Viðskipti innlent

Kvika fær að kaupa Virðingu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku.
Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku.
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Kviku banka á öllu hlutafé Virðingar. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins.

Fram kemur í niðurstöðunni að að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins sé það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiði hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því séu ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli samkeppnislaga.

Greint var frá því í lok júní að Kvika banki hefði keypt allt hlutafé í verðbréfafyrirtækinu Virðingu. Kaupverðið væri 2.560 milljónir króna og yrði greitt með reiðufé.

Félögin verða sameinuð undir nafni Kviku. Að minnsta kosti átta starfsmenn Kviku missa vinnuna vegna samrunans eins og fjallað var um í síðustu viku. 

Hér má lesa ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.


Tengdar fréttir

Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða

Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar.

Kvika kaupir Virðingu

Kaupverð er 2.560 milljónir króna og verður greitt með reiðufé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×