
LaVar Ball lét skipta um dómara sem gaf honum tæknivillu

Þessi 48 ára kjaftaksur hótaði því í gær að taka lið sitt af velli í æfingaleik vegna óánægju með dómgæsluna.
Ball var sérstaklega ósáttur með kvenkyns dómara sem gaf honum tæknivillu og krafðist þess að henni yrði skipt út.
Mótshaldarar urðu við þessari ósk Balls sem telur að umræddur dómari hafi eitthvað á móti sér.
Ball var þó ekki hættur og fékk aðra tæknivillu seinna í leiknum og var rekinn út úr húsi. Leikurinn var jafnframt blásinn af í stöðunni 53-43 fyrir lið Balls.
Sonur Balls, Lonzo Ball, var valinn af Los Angeles Lakers í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Hætt er við því að sá gamli láti eitthvað í sér heyra þegar tímabilið í NBA hefst.
Tengdar fréttir

Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn
NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra.

Ekki hægt að vinna titil með þrjá hvíta gaura í liðinu
Umdeildi körfuboltapabbinn, LaVar Ball, heldur áfram að gera allt vitlaust í Bandaríkjunum með ummælum sínum.

Steve Kerr: LaVar Ball er ekki að hjálpa strákunum sínum mikið
LaVar Ball hefur verið duglegur að draga að sér athygli í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu en hann á faðir þriggja af efnilegri körfuboltastrákaum Bandaríkjanna.

Taldi sig geta unnið Jordan í 1 á 1 en svona væri niðurstaðan | Myndband
Charles Barkley reyndi í síðustu viku að þagga niðri í LaVar Ball montnasta körfuboltapabba Bandaríkjanna með því að gera grín af því að Ball hafi aðeins skorað tvö stig að meðaltali í leik í háskóla.

LeBron: Ekki dirfast að tala um börnin mín
Umdeildasti pabbinn í bandarísku íþróttalífi í dag, LaVar Ball, hefur náð þeim áfanga að æsa sjálfan LeBron James upp.

Lonzo Ball endaði hjá Lakers
Efnilegur leikstjórnandi sem er þó líklega frægastur fyrir að eiga kjaftforan föður.

Montnasti körfuboltapabbi Bandaríkjanna er svona lélegur í körfubolta | Myndband
LaVar Ball hefur verið mikið í fréttunum í Bandaríkjunum undanfarnar vikur.

Facebook ætlar að gera raunveruleikaþætti um Ball-fjölskylduna
Athyglissjúki körfuboltapabbinn LaVar Ball er búinn að landa samningi um raunveruleikaþátt um sig og fjölskyldu sína. Það gerði hann við Facebook.

Fékk sekt fyrir að segja Ball að fokka sér
Körfuboltapabbinn stóryrti, LaVar Ball, fer í taugarnar á mörgum og menn eru óhræddir við að láta hann heyra það.

Montnasti körfuboltapabbi Bandaríkjanna: LeBron er viðkvæmur
Hinum umdeilda LaVar Ball tókst að reita sjálfan LeBron James með ummælum sínum á dögunum. Það fauk í James þegar Ball fór að tala um börnin hans.

Óþolandi körfuboltapabbinn selur dýrari skó en Nike
Körfuboltapabbinn LaVar Ball er mikið á milli tannanna á fólki og þá aðallega þar sem hegðun hans fer ótrúlega í taugarnar á fólki.

Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá
LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm.