Viðskipti innlent

Kvika kaupir Virðingu

Kaupverð er 2.560 milljónir króna og verður greitt með reiðufé.
Kaupverð er 2.560 milljónir króna og verður greitt með reiðufé. Vísir/GVA
Kvika banki hefur keypt allt hlutafé í verðbréfafyrirtækinu Virðingu hf. Kaupverð er 2.560 milljónir króna og verður greitt með reiðufé. Félögin verða í framhaldinu sameinuð undir nafni Kviku.

Í tilkynningu frá Kviku segir að tilboðið hafi verið samþykkt af eigendum 96,69 prósent hlutafjár í Virðingu, en skilyrði var að tilboðið yrði samþykkt af eigendum meira en 90 prósent hlutafjár. Kaupin séu háð samþykki á hluthafafundi Kviku og samþykkis eftirlitsstofnana.

„Með sameiningu Kviku og Virðingar verður til öflugt fjármálafyrirtæki sem er leiðandi á fjárfestingabankamarkaði. Sameinað félag verður eitt það umsvifamesta í eignastýringu á Íslandi með 235 milljarða króna í stýringu og fjölda sjóða í rekstri,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×