Lífeyrissjóðir gegn fólkinu Sævar Þór Jónsson skrifar 12. september 2017 14:38 Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og í spilavíti. Fáir ef einhverjir voru látnir taka ábyrgð á því sukki. Enn virðist sem fé almennings leki úr hirslum lífeyrissjóðanna í vasa fárra ef marka má nýjustu fréttir sem tengist sorgarsögu United Silicon. Þó er önnur saga ósögð en það er saga þeirra fjölmörgu fjölskyldna og einstaklinga sem fóru illa út úr hruninu og voru svo óheppnir að skulda lífeyrissjóðunum. Meginþorri þessa fólks hafði sér það eitt til sakar unnið að fjárfesta í heimili, þaki yfir höfuðið fyri sig og sína. Uppgjör hrunsmála er ekki lokið þótt margir virðast halda það. Enn þann dag í dag er fólk að leita til mín vegna skuldavanda sem rekja má beint til hrunsins. Mörg þessara mála snúa að því að fólk hefur ekki fengið þau úrræði sem voru á boðstólum eða ekki hefur verið rétt úr málum þeirra unnið eða hnökrar verið á málsmeðferðinni. Ég hef t.d. unnið fyrir fjölskyldu sem missti heimili sitt á uppboði fyrri part árs 2016 til lífeyrissjóðs. Í framhaldinu var farið í viðræður við lífeyrissjóðinn um að umbjóðandinn myndi kaupa fasteignina til baka. Fasteignin var metin af viðurkenndum fagaðilum og kom í ljós að ástand hennar var lélegt auk þess sem þrjár tegundir myglusvepps fundust og var ástandið alvarlegt. Þrátt fyrir þetta vildi sjóðurinn ekki viðurkenna matið og kenndi umbjóðanda mínum um ástand eignarinnar. Í framhaldinu var farið í þá vinnu að fjölskyldan fengi að leigja eignina af sjóðnum sem var og samþykkt með herkjum. Þá kom að því að sjóðurinn vildi bera fjölskylduna út úr eigninni og fór í aðför. Í kjölfarið var farið í samningaviðræður við sjóðinn sem miðuðu að því að fjölskyldan fengi að kaupa eignina á markaðsverði óháð því hversu slæmt ástand hennar var. Viðbrögð sjóðsins voru þau að sjóðurinn væri að vinna eftir verklagsreglum sem kvæðu á um að fólk þyrfti fyrst að flytja út úr eignunum og gætu svo í framhaldinu gert kauptilboð í eignina í almennu söluferli. Sem sagt, sjóðurinn vildi selja en ekki leyfi fjölskyldunni að kaupa heimili sitt til baka á hærra verði sjóðurinn gæti nokkurn tíma fengið á almennum markaði. Hvað veldur? Slík harka væri betur heimfærð á eftirlit með fjárfestingum sjóðanna og endurheimtur í sjóði fjárglæframanna. Það er alveg ljóst að það eru engin rök fyrir umræddri nálgun sjóðsins sérstaklega þegar það kemur því að selja eignir sem boðnar hafa verið upp og viðkomandi gerðarþoli er tilbúinn og hefur getu til að kaupa eignina til baka á uppsettu markaðsverði. Á þessu tapa allir, lífeyrissjóðurinn fær minna fyrir eignina og fjölskylda missir heimili sitt til margra ára. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og í spilavíti. Fáir ef einhverjir voru látnir taka ábyrgð á því sukki. Enn virðist sem fé almennings leki úr hirslum lífeyrissjóðanna í vasa fárra ef marka má nýjustu fréttir sem tengist sorgarsögu United Silicon. Þó er önnur saga ósögð en það er saga þeirra fjölmörgu fjölskyldna og einstaklinga sem fóru illa út úr hruninu og voru svo óheppnir að skulda lífeyrissjóðunum. Meginþorri þessa fólks hafði sér það eitt til sakar unnið að fjárfesta í heimili, þaki yfir höfuðið fyri sig og sína. Uppgjör hrunsmála er ekki lokið þótt margir virðast halda það. Enn þann dag í dag er fólk að leita til mín vegna skuldavanda sem rekja má beint til hrunsins. Mörg þessara mála snúa að því að fólk hefur ekki fengið þau úrræði sem voru á boðstólum eða ekki hefur verið rétt úr málum þeirra unnið eða hnökrar verið á málsmeðferðinni. Ég hef t.d. unnið fyrir fjölskyldu sem missti heimili sitt á uppboði fyrri part árs 2016 til lífeyrissjóðs. Í framhaldinu var farið í viðræður við lífeyrissjóðinn um að umbjóðandinn myndi kaupa fasteignina til baka. Fasteignin var metin af viðurkenndum fagaðilum og kom í ljós að ástand hennar var lélegt auk þess sem þrjár tegundir myglusvepps fundust og var ástandið alvarlegt. Þrátt fyrir þetta vildi sjóðurinn ekki viðurkenna matið og kenndi umbjóðanda mínum um ástand eignarinnar. Í framhaldinu var farið í þá vinnu að fjölskyldan fengi að leigja eignina af sjóðnum sem var og samþykkt með herkjum. Þá kom að því að sjóðurinn vildi bera fjölskylduna út úr eigninni og fór í aðför. Í kjölfarið var farið í samningaviðræður við sjóðinn sem miðuðu að því að fjölskyldan fengi að kaupa eignina á markaðsverði óháð því hversu slæmt ástand hennar var. Viðbrögð sjóðsins voru þau að sjóðurinn væri að vinna eftir verklagsreglum sem kvæðu á um að fólk þyrfti fyrst að flytja út úr eignunum og gætu svo í framhaldinu gert kauptilboð í eignina í almennu söluferli. Sem sagt, sjóðurinn vildi selja en ekki leyfi fjölskyldunni að kaupa heimili sitt til baka á hærra verði sjóðurinn gæti nokkurn tíma fengið á almennum markaði. Hvað veldur? Slík harka væri betur heimfærð á eftirlit með fjárfestingum sjóðanna og endurheimtur í sjóði fjárglæframanna. Það er alveg ljóst að það eru engin rök fyrir umræddri nálgun sjóðsins sérstaklega þegar það kemur því að selja eignir sem boðnar hafa verið upp og viðkomandi gerðarþoli er tilbúinn og hefur getu til að kaupa eignina til baka á uppsettu markaðsverði. Á þessu tapa allir, lífeyrissjóðurinn fær minna fyrir eignina og fjölskylda missir heimili sitt til margra ára. Sævar Þór Jónsson, lögmaður
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar