Matsuyama og Kisner deila toppsætinu á PGA-meistaramótinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. ágúst 2017 11:45 Matsuyama horfir á eftir upphafshöggi sínu í gær Vísir/getty Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama kom í hús á sjö höggum undir pari á öðrum degi PGA-meistaramótsins þrátt fyrir erfiðar aðstæður og deilir toppsætinu með Kevin Kisner eftir tvo hringi á þessu síðasta risamóti ársins. Var leik stöðvað í tæplega tvo tíma vegna veðurs á Quail Hollow-vellinum í Charlotte-borg í Norður Karólínu en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka við annan hringinn, þar á meðal Chris Shroud sem er þremur höggum á eftir efstu kylfingum. Matsuyama sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi átti besta hring gærdagsins en hann náði að jafna við Kisner á toppnum þrátt fyrir að heimamaðurinn kæmi í hús á fjórum höggum undir pari. Hefur hvorugur þeirra fagnað sigri á einu af fjórum stórmótunum en Matsuyama komst næst því á dögunum er hann hafnaði í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti árið 2015 er ekki langt undan á sex höggum undir pari en Jordan Spieth sem vantar aðeins þennan titil í safnið yfir risatitlana fjóra náði sér ekki á strik og er ellefu höggum eftir efstu kylfingum. Það var ekki aðeins Spieth sem náði sér ekki á strik í gær en Phil Mickelson komst ekki í gegn um niðurskurðinn á öðru stórmótinu í röð og er þetta í fyrsta sinn í 22 ár sem hann missir af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu. Þá komust kylfingar á borð við Sergio Garcia sem fagnaði sigri á Masters-mótinu, Justin Rose, Bubba Watson og fleiri góðir ekki í gegnum niðurskurðinn. Sýnt verður frá þriðja degi PGA-meistaramótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18.00. Golf Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama kom í hús á sjö höggum undir pari á öðrum degi PGA-meistaramótsins þrátt fyrir erfiðar aðstæður og deilir toppsætinu með Kevin Kisner eftir tvo hringi á þessu síðasta risamóti ársins. Var leik stöðvað í tæplega tvo tíma vegna veðurs á Quail Hollow-vellinum í Charlotte-borg í Norður Karólínu en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka við annan hringinn, þar á meðal Chris Shroud sem er þremur höggum á eftir efstu kylfingum. Matsuyama sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi átti besta hring gærdagsins en hann náði að jafna við Kisner á toppnum þrátt fyrir að heimamaðurinn kæmi í hús á fjórum höggum undir pari. Hefur hvorugur þeirra fagnað sigri á einu af fjórum stórmótunum en Matsuyama komst næst því á dögunum er hann hafnaði í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti árið 2015 er ekki langt undan á sex höggum undir pari en Jordan Spieth sem vantar aðeins þennan titil í safnið yfir risatitlana fjóra náði sér ekki á strik og er ellefu höggum eftir efstu kylfingum. Það var ekki aðeins Spieth sem náði sér ekki á strik í gær en Phil Mickelson komst ekki í gegn um niðurskurðinn á öðru stórmótinu í röð og er þetta í fyrsta sinn í 22 ár sem hann missir af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu. Þá komust kylfingar á borð við Sergio Garcia sem fagnaði sigri á Masters-mótinu, Justin Rose, Bubba Watson og fleiri góðir ekki í gegnum niðurskurðinn. Sýnt verður frá þriðja degi PGA-meistaramótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira