Íslenska hagkerfið hefur breyst mikið á undanförnum árum Heimir Már Pétursson skrifar 4. ágúst 2017 14:15 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor. Vísir/GVA Vöruskiptajöfnuður Íslendinga hefur verið neikvæður í rúm tvö ár eftir að hafa verið jákvæður í fimm ár þar á undan. Þetta þýðir að Íslendingar eru að flytja mun meira inn af vörum en þeir flytja út, en prófessor í hagfræði segir þetta sýna að Ísland sé orðið efnahagslega líkara þróuðustu ríkjum en áður. Í júlímánuði fluttu Íslendingar út vörur fyrir 35,7 milljarða króna og fluttu inn vörur fyrir 57 milljarða. Mismunurinn er 21,4 milljarðar króna, sem þýðir að vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar var neikvæður um þá upphæð í júlí. Það er reyndar ekki nýtt að Íslendingar flytji út minni verðmæti í vörum en þeir flytja inn, því vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið neikvæður frá því í maí árið 2015, eða í rúm tvö ár. Í fimm ár þar á undan var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta sýni að þjónustutengd útflutningsstarfsemi sé að taka yfir af vöruútflutningi og ryðja vöruútflutningi til hliðar. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu ef forsendur að baki útflutningnum séu eðlilegar. „Það er að segja ef þarna er að endurspeglast aukin hagkvæmni í þjónustu samanborið við vöruframleiðslu. Þetta er þróun sem við höfum séð í mörgum öðrum þjóðfélögum. Þar sem umfang framleiðslu á einhverjum sem þú getur látið detta ofan á tána á þér er að minnka og þetta óáþreifanlega, þjónusta, ferðaþjónusta, hótelþjónusta og svo framvegis er að aukast að umfangi. Þannig að þetta er í takti við það sem við sjáum í öðrum þjóðfélögum,“ segir Þórólfur.Vaxtaverkir og aðlögunarkostnaðuríslenska hagkerfið sé að þessu leyti að verða líkara því sem þekkist í þróuðustu ríkjum heims. „Og minna líkt hráefnaframleiðslu þjóðfélögunum sem eru gjarnan kennd við þróunarlönd eða þriðja heiminn. Þannig að því markinu til er þetta merki um þroska. En það má ekki gleyma því að á meðan svona breytingar verða þá finna þeir sem eru í vöruframleiðslunni fyrir því að rekstur í þeim greinum verður erfiðari og þessu fylgja vaxtaverkir og aðlögunarkostnaður,“ segir Þórólfur. Það sé hins vegar hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þessi breyting eða aðlögun verði ekki of dýru verði keypt fyrir framleiðslugreinarnar. Frá hruni hefur orðið mikil breyting á efnahagskerfinu með hröðum vexti ferðaþjónustunnar og þar með þjónustuútflutningi sem er orðinn stærstur hluti útflutnings þjóðarinnar á nokkrum árum. Hvernig árar í ferðaþjónustunni skiptir þjóðarbúið því meira máli en áður. „Við erum orðin viðkvæmari fyrir því sama og aðrir eru viðkvæmir fyrir. Ferðalög ráðast af tekjum og efnahag fólks. Þannig að þegar herðir á dalnum annars staðar finnum við fyrr fyrir því en við höfum gert,“ segir Þórólfur Matthíasson. Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Vöruskiptajöfnuður Íslendinga hefur verið neikvæður í rúm tvö ár eftir að hafa verið jákvæður í fimm ár þar á undan. Þetta þýðir að Íslendingar eru að flytja mun meira inn af vörum en þeir flytja út, en prófessor í hagfræði segir þetta sýna að Ísland sé orðið efnahagslega líkara þróuðustu ríkjum en áður. Í júlímánuði fluttu Íslendingar út vörur fyrir 35,7 milljarða króna og fluttu inn vörur fyrir 57 milljarða. Mismunurinn er 21,4 milljarðar króna, sem þýðir að vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar var neikvæður um þá upphæð í júlí. Það er reyndar ekki nýtt að Íslendingar flytji út minni verðmæti í vörum en þeir flytja inn, því vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið neikvæður frá því í maí árið 2015, eða í rúm tvö ár. Í fimm ár þar á undan var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta sýni að þjónustutengd útflutningsstarfsemi sé að taka yfir af vöruútflutningi og ryðja vöruútflutningi til hliðar. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu ef forsendur að baki útflutningnum séu eðlilegar. „Það er að segja ef þarna er að endurspeglast aukin hagkvæmni í þjónustu samanborið við vöruframleiðslu. Þetta er þróun sem við höfum séð í mörgum öðrum þjóðfélögum. Þar sem umfang framleiðslu á einhverjum sem þú getur látið detta ofan á tána á þér er að minnka og þetta óáþreifanlega, þjónusta, ferðaþjónusta, hótelþjónusta og svo framvegis er að aukast að umfangi. Þannig að þetta er í takti við það sem við sjáum í öðrum þjóðfélögum,“ segir Þórólfur.Vaxtaverkir og aðlögunarkostnaðuríslenska hagkerfið sé að þessu leyti að verða líkara því sem þekkist í þróuðustu ríkjum heims. „Og minna líkt hráefnaframleiðslu þjóðfélögunum sem eru gjarnan kennd við þróunarlönd eða þriðja heiminn. Þannig að því markinu til er þetta merki um þroska. En það má ekki gleyma því að á meðan svona breytingar verða þá finna þeir sem eru í vöruframleiðslunni fyrir því að rekstur í þeim greinum verður erfiðari og þessu fylgja vaxtaverkir og aðlögunarkostnaður,“ segir Þórólfur. Það sé hins vegar hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þessi breyting eða aðlögun verði ekki of dýru verði keypt fyrir framleiðslugreinarnar. Frá hruni hefur orðið mikil breyting á efnahagskerfinu með hröðum vexti ferðaþjónustunnar og þar með þjónustuútflutningi sem er orðinn stærstur hluti útflutnings þjóðarinnar á nokkrum árum. Hvernig árar í ferðaþjónustunni skiptir þjóðarbúið því meira máli en áður. „Við erum orðin viðkvæmari fyrir því sama og aðrir eru viðkvæmir fyrir. Ferðalög ráðast af tekjum og efnahag fólks. Þannig að þegar herðir á dalnum annars staðar finnum við fyrr fyrir því en við höfum gert,“ segir Þórólfur Matthíasson.
Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira