Goran Dragic: Við vanmetum engan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2017 21:15 Goran Dragic, Mynd/S2 Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. „Þetta verður erfiður leikur á móti Íslandi því það eru engir auðveldir andstæðingar á þessu móti . Íslenska liðið spilar á full og þeir fá frábæran stuðning frá fólkinu sínu. Þetta verður áhugaverður leikur,“ sagði Goran Dragic. Goran Dragic hefur spilað mjög vel með slóvenska liðinu á EM í Helsinki en hann er með 26,3 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. En er Slóvenía ekki miklu sigurstranglegra liðið í leiknum á morgun. „Við vanmetum engan. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir leikinn og þjálfararnir okkar eru að vinna frábæra vinnu við að komast að því af hverjum stendur mesta ógnin af. Við munum reyna að stoppa þá og vonandi verður það nóg til að landa sigri,“ sagði Dragic. „Við höfum ekki spilað betur en við bjuggumst við. Við eigum enn fullt inni. Það eru nokkrir leikmenn í smá dvala hjá okkur og við búumst við meiri af mönnum eins og (Anthony) Randolph, (Klemen) Prepelic og Edo Muric. Það er því von á meiri frá okkur,“ sagði Dragic. Anthony Randolph er með 8,3 stig í leik, Klemen Prepelic hefur skorað 10,3 stig í leik og Edo Muric er með 4,7 stig í leik. Næststigahæstur á eftir Dragic er hinn átján ára gamli Luka Doncic með 13,7 stig í leik. En hversu langt getur Slóvenía náð á þessu móti? „Við verðum bara að sjá hversu langt við getum komist á þessu móti. Fyrsta markmiðið okkar var að komast til Istanbul sem er nú í höfn, Nú reynum við að vinna alla leikina í riðlinum og svo eru bara úrslitaleikir sem bíða okkar í Istanbul. Vonandi verður við klárir í að gera það sem þarf til að vinna þar,“ sagði Dragic. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira
Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. „Þetta verður erfiður leikur á móti Íslandi því það eru engir auðveldir andstæðingar á þessu móti . Íslenska liðið spilar á full og þeir fá frábæran stuðning frá fólkinu sínu. Þetta verður áhugaverður leikur,“ sagði Goran Dragic. Goran Dragic hefur spilað mjög vel með slóvenska liðinu á EM í Helsinki en hann er með 26,3 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. En er Slóvenía ekki miklu sigurstranglegra liðið í leiknum á morgun. „Við vanmetum engan. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir leikinn og þjálfararnir okkar eru að vinna frábæra vinnu við að komast að því af hverjum stendur mesta ógnin af. Við munum reyna að stoppa þá og vonandi verður það nóg til að landa sigri,“ sagði Dragic. „Við höfum ekki spilað betur en við bjuggumst við. Við eigum enn fullt inni. Það eru nokkrir leikmenn í smá dvala hjá okkur og við búumst við meiri af mönnum eins og (Anthony) Randolph, (Klemen) Prepelic og Edo Muric. Það er því von á meiri frá okkur,“ sagði Dragic. Anthony Randolph er með 8,3 stig í leik, Klemen Prepelic hefur skorað 10,3 stig í leik og Edo Muric er með 4,7 stig í leik. Næststigahæstur á eftir Dragic er hinn átján ára gamli Luka Doncic með 13,7 stig í leik. En hversu langt getur Slóvenía náð á þessu móti? „Við verðum bara að sjá hversu langt við getum komist á þessu móti. Fyrsta markmiðið okkar var að komast til Istanbul sem er nú í höfn, Nú reynum við að vinna alla leikina í riðlinum og svo eru bara úrslitaleikir sem bíða okkar í Istanbul. Vonandi verður við klárir í að gera það sem þarf til að vinna þar,“ sagði Dragic.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira