Einn frægasti þjálfari Bandaríkjanna sendur í ólaunað leyfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 07:30 Rick Pitino. Vísir/Getty Rick Pitino, þjálfari University of Louisville í bandaríska háskólaboltanum, var í gær sendur í ólaunað leyfi á meðan rannsókn á spillingarmálum innan bandaríska háskólakörfuboltans stendur yfir. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu. Pitino er meðlimur í heiðurshöll körfuboltans og gerði Louisville að háskólameisturum árið 2013. Hann hefur hinsvegar alltaf verið umdeildur og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann blandast inn í vafasöm mál. Spillingarmálið kom fram í dagsljósið í vikunni eftir þriggja ára rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, en fjórir aðstoðarþjálfar virtra skóla voru þá ákærðir fyrir að taka þátt í svindli sem miðaði að því að koma peningum til fjölskyldna eftirsótta leikmanna sem völdu síðan að koma í þeirra skóla. Rannsóknin leiddi það í ljós að James Gatto, sem er yfirmaður hjá Adidas, hafi einnig komið stórum greiðslum til þriggja leikmanna gegn því að þeir hafi samþykkt að spila fyrir ákveðna skóla.Sjá einnig: Bandaríski háskólakörfuboltinn í vandræðum eftir rannsókn FBI Leikmenn í háskólaboltanum mega ekki þiggja nein laun á meðan þeir spila en þeir bestu geta valið á milli skóla sem sumir hafa greinilega freistast að bjóða þeim meira en þeir mega. University of Louisville hefur ekki fengið á sig neina kæru ennþá og heldur ekki einhverjir starfsmenn skólans. Rannsóknin stendur hinsvegar enn yfir og nafn Rick Pitino hefur blandast inn í umræðuna. Yfirmenn skólans voru því fljótir að bregðast við. Steve Pence, umboðsmaður Pitino, leit svo á að Rick Pitino hafi hreinlega verið rekinn en yfirmenn skólans segjast ætla að fara aftur yfir stöðuna seinna og meta það þá hvort að Pitino geti snúið aftur til starfa. Það eru þó ekki margir sem búast við að karlinn eigi afturkvæmt í þjálfun eftir þetta. Rick Pitino hefur lent í ýmsum leiðindamálum á sextán árum sínum í þjálfarastólnum hjá Louisville skólanum þar á meðal var rannsókn á því hvort hann hafi notað nektardansmær og vændiskonur til að hjálpa að sannfæra eftirsótta körfuboltastráka að koma í skólann. Pitino, sem er orðinn 65 ára gamall, kom til Louisville eftir fjögur ár sem þjálfari Boston Celtics. Hann sló fyrst í gegn sem þjálfari University of Kentucky þar sem hann vann háskólatitilinn með liðið árið 1996. Körfubolti Tengdar fréttir Bandaríski háskólakörfuboltinn í vandræðum eftir rannsókn FBI Bandaríkjamenn eru með mjög strangar reglur í háskólakörfuboltanum til að koma í veg fyrir allar greiðslur til íþróttamanna en bestu leikmenn skólaliðanna eru aðeins ári frá því að komast í milljóna samninga í NBA. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Rick Pitino, þjálfari University of Louisville í bandaríska háskólaboltanum, var í gær sendur í ólaunað leyfi á meðan rannsókn á spillingarmálum innan bandaríska háskólakörfuboltans stendur yfir. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu. Pitino er meðlimur í heiðurshöll körfuboltans og gerði Louisville að háskólameisturum árið 2013. Hann hefur hinsvegar alltaf verið umdeildur og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann blandast inn í vafasöm mál. Spillingarmálið kom fram í dagsljósið í vikunni eftir þriggja ára rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, en fjórir aðstoðarþjálfar virtra skóla voru þá ákærðir fyrir að taka þátt í svindli sem miðaði að því að koma peningum til fjölskyldna eftirsótta leikmanna sem völdu síðan að koma í þeirra skóla. Rannsóknin leiddi það í ljós að James Gatto, sem er yfirmaður hjá Adidas, hafi einnig komið stórum greiðslum til þriggja leikmanna gegn því að þeir hafi samþykkt að spila fyrir ákveðna skóla.Sjá einnig: Bandaríski háskólakörfuboltinn í vandræðum eftir rannsókn FBI Leikmenn í háskólaboltanum mega ekki þiggja nein laun á meðan þeir spila en þeir bestu geta valið á milli skóla sem sumir hafa greinilega freistast að bjóða þeim meira en þeir mega. University of Louisville hefur ekki fengið á sig neina kæru ennþá og heldur ekki einhverjir starfsmenn skólans. Rannsóknin stendur hinsvegar enn yfir og nafn Rick Pitino hefur blandast inn í umræðuna. Yfirmenn skólans voru því fljótir að bregðast við. Steve Pence, umboðsmaður Pitino, leit svo á að Rick Pitino hafi hreinlega verið rekinn en yfirmenn skólans segjast ætla að fara aftur yfir stöðuna seinna og meta það þá hvort að Pitino geti snúið aftur til starfa. Það eru þó ekki margir sem búast við að karlinn eigi afturkvæmt í þjálfun eftir þetta. Rick Pitino hefur lent í ýmsum leiðindamálum á sextán árum sínum í þjálfarastólnum hjá Louisville skólanum þar á meðal var rannsókn á því hvort hann hafi notað nektardansmær og vændiskonur til að hjálpa að sannfæra eftirsótta körfuboltastráka að koma í skólann. Pitino, sem er orðinn 65 ára gamall, kom til Louisville eftir fjögur ár sem þjálfari Boston Celtics. Hann sló fyrst í gegn sem þjálfari University of Kentucky þar sem hann vann háskólatitilinn með liðið árið 1996.
Körfubolti Tengdar fréttir Bandaríski háskólakörfuboltinn í vandræðum eftir rannsókn FBI Bandaríkjamenn eru með mjög strangar reglur í háskólakörfuboltanum til að koma í veg fyrir allar greiðslur til íþróttamanna en bestu leikmenn skólaliðanna eru aðeins ári frá því að komast í milljóna samninga í NBA. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Bandaríski háskólakörfuboltinn í vandræðum eftir rannsókn FBI Bandaríkjamenn eru með mjög strangar reglur í háskólakörfuboltanum til að koma í veg fyrir allar greiðslur til íþróttamanna en bestu leikmenn skólaliðanna eru aðeins ári frá því að komast í milljóna samninga í NBA. 27. september 2017 07:00