Azazo fengið 154 milljónir frá ríkinu Haraldur Guðmundsson skrifar 30. september 2017 06:00 Höfuðstöðvar Azazo eru í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Vísir/Ernir Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo fyrir 154 milljónir króna. Um er að ræða áhættufjárfestingasjóð í eigu ríkisins en eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag rambar fyrirtækið á barmi gjaldþrots. NSA fór inn í hluthafahóp Azazo, þá Gagnavarslan, árið 2009 en fyrirtækið var stofnað tveimur árum áður. Það var þá til húsa á gamla varnarliðssvæðinu á Ásbrú í Reykjanesbæ og bauð upp á heildarlausn á sviði skjalamála og varðveislu gagna. Sjóðurinn átti þá 20 prósenta hlut, var þriðji stærsti hluthafinn, en er í dag stærsti eigandi þess með 17,2 prósent. Eignir Azazo voru kyrrsettar af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku að beiðni Brynju Guðmundsdóttur, fyrrverandi forstjóra og stofnanda Azazo. Hún hefur stefnt félaginu fyrir dómstóla eftir að ráðningarsamningi hennar var rift í kjölfar mikilla deilna milli hennar og stjórnarmanna. Í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag sagðist Brynja hafna öllum ásökunum stjórnarinnar og meðal annars því að hún hafi haldið eftir upplýsingum um raunverulega stöðu fyrirtækisins sem tapaði í fyrra 633 milljónum. Stjórnarformenn Azazo hafa undanfarin ár komið úr röðum NSA og verið starfsmenn sjóðsins. Núverandi stjórn fyrirtækisins var kjörin á hluthafafundi félagsins þann 27. júlí síðastliðinn áður en aðalfundur var haldinn 20. september. Brynju var fylgt út úr húsakynnum Azazo þann 6. júlí eða sama dag og ráðningarsamningi hennar var rift. Var henni fylgt út af þáverandi stjórnarformanni fyrirtækisins, Agli Mássyni, sem þangað til síðasta sumar var fjárfestingastjóri NSA. Sá sem gegnir nú þeirri stöðu, Friðrik Friðriksson var ráðinn eftirmaður hans í byrjun júní og er nú stjórnarformaður Azazo. Í nýjum ársreikningi fyrirtækisins, sem var skilað inn til Ríkisskattstjóra þann 19. september, er Egill aftur á móti enn skráður í stjórn félagsins sem og fjórir aðrir stjórnarmenn sem allir eru hættir. haraldur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo fyrir 154 milljónir króna. Um er að ræða áhættufjárfestingasjóð í eigu ríkisins en eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag rambar fyrirtækið á barmi gjaldþrots. NSA fór inn í hluthafahóp Azazo, þá Gagnavarslan, árið 2009 en fyrirtækið var stofnað tveimur árum áður. Það var þá til húsa á gamla varnarliðssvæðinu á Ásbrú í Reykjanesbæ og bauð upp á heildarlausn á sviði skjalamála og varðveislu gagna. Sjóðurinn átti þá 20 prósenta hlut, var þriðji stærsti hluthafinn, en er í dag stærsti eigandi þess með 17,2 prósent. Eignir Azazo voru kyrrsettar af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku að beiðni Brynju Guðmundsdóttur, fyrrverandi forstjóra og stofnanda Azazo. Hún hefur stefnt félaginu fyrir dómstóla eftir að ráðningarsamningi hennar var rift í kjölfar mikilla deilna milli hennar og stjórnarmanna. Í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag sagðist Brynja hafna öllum ásökunum stjórnarinnar og meðal annars því að hún hafi haldið eftir upplýsingum um raunverulega stöðu fyrirtækisins sem tapaði í fyrra 633 milljónum. Stjórnarformenn Azazo hafa undanfarin ár komið úr röðum NSA og verið starfsmenn sjóðsins. Núverandi stjórn fyrirtækisins var kjörin á hluthafafundi félagsins þann 27. júlí síðastliðinn áður en aðalfundur var haldinn 20. september. Brynju var fylgt út úr húsakynnum Azazo þann 6. júlí eða sama dag og ráðningarsamningi hennar var rift. Var henni fylgt út af þáverandi stjórnarformanni fyrirtækisins, Agli Mássyni, sem þangað til síðasta sumar var fjárfestingastjóri NSA. Sá sem gegnir nú þeirri stöðu, Friðrik Friðriksson var ráðinn eftirmaður hans í byrjun júní og er nú stjórnarformaður Azazo. Í nýjum ársreikningi fyrirtækisins, sem var skilað inn til Ríkisskattstjóra þann 19. september, er Egill aftur á móti enn skráður í stjórn félagsins sem og fjórir aðrir stjórnarmenn sem allir eru hættir. haraldur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira