Fyrrverandi alþingismanni svarað Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 15. september 2017 07:00 Kristinn H. Gunnarsson sendir okkur tóninn í Fréttablaðinu í gær. Eins og titill greinarinnar ber með sér: „Tómas á lágu plani“, kýs hann að hjóla í manninn og gera lítið úr þeim sem ekki deila gildismati hans. Sleggjudómar Kristins eru engin nýlunda, hann hefur áður sagt okkur með „uppblásið egó“ og farið niðrandi orðum um hæfni annars okkar sem læknis. Sú aðferð hentar þeim sem forðast málefnalega umræðu. Markmið okkar er þó aðeins að tala máli náttúrinnar á Ströndum – náttúru sem við teljum að ekki hafi fengið að njóta sannmælis þegar Hvalárvirkjun var metin sem virkjanakostur. Við stöndum við það sem við skrifuðum í Fréttablaðinu þann 30. ágúst sl., enda þótt sum atriði, sem varla teljast aðalatriði, hefðu getað verið orðuð af meiri nákvæmni. Það má t.d. lesa úr orðum okkar að þeir sem vinna Rammaáætlun ákveði hvaða virkjunarkostir séu settir í nýtingarflokk, en þeirra hlutverk er að raða upp virkjanakostum. Síðan er það í höndum Alþingis að ákveða hvaða virkjanakostir eru settir í nýtingarflokk. Við höfum ekki sakað neina um óheilindi í þessu sambandi en höfum lýst þeirri skoðun okkar að skortur á upplýsingum gæti hafa orðið til þess að virkjuninni var veitt brautargengi.Ónefndur foss í Hvalá.Við teljum Rammaáætlun að mörgu leyti gallaða aðferðafræði og of virkjanamiðaða. Okkur finnst einnig skorta mjög upp á upplýsingagjöf til almennings um Hvalárvirkjun og breyttar fyrirætlanir framkvæmdaaðila oft óskýrar. Nafnið Hvalárvirkjun gefur ekki rétta mynd af umfangi virkjunarinnar, enda teljum við eins og heimamenn að mest eftirsjá sé af fossaröðinni í Evyindarfjarðará, en hún mun þurrkast upp. Ennfremur stenst sú fullyrðing að virkjunin hafi stækkað á teikniborðinu úr 35 í 55 MW, en vissum ekki að skýringin væri sú að vatnsrennsli hefði reynst meira á svæðinu. Okkur leikur forvitni á að vita hvernig svo mikil mæliskekkja á vatnsmagni geti verið frá upprunalegum áætlunum um virkjunina og hvort fleiri mælingar sem liggi til grundvallar henni séu eins ónákvæmar? Þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir 35 MW virkjun, sem stækka á í 55 MW, hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ekki megi þá hlífa Eyvindarfjarðará? Þannig yrði stórbrotnu vatnasviði Eyvindarfjarðar hlíft og kostnaður við virkjunina yrði minni. Við föllumst ekki á þá röksemd að aukningin á vatnsmagni verði á kostnað náttúru svæðisins. Annars er rétt að halda því til haga að okkur hugnast engin virkjun á þessu stórbrotna svæði við dyragætt Hornstranda. Við ætlum ekki að munnhöggvast frekar við þingmanninn fyrrverandi í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Við bíðum þó enn eftir svari við tveimur spurningum sem við höfum lagt fyrir hann endurtekið:1) Truflar það hann ekki að vatnsréttindi í Eyvindarfjarðará séu í eigu ítalsks huldubaróns, Felix von Longo-Liebenstein, sem seldi þau til VesturVerks sem nú er í 70% eigu HS Orku, sem aftur er í 68% eigu kanadíska milljarðamæringsins, Ross Beaty, að því er virðist í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð?2) Hefur hann skoðað fossana í návígi, og þá ekki eingöngu Hvalárfossa, heldur fossaraðirnar upp með ánum Rjúkandi, Hvalá og Evindarfjarðará?Höfundar eru læknar og náttúruverndarsinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson sendir okkur tóninn í Fréttablaðinu í gær. Eins og titill greinarinnar ber með sér: „Tómas á lágu plani“, kýs hann að hjóla í manninn og gera lítið úr þeim sem ekki deila gildismati hans. Sleggjudómar Kristins eru engin nýlunda, hann hefur áður sagt okkur með „uppblásið egó“ og farið niðrandi orðum um hæfni annars okkar sem læknis. Sú aðferð hentar þeim sem forðast málefnalega umræðu. Markmið okkar er þó aðeins að tala máli náttúrinnar á Ströndum – náttúru sem við teljum að ekki hafi fengið að njóta sannmælis þegar Hvalárvirkjun var metin sem virkjanakostur. Við stöndum við það sem við skrifuðum í Fréttablaðinu þann 30. ágúst sl., enda þótt sum atriði, sem varla teljast aðalatriði, hefðu getað verið orðuð af meiri nákvæmni. Það má t.d. lesa úr orðum okkar að þeir sem vinna Rammaáætlun ákveði hvaða virkjunarkostir séu settir í nýtingarflokk, en þeirra hlutverk er að raða upp virkjanakostum. Síðan er það í höndum Alþingis að ákveða hvaða virkjanakostir eru settir í nýtingarflokk. Við höfum ekki sakað neina um óheilindi í þessu sambandi en höfum lýst þeirri skoðun okkar að skortur á upplýsingum gæti hafa orðið til þess að virkjuninni var veitt brautargengi.Ónefndur foss í Hvalá.Við teljum Rammaáætlun að mörgu leyti gallaða aðferðafræði og of virkjanamiðaða. Okkur finnst einnig skorta mjög upp á upplýsingagjöf til almennings um Hvalárvirkjun og breyttar fyrirætlanir framkvæmdaaðila oft óskýrar. Nafnið Hvalárvirkjun gefur ekki rétta mynd af umfangi virkjunarinnar, enda teljum við eins og heimamenn að mest eftirsjá sé af fossaröðinni í Evyindarfjarðará, en hún mun þurrkast upp. Ennfremur stenst sú fullyrðing að virkjunin hafi stækkað á teikniborðinu úr 35 í 55 MW, en vissum ekki að skýringin væri sú að vatnsrennsli hefði reynst meira á svæðinu. Okkur leikur forvitni á að vita hvernig svo mikil mæliskekkja á vatnsmagni geti verið frá upprunalegum áætlunum um virkjunina og hvort fleiri mælingar sem liggi til grundvallar henni séu eins ónákvæmar? Þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir 35 MW virkjun, sem stækka á í 55 MW, hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ekki megi þá hlífa Eyvindarfjarðará? Þannig yrði stórbrotnu vatnasviði Eyvindarfjarðar hlíft og kostnaður við virkjunina yrði minni. Við föllumst ekki á þá röksemd að aukningin á vatnsmagni verði á kostnað náttúru svæðisins. Annars er rétt að halda því til haga að okkur hugnast engin virkjun á þessu stórbrotna svæði við dyragætt Hornstranda. Við ætlum ekki að munnhöggvast frekar við þingmanninn fyrrverandi í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Við bíðum þó enn eftir svari við tveimur spurningum sem við höfum lagt fyrir hann endurtekið:1) Truflar það hann ekki að vatnsréttindi í Eyvindarfjarðará séu í eigu ítalsks huldubaróns, Felix von Longo-Liebenstein, sem seldi þau til VesturVerks sem nú er í 70% eigu HS Orku, sem aftur er í 68% eigu kanadíska milljarðamæringsins, Ross Beaty, að því er virðist í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð?2) Hefur hann skoðað fossana í návígi, og þá ekki eingöngu Hvalárfossa, heldur fossaraðirnar upp með ánum Rjúkandi, Hvalá og Evindarfjarðará?Höfundar eru læknar og náttúruverndarsinnar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun