Azazo fengið 154 milljónir frá ríkinu Haraldur Guðmundsson skrifar 30. september 2017 06:00 Höfuðstöðvar Azazo eru í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Vísir/Ernir Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo fyrir 154 milljónir króna. Um er að ræða áhættufjárfestingasjóð í eigu ríkisins en eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag rambar fyrirtækið á barmi gjaldþrots. NSA fór inn í hluthafahóp Azazo, þá Gagnavarslan, árið 2009 en fyrirtækið var stofnað tveimur árum áður. Það var þá til húsa á gamla varnarliðssvæðinu á Ásbrú í Reykjanesbæ og bauð upp á heildarlausn á sviði skjalamála og varðveislu gagna. Sjóðurinn átti þá 20 prósenta hlut, var þriðji stærsti hluthafinn, en er í dag stærsti eigandi þess með 17,2 prósent. Eignir Azazo voru kyrrsettar af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku að beiðni Brynju Guðmundsdóttur, fyrrverandi forstjóra og stofnanda Azazo. Hún hefur stefnt félaginu fyrir dómstóla eftir að ráðningarsamningi hennar var rift í kjölfar mikilla deilna milli hennar og stjórnarmanna. Í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag sagðist Brynja hafna öllum ásökunum stjórnarinnar og meðal annars því að hún hafi haldið eftir upplýsingum um raunverulega stöðu fyrirtækisins sem tapaði í fyrra 633 milljónum. Stjórnarformenn Azazo hafa undanfarin ár komið úr röðum NSA og verið starfsmenn sjóðsins. Núverandi stjórn fyrirtækisins var kjörin á hluthafafundi félagsins þann 27. júlí síðastliðinn áður en aðalfundur var haldinn 20. september. Brynju var fylgt út úr húsakynnum Azazo þann 6. júlí eða sama dag og ráðningarsamningi hennar var rift. Var henni fylgt út af þáverandi stjórnarformanni fyrirtækisins, Agli Mássyni, sem þangað til síðasta sumar var fjárfestingastjóri NSA. Sá sem gegnir nú þeirri stöðu, Friðrik Friðriksson var ráðinn eftirmaður hans í byrjun júní og er nú stjórnarformaður Azazo. Í nýjum ársreikningi fyrirtækisins, sem var skilað inn til Ríkisskattstjóra þann 19. september, er Egill aftur á móti enn skráður í stjórn félagsins sem og fjórir aðrir stjórnarmenn sem allir eru hættir. haraldur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo fyrir 154 milljónir króna. Um er að ræða áhættufjárfestingasjóð í eigu ríkisins en eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag rambar fyrirtækið á barmi gjaldþrots. NSA fór inn í hluthafahóp Azazo, þá Gagnavarslan, árið 2009 en fyrirtækið var stofnað tveimur árum áður. Það var þá til húsa á gamla varnarliðssvæðinu á Ásbrú í Reykjanesbæ og bauð upp á heildarlausn á sviði skjalamála og varðveislu gagna. Sjóðurinn átti þá 20 prósenta hlut, var þriðji stærsti hluthafinn, en er í dag stærsti eigandi þess með 17,2 prósent. Eignir Azazo voru kyrrsettar af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku að beiðni Brynju Guðmundsdóttur, fyrrverandi forstjóra og stofnanda Azazo. Hún hefur stefnt félaginu fyrir dómstóla eftir að ráðningarsamningi hennar var rift í kjölfar mikilla deilna milli hennar og stjórnarmanna. Í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag sagðist Brynja hafna öllum ásökunum stjórnarinnar og meðal annars því að hún hafi haldið eftir upplýsingum um raunverulega stöðu fyrirtækisins sem tapaði í fyrra 633 milljónum. Stjórnarformenn Azazo hafa undanfarin ár komið úr röðum NSA og verið starfsmenn sjóðsins. Núverandi stjórn fyrirtækisins var kjörin á hluthafafundi félagsins þann 27. júlí síðastliðinn áður en aðalfundur var haldinn 20. september. Brynju var fylgt út úr húsakynnum Azazo þann 6. júlí eða sama dag og ráðningarsamningi hennar var rift. Var henni fylgt út af þáverandi stjórnarformanni fyrirtækisins, Agli Mássyni, sem þangað til síðasta sumar var fjárfestingastjóri NSA. Sá sem gegnir nú þeirri stöðu, Friðrik Friðriksson var ráðinn eftirmaður hans í byrjun júní og er nú stjórnarformaður Azazo. Í nýjum ársreikningi fyrirtækisins, sem var skilað inn til Ríkisskattstjóra þann 19. september, er Egill aftur á móti enn skráður í stjórn félagsins sem og fjórir aðrir stjórnarmenn sem allir eru hættir. haraldur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira