Arðgreiðslur af veiði dreifast um byggðir landsins Árni Pétur Hilmarsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Einar K. Guðfinnsson, sá ágæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið í síðustu viku sem kannski mætti hafa gaman af ef ekki lægi svo mikið undir. Aðallega er hann að ræða í gífuryrðum um meint gífuryrði annarra án þess að leggja fram nokkur rök en er samt ofandottinn af meintu rökfærsluleysi þeirra er hann ritar gegn. Það eina sem er hans haldreipi er „mat“ Hafrannsóknastofnunar, stofnunar sem ekki hafði hugmynd um að 160 þúsund laxaseiðum var sleppt úr sjókví í Tálknafirði og ollu erfðamengun í nærliggjandi á. Ekkert kemur fram í greininni hvernig þetta „mat“ Hafrannsóknastofnunar var unnið. Nú er það svo að ég er ekki sérfræðingur á sviði laxeldis (frekar en Einar K.) en ég veit samt að ég er hræddur! Ég er hræddur um hvaða áhrif laxeldi hefur á þau hundruð áa sem á Íslandi renna. Ég veit að reynsla annarra þjóða af laxeldi er slæm hvað varðar umhverfismengun, sjúkdóma, slysasleppingar og erfðablöndun. Ég veit að á Íslandi eigum við eitthvað sem er algerlega einstakt í heiminum, sem eru fiskistofnarnir okkar. Ég veit að samkvæmt lögum ber okkur að vernda þær dýrategundir sem eru á Íslandi og teljast íslenskar fyrir framandi tegundum. Ég veit að fáar greinar dreifa arði út um byggðir landsins jafn vel og silungs- og laxveiði, því yfir 1.500 fjölskyldur í sveitum landsins njóta arðgreiðslna af veiði. Ég veit að á Íslandi eru tugir þúsunda manna sem leggja stund á stangveiði og hafa ánægju af. Ég veit að laxar geta auðveldlega ferðast hundruð og jafnvel þúsundir kílómetra. Það gera eldislaxar líka. Því eru allar ár á Íslandi í áhættuhópi fyrir þeim vágestum sem eldisfiskar eru. Ég veit að ef menn gætu ferðast aftur í tímann myndu þeir ekki fara í minkaeldi á Íslandi. Samt átti minkurinn ekki að sleppa og áhættan átti að vera lítil og tæknin vaxandi og góð. Ég veit að í tugum sveita landið um kring er mikil atvinnustarfsemi í kringum stangveiði sem skiptir heimamenn miklu máli. Ég er hlynntur fjölbreyttri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni en tel að menn þurfi að stíga varlega til jarðar. Við megum ekki vinna tjón sem ekki verður aftur tekið. Náttúra Íslands og lífríki er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er leiðsögumaður, veiðiréttarhafi, landeigandi, sveitarstjórnarmaður og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sá ágæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið í síðustu viku sem kannski mætti hafa gaman af ef ekki lægi svo mikið undir. Aðallega er hann að ræða í gífuryrðum um meint gífuryrði annarra án þess að leggja fram nokkur rök en er samt ofandottinn af meintu rökfærsluleysi þeirra er hann ritar gegn. Það eina sem er hans haldreipi er „mat“ Hafrannsóknastofnunar, stofnunar sem ekki hafði hugmynd um að 160 þúsund laxaseiðum var sleppt úr sjókví í Tálknafirði og ollu erfðamengun í nærliggjandi á. Ekkert kemur fram í greininni hvernig þetta „mat“ Hafrannsóknastofnunar var unnið. Nú er það svo að ég er ekki sérfræðingur á sviði laxeldis (frekar en Einar K.) en ég veit samt að ég er hræddur! Ég er hræddur um hvaða áhrif laxeldi hefur á þau hundruð áa sem á Íslandi renna. Ég veit að reynsla annarra þjóða af laxeldi er slæm hvað varðar umhverfismengun, sjúkdóma, slysasleppingar og erfðablöndun. Ég veit að á Íslandi eigum við eitthvað sem er algerlega einstakt í heiminum, sem eru fiskistofnarnir okkar. Ég veit að samkvæmt lögum ber okkur að vernda þær dýrategundir sem eru á Íslandi og teljast íslenskar fyrir framandi tegundum. Ég veit að fáar greinar dreifa arði út um byggðir landsins jafn vel og silungs- og laxveiði, því yfir 1.500 fjölskyldur í sveitum landsins njóta arðgreiðslna af veiði. Ég veit að á Íslandi eru tugir þúsunda manna sem leggja stund á stangveiði og hafa ánægju af. Ég veit að laxar geta auðveldlega ferðast hundruð og jafnvel þúsundir kílómetra. Það gera eldislaxar líka. Því eru allar ár á Íslandi í áhættuhópi fyrir þeim vágestum sem eldisfiskar eru. Ég veit að ef menn gætu ferðast aftur í tímann myndu þeir ekki fara í minkaeldi á Íslandi. Samt átti minkurinn ekki að sleppa og áhættan átti að vera lítil og tæknin vaxandi og góð. Ég veit að í tugum sveita landið um kring er mikil atvinnustarfsemi í kringum stangveiði sem skiptir heimamenn miklu máli. Ég er hlynntur fjölbreyttri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni en tel að menn þurfi að stíga varlega til jarðar. Við megum ekki vinna tjón sem ekki verður aftur tekið. Náttúra Íslands og lífríki er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er leiðsögumaður, veiðiréttarhafi, landeigandi, sveitarstjórnarmaður og grunnskólakennari.
Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu. 1. ágúst 2017 06:00
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar