Körfubolti

Irving til Boston í skiptum fyrir Thomas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kyrie Irving er farinn frá Cleveland.
Kyrie Irving er farinn frá Cleveland. Vísir/Getty
Ein stærstu félagaskipti sumarsins í NBA-deildinni áttu sér stað í nótt þegar að Kyrie Irving var sendur til Boston Celtics en Cleveland Cavaliers fá meðal annars Isiah Thomas í skiptum fyrir hann.

Irving óskaði eftir því að hann fengi að fara frá Cleveland í síðasta mánuði en samkvæmt heimildum ESPN vildi hann komast undan skugga LeBron James og vera í stærra hlutverki í nýju liði.

Boston lét þó meira af hendi en aðeins Thomas en framherjinn Joe Crowder fer einnig til Cleveland, sem og miðherjinn Ante Zizic. Þá fær Cleveland fyrsta valrétt Brooklyn Nets á næsta ári en Boston var áður búið að tryggja sér.

„Þetta hefur verið rússibanareið fyrir okkur síðustu daga. Sérstaklega að láta þá Isiaha og Jae frá okkur, en þeir hafa verið svo stór hluti af okkar liði síðustu árin og leiðtogar inni á vellinum. Þetta er afar erfiður dagur en um leið afar spennandi að fá einn besta sóknarmann deildarinnar í liðið.“

Irving á nú þrjú ár eftir af samningi sínum en hann getur sagt honum upp fyrir lokaárið sitt. Hann er 25 ára, þremur árum yngri en Thomas sem hefur slegið í gegn hjá Boston síðustu árin.

Þess má geta að Boston og Cleveland mætast á fyrsta degi nýs tímabils í NBA-deildinni, þann 17. október.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×