Sport

Ólýsanleg tilfinning á heimsleikunum í hestaíþróttum

Telma Tómasson skrifar
Íslendingar áttu sviðið í geysisterkum A-úrslitum í tölti T1 á heimsleikum í hestaíþróttum í Oirschot í Hollandi, hlutu gull, silfur og brons í greininni.

Afreksknapinn Jakob Svavar Sigurðsson sló í gegn á hryssunni Gloríu frá Skúfslæk, átti eina sína bestu sýningu til þessa uppskar lokaeinkunn 8,94 og fer hið eftirsótta tölthorn því aftur heim til Íslands. ,,Þetta er ólýsanleg tilfinning...ég hef unnið að þessu markvisst í tvö ár," sagði sigurvegarinn eftir verðlaunaafhendinguna.

Á síðustu heimsleikum árið 2015 í Danmörku hreppti íslenskur keppandi einnig gullið, en það var Kristín Lárusdóttir sem var fyrsta konan til að fara með sigur í þessari keppnisgrein. Óvenjulegt er í ár að sigurvegarinn sitji hryssu, ekki stóðhest eða gelding, sem er fátítt ef ekki í fyrsta sinn sem það gerist.

Annað sætið og silfrið kom í hlut margalds heimsmeistara í T1, Jóhanns R. Skúlasonar, sem sat Finnboga frá Minni-Reykjum og þriðja sætið fór einnig til Íslands, en bronsið hlaut Guðmundur Björgvinsson á Straumi frá Feti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.