Íslenska hagkerfið hefur breyst mikið á undanförnum árum Heimir Már Pétursson skrifar 4. ágúst 2017 14:15 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor. Vísir/GVA Vöruskiptajöfnuður Íslendinga hefur verið neikvæður í rúm tvö ár eftir að hafa verið jákvæður í fimm ár þar á undan. Þetta þýðir að Íslendingar eru að flytja mun meira inn af vörum en þeir flytja út, en prófessor í hagfræði segir þetta sýna að Ísland sé orðið efnahagslega líkara þróuðustu ríkjum en áður. Í júlímánuði fluttu Íslendingar út vörur fyrir 35,7 milljarða króna og fluttu inn vörur fyrir 57 milljarða. Mismunurinn er 21,4 milljarðar króna, sem þýðir að vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar var neikvæður um þá upphæð í júlí. Það er reyndar ekki nýtt að Íslendingar flytji út minni verðmæti í vörum en þeir flytja inn, því vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið neikvæður frá því í maí árið 2015, eða í rúm tvö ár. Í fimm ár þar á undan var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta sýni að þjónustutengd útflutningsstarfsemi sé að taka yfir af vöruútflutningi og ryðja vöruútflutningi til hliðar. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu ef forsendur að baki útflutningnum séu eðlilegar. „Það er að segja ef þarna er að endurspeglast aukin hagkvæmni í þjónustu samanborið við vöruframleiðslu. Þetta er þróun sem við höfum séð í mörgum öðrum þjóðfélögum. Þar sem umfang framleiðslu á einhverjum sem þú getur látið detta ofan á tána á þér er að minnka og þetta óáþreifanlega, þjónusta, ferðaþjónusta, hótelþjónusta og svo framvegis er að aukast að umfangi. Þannig að þetta er í takti við það sem við sjáum í öðrum þjóðfélögum,“ segir Þórólfur.Vaxtaverkir og aðlögunarkostnaðuríslenska hagkerfið sé að þessu leyti að verða líkara því sem þekkist í þróuðustu ríkjum heims. „Og minna líkt hráefnaframleiðslu þjóðfélögunum sem eru gjarnan kennd við þróunarlönd eða þriðja heiminn. Þannig að því markinu til er þetta merki um þroska. En það má ekki gleyma því að á meðan svona breytingar verða þá finna þeir sem eru í vöruframleiðslunni fyrir því að rekstur í þeim greinum verður erfiðari og þessu fylgja vaxtaverkir og aðlögunarkostnaður,“ segir Þórólfur. Það sé hins vegar hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þessi breyting eða aðlögun verði ekki of dýru verði keypt fyrir framleiðslugreinarnar. Frá hruni hefur orðið mikil breyting á efnahagskerfinu með hröðum vexti ferðaþjónustunnar og þar með þjónustuútflutningi sem er orðinn stærstur hluti útflutnings þjóðarinnar á nokkrum árum. Hvernig árar í ferðaþjónustunni skiptir þjóðarbúið því meira máli en áður. „Við erum orðin viðkvæmari fyrir því sama og aðrir eru viðkvæmir fyrir. Ferðalög ráðast af tekjum og efnahag fólks. Þannig að þegar herðir á dalnum annars staðar finnum við fyrr fyrir því en við höfum gert,“ segir Þórólfur Matthíasson. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Vöruskiptajöfnuður Íslendinga hefur verið neikvæður í rúm tvö ár eftir að hafa verið jákvæður í fimm ár þar á undan. Þetta þýðir að Íslendingar eru að flytja mun meira inn af vörum en þeir flytja út, en prófessor í hagfræði segir þetta sýna að Ísland sé orðið efnahagslega líkara þróuðustu ríkjum en áður. Í júlímánuði fluttu Íslendingar út vörur fyrir 35,7 milljarða króna og fluttu inn vörur fyrir 57 milljarða. Mismunurinn er 21,4 milljarðar króna, sem þýðir að vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar var neikvæður um þá upphæð í júlí. Það er reyndar ekki nýtt að Íslendingar flytji út minni verðmæti í vörum en þeir flytja inn, því vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið neikvæður frá því í maí árið 2015, eða í rúm tvö ár. Í fimm ár þar á undan var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta sýni að þjónustutengd útflutningsstarfsemi sé að taka yfir af vöruútflutningi og ryðja vöruútflutningi til hliðar. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu ef forsendur að baki útflutningnum séu eðlilegar. „Það er að segja ef þarna er að endurspeglast aukin hagkvæmni í þjónustu samanborið við vöruframleiðslu. Þetta er þróun sem við höfum séð í mörgum öðrum þjóðfélögum. Þar sem umfang framleiðslu á einhverjum sem þú getur látið detta ofan á tána á þér er að minnka og þetta óáþreifanlega, þjónusta, ferðaþjónusta, hótelþjónusta og svo framvegis er að aukast að umfangi. Þannig að þetta er í takti við það sem við sjáum í öðrum þjóðfélögum,“ segir Þórólfur.Vaxtaverkir og aðlögunarkostnaðuríslenska hagkerfið sé að þessu leyti að verða líkara því sem þekkist í þróuðustu ríkjum heims. „Og minna líkt hráefnaframleiðslu þjóðfélögunum sem eru gjarnan kennd við þróunarlönd eða þriðja heiminn. Þannig að því markinu til er þetta merki um þroska. En það má ekki gleyma því að á meðan svona breytingar verða þá finna þeir sem eru í vöruframleiðslunni fyrir því að rekstur í þeim greinum verður erfiðari og þessu fylgja vaxtaverkir og aðlögunarkostnaður,“ segir Þórólfur. Það sé hins vegar hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þessi breyting eða aðlögun verði ekki of dýru verði keypt fyrir framleiðslugreinarnar. Frá hruni hefur orðið mikil breyting á efnahagskerfinu með hröðum vexti ferðaþjónustunnar og þar með þjónustuútflutningi sem er orðinn stærstur hluti útflutnings þjóðarinnar á nokkrum árum. Hvernig árar í ferðaþjónustunni skiptir þjóðarbúið því meira máli en áður. „Við erum orðin viðkvæmari fyrir því sama og aðrir eru viðkvæmir fyrir. Ferðalög ráðast af tekjum og efnahag fólks. Þannig að þegar herðir á dalnum annars staðar finnum við fyrr fyrir því en við höfum gert,“ segir Þórólfur Matthíasson.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira