Tiger Woods: Kem kannski aldrei aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 08:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla á golfferlinum en nú efast hann um að hann muni keppa aftur á golfmóti vegna meiðslanna sem hafa verið að plaga hann í mörg ár. Woods er ennþá það slæmur að hann efaðist um að geta verið aðstoðarmaður fyrirliða bandaríska liðsins í Forsetabikarnum af því að það væri svo sárt fyrir hann að sitja í golfkerru. Hann var þó mættur og talaði við blaðamann BBC. Hinn 41 árs gamli Tiger hefur þurft að fara í fjölmargar aðgerðir á baki á undanförnum árum og hætti nú síðast við keppni á móti í janúar vegna bakvandræða. „Ég veit ekki hvernig framtíðin lítur út,“ sagði Tiger Woods í viðtalinu við BBC. Hann er byrjaður að slá létt en hefur hefur enga dagsetningu með mögulegri endurkomu sinni. Er kannski möguleiki á að hann keppi aldrei aftur? „Já örugglega. Það mun taka sinn tíma að komast að því hvað ég get gert og ég er ekki að flýta mér,“ sagði Tiger. „Ég vissi ekki einu sinni hvort ég gæti verið hér af því að ég gat ekki setið í golfkerru. Hristingur var svo sársaukafullur. Það er ekki lengur þannig sem er frábært,“ sagði Tiger. „Ég er samt enn að æfa og ég er að verða sterkari. Ég er hinsvegar ekki búinn að æfa golfvöðvana því ég er ekki að gera neinar golfæfingar,“ sagði Tiger. Tiger fór í síðustu bakaðgerðina sína í apríl síðastliðnum. Hann var síðan tekin í maí fyrir að keyra undir áhrifum lyfja sem hann sagðist hafa verið að taka á meðan hann var að jafna sig eftir bakaðgerðina. Golf Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla á golfferlinum en nú efast hann um að hann muni keppa aftur á golfmóti vegna meiðslanna sem hafa verið að plaga hann í mörg ár. Woods er ennþá það slæmur að hann efaðist um að geta verið aðstoðarmaður fyrirliða bandaríska liðsins í Forsetabikarnum af því að það væri svo sárt fyrir hann að sitja í golfkerru. Hann var þó mættur og talaði við blaðamann BBC. Hinn 41 árs gamli Tiger hefur þurft að fara í fjölmargar aðgerðir á baki á undanförnum árum og hætti nú síðast við keppni á móti í janúar vegna bakvandræða. „Ég veit ekki hvernig framtíðin lítur út,“ sagði Tiger Woods í viðtalinu við BBC. Hann er byrjaður að slá létt en hefur hefur enga dagsetningu með mögulegri endurkomu sinni. Er kannski möguleiki á að hann keppi aldrei aftur? „Já örugglega. Það mun taka sinn tíma að komast að því hvað ég get gert og ég er ekki að flýta mér,“ sagði Tiger. „Ég vissi ekki einu sinni hvort ég gæti verið hér af því að ég gat ekki setið í golfkerru. Hristingur var svo sársaukafullur. Það er ekki lengur þannig sem er frábært,“ sagði Tiger. „Ég er samt enn að æfa og ég er að verða sterkari. Ég er hinsvegar ekki búinn að æfa golfvöðvana því ég er ekki að gera neinar golfæfingar,“ sagði Tiger. Tiger fór í síðustu bakaðgerðina sína í apríl síðastliðnum. Hann var síðan tekin í maí fyrir að keyra undir áhrifum lyfja sem hann sagðist hafa verið að taka á meðan hann var að jafna sig eftir bakaðgerðina.
Golf Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira