álfunnar, sem rekja má til loftmengunar, sé á bilinu 330 til 940 milljarðar evra. Rafbíllinn er orðinn að veruleika Í sumar tilkynntu Frakkar að bann við sölu á nýjum bensín- og díselbílum myndi taka gildi árið 2040 og fylgdu Bretar í kjölfarið. Stærsta markaðssvæði fyrir bíla í heiminum, Kína, hefur einnig tilkynnt um metnaðarfull markmið um sölu á rafbílum. Viðbrögð bílaframleiðenda stóðu ekki á sér og kepptust þeir í kjölfarið um að kynna áætlanir sínar um fjölgun rafbíla. Volkswagen áætlar 80 nýjar tegundir rafbíla fyrir árið 2025, BMW 12 og Honda tilkynnti að 15% af sölu verði knúin áfram af rafhlöðnum bílum fyrir árið 2030. Raforkukerfið þarf hins vegar að vera undir það búið að knýja áfram stóran hluta samgangna. Orkukerfið þarf að breytast og þörf er á skýrri stefnu stjórnvalda í þeim efnum. Stefnum á að stöðva útblástur Frá sjónarhóli neytenda er ekki mikið um val á bílamarkaði í dag. Neytendur sem kjósa hreinan, rafknúin ferðamáta standa illa að vígi bæði hvað varðar úrval bíla og innviði á borð við hleðslukerfi. Ef við getum verið viss um að hlutdeild rafbíla muni vaxa á komandi árum getum við gefið okkur að fjárfesting í hleðslukerfum muni að sama skapi aukast. Það eru mikil tækifæri fólgin í útbreiðslu snjalllausna fyrir hleðslukerfin. Sjálfvirk stjórnun á hleðslu mun ekki aðeins jafna út álag á raforkukerfið heldur getur það auðveldað inntöku óreglulegs rafstraums frá endurnýjanlegum orkugjöfum þar sem hægt er að sjá til þess að hleðsla rafbíls eigi sér stað á sama tíma og gert er ráð fyrir miklum straumi frá endurnýjanlegri orkuvinnslu. Rafbílar munu því ýta við fjárfestingum í flutningskerfum og auka hagkvæmni endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vind og sól. Það er mikilvægt að þeir sem koma að opinberri stefnumótun hugsi stórt. Stefnumótun fyrir samgöngur þarf í vaxandi mæli að vinna með mótun orku- og umhverfisstefnu. Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf samhæfða stefnumótun. Nú er tækifærið fyrir þá sem marka stefnuna að hefjast handa, gefa neytendum kost á vali og láta þá keyra breytingarnar í gegn.Höfundur: Kristian Ruby. Aðalritari EURELECTRIC – Samtaka raforkufyrirtækja í Evrópu
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar