Skortur á talsmönnum Stjórnarmaðurinn skrifar 10. júlí 2017 12:00 Algengt er að talað sé niður til Evrópusambandsins í ræðu og riti. Það á ekki bara við á Íslandi, heldur einnig til að mynda í Bretlandi og Bandaríkjum þar sem ríkjandi stjórnvöld virðast hafa horn í síðu sambandsins. Nú er ESB ekki þjóðríki, heldur ríkjasamband sem einkum er haldið saman af bjúrókratískum öflum. Fáir skilgreina sig fyrst og síðast sem Evrópubúa, og þar af leiðandi krauma ekki undir niðri sömu kraftar og valda því að menn grípa til varna fyrir land sitt jafnvel þótt málstaðnum geti verið ábótavant. Afstaða fólks sem hliðhollt er ESB byggist þannig yfirleitt á köldu hagsmunamati, en afstaða andstæðinga sambandsins á það til að grundvallast á tilfinningum frekar en rökum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er í raun birtingarmynd stórbættra samskipta í álfunni. Í dag þykir til dæmis fjarstæðukennt að stórþjóðir Evrópu heyi styrjaldir sín á milli, en eins og flestir vita þá er það sannkallað nýmæli í sögunni. Sögu Evrópu frá styrjaldarlokum má sömuleiðis kalla efnahagslegt kraftaverk. Álfan var rústir einar eftir stríð en nú eru lífskjör betri að meðaltali en í Bandaríkjunum, sem er nokkuð sem hefði þótt óhugsandi á eftirstríðsárunum. Athyglisvert er að leiða hugann að þessu nú þegar fer að draga til tíðinda í Brexit viðræðunum. Í kosningabaráttunni var því sýknt og heilagt haldið fram að ESB stæði á brauðfótum í efnahagslegu tilliti og réði alls ekki við flóttamannavandann. Hvort tveggja reyndist þvættingur – hagkerfi evrusvæðisins óx um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en Breta einungis um 0,2%. Þá hefur mikill árangur náðst í atvinnusköpun innan sambandsins og hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2009. Því er fátt sem bendir til þess að ESB sé að liðast í sundur eða að evran sé handónýtur gjaldmiðill eins og gjarnan heyrist fleygt. Er því nema von að í Bretlandi sé nú mikil andstaða við að ganga úr sambandinu? Sennilega verður ferlinu ekki snúið við úr þessu – kjósendur skutu sig í fótinn – en margt bendir til þess að Brexit verði einungis að nafninu til. Við Íslendingar ættum að læra af raunum Breta nú þegar við bíðum eftir að okkar ofursterka króna fari að bíta fólk og fyrirtæki svo undan svíði. ESB á sér kannski ekki marga ástríðufulla talsmenn. Það er samt eitthvert mesta pólitíska og efnahagslega afrek síðustu aldar, og hvað okkur Íslendinga snertir er evran okkar langraunhæfasti kostur í gjaldmiðilsmálum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Algengt er að talað sé niður til Evrópusambandsins í ræðu og riti. Það á ekki bara við á Íslandi, heldur einnig til að mynda í Bretlandi og Bandaríkjum þar sem ríkjandi stjórnvöld virðast hafa horn í síðu sambandsins. Nú er ESB ekki þjóðríki, heldur ríkjasamband sem einkum er haldið saman af bjúrókratískum öflum. Fáir skilgreina sig fyrst og síðast sem Evrópubúa, og þar af leiðandi krauma ekki undir niðri sömu kraftar og valda því að menn grípa til varna fyrir land sitt jafnvel þótt málstaðnum geti verið ábótavant. Afstaða fólks sem hliðhollt er ESB byggist þannig yfirleitt á köldu hagsmunamati, en afstaða andstæðinga sambandsins á það til að grundvallast á tilfinningum frekar en rökum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er í raun birtingarmynd stórbættra samskipta í álfunni. Í dag þykir til dæmis fjarstæðukennt að stórþjóðir Evrópu heyi styrjaldir sín á milli, en eins og flestir vita þá er það sannkallað nýmæli í sögunni. Sögu Evrópu frá styrjaldarlokum má sömuleiðis kalla efnahagslegt kraftaverk. Álfan var rústir einar eftir stríð en nú eru lífskjör betri að meðaltali en í Bandaríkjunum, sem er nokkuð sem hefði þótt óhugsandi á eftirstríðsárunum. Athyglisvert er að leiða hugann að þessu nú þegar fer að draga til tíðinda í Brexit viðræðunum. Í kosningabaráttunni var því sýknt og heilagt haldið fram að ESB stæði á brauðfótum í efnahagslegu tilliti og réði alls ekki við flóttamannavandann. Hvort tveggja reyndist þvættingur – hagkerfi evrusvæðisins óx um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en Breta einungis um 0,2%. Þá hefur mikill árangur náðst í atvinnusköpun innan sambandsins og hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2009. Því er fátt sem bendir til þess að ESB sé að liðast í sundur eða að evran sé handónýtur gjaldmiðill eins og gjarnan heyrist fleygt. Er því nema von að í Bretlandi sé nú mikil andstaða við að ganga úr sambandinu? Sennilega verður ferlinu ekki snúið við úr þessu – kjósendur skutu sig í fótinn – en margt bendir til þess að Brexit verði einungis að nafninu til. Við Íslendingar ættum að læra af raunum Breta nú þegar við bíðum eftir að okkar ofursterka króna fari að bíta fólk og fyrirtæki svo undan svíði. ESB á sér kannski ekki marga ástríðufulla talsmenn. Það er samt eitthvert mesta pólitíska og efnahagslega afrek síðustu aldar, og hvað okkur Íslendinga snertir er evran okkar langraunhæfasti kostur í gjaldmiðilsmálum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira