Brynjar: Geri það sem ég er bestur í Anton Ingi Leifsson skrifar 3. september 2017 13:27 Brynjar í leiknum í dag. vísir/ernir Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. „Fyrri hálfleikurinn var flottur. Góður kraftur í öllu, mikill hraði og vorum að sækja á þá á fyrstu tempóinu sem gerði það að verkum að við vorum að fá opin skot sem við vorum að setja,” sagði Brynjar Þór í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í höllinni í Helsinki í dag. „Hittnin var betri, stemningin var meiri og róteringin var aðeins hraðari fyrir vikið. Mér fannst gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik, en eins og í síðustu tveimur leikjum er þriðji leikhlutinn algjörlega að drepa okkur.” „Við þurfum að ná að minnsta kosti 30 mínútur til að eiga séns í þessi lið,” sagði Brynjar sem kom annan daginn í röð inn á og setti niður þrist: „Ég reyni alltaf að minna á mig þegar ég kem inn á og geri það sem ég er bestur í; að skjóta körfuna. Það er gaman að fá þetta tækifæri til að spila fyrir framan víkingaklappið og Íslendingana.” Íslenska liðið er mun lægra en það franska og þá sást bersýnilega í leiknum í dag þar sem Frakkarnir oft á tíðum hlupu bara yfir okkar menn. „Ég fékk ali-up troðslu i andlitið og Pavel og Hlynur að berjast við menn sem eru 130 kíló. Þetta eru valin nöfn í allar stöður; Euro-League og NBA-leikmenn út í eitt. Það segir sig sjálft að þeir eru betri í körfubolta en við.” „Þeir eru miklu stærri og lengri en við og maður er bara tittur þarna inn á. Það verður að segjast bara alveg eins og er,” en hvað tekur núna við? „Núna er að fara bara í ísbað og reyna jafna sig sem mest. Auðvitað verða lappirnar þreyttar og það má ekki gleyma því að flestir leikmennirnir eru tveimur árum eldri en í Berlín 2015 - sérstaklega lykilmennirnir.” „Það reynir á sjúkraþjálfarateymið og að vera klárir. Einnig er það andlegi þátturinn; að hafa trú á verkefninu. Við gefumst ekki upp og þá gerast góðir hlutir,” en hvað gerir landsliðið á morgun saman í tilefni frídags? „Við njótum þess að vera saman. Það er alltaf gaman þótt það sé frídagur eða ekki. Við skemmtum okkur vel saman,” sagði Brynjar að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15 Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31 Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. „Fyrri hálfleikurinn var flottur. Góður kraftur í öllu, mikill hraði og vorum að sækja á þá á fyrstu tempóinu sem gerði það að verkum að við vorum að fá opin skot sem við vorum að setja,” sagði Brynjar Þór í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í höllinni í Helsinki í dag. „Hittnin var betri, stemningin var meiri og róteringin var aðeins hraðari fyrir vikið. Mér fannst gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik, en eins og í síðustu tveimur leikjum er þriðji leikhlutinn algjörlega að drepa okkur.” „Við þurfum að ná að minnsta kosti 30 mínútur til að eiga séns í þessi lið,” sagði Brynjar sem kom annan daginn í röð inn á og setti niður þrist: „Ég reyni alltaf að minna á mig þegar ég kem inn á og geri það sem ég er bestur í; að skjóta körfuna. Það er gaman að fá þetta tækifæri til að spila fyrir framan víkingaklappið og Íslendingana.” Íslenska liðið er mun lægra en það franska og þá sást bersýnilega í leiknum í dag þar sem Frakkarnir oft á tíðum hlupu bara yfir okkar menn. „Ég fékk ali-up troðslu i andlitið og Pavel og Hlynur að berjast við menn sem eru 130 kíló. Þetta eru valin nöfn í allar stöður; Euro-League og NBA-leikmenn út í eitt. Það segir sig sjálft að þeir eru betri í körfubolta en við.” „Þeir eru miklu stærri og lengri en við og maður er bara tittur þarna inn á. Það verður að segjast bara alveg eins og er,” en hvað tekur núna við? „Núna er að fara bara í ísbað og reyna jafna sig sem mest. Auðvitað verða lappirnar þreyttar og það má ekki gleyma því að flestir leikmennirnir eru tveimur árum eldri en í Berlín 2015 - sérstaklega lykilmennirnir.” „Það reynir á sjúkraþjálfarateymið og að vera klárir. Einnig er það andlegi þátturinn; að hafa trú á verkefninu. Við gefumst ekki upp og þá gerast góðir hlutir,” en hvað gerir landsliðið á morgun saman í tilefni frídags? „Við njótum þess að vera saman. Það er alltaf gaman þótt það sé frídagur eða ekki. Við skemmtum okkur vel saman,” sagði Brynjar að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15 Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31 Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15
Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31
Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17