Skortur á talsmönnum Stjórnarmaðurinn skrifar 10. júlí 2017 12:00 Algengt er að talað sé niður til Evrópusambandsins í ræðu og riti. Það á ekki bara við á Íslandi, heldur einnig til að mynda í Bretlandi og Bandaríkjum þar sem ríkjandi stjórnvöld virðast hafa horn í síðu sambandsins. Nú er ESB ekki þjóðríki, heldur ríkjasamband sem einkum er haldið saman af bjúrókratískum öflum. Fáir skilgreina sig fyrst og síðast sem Evrópubúa, og þar af leiðandi krauma ekki undir niðri sömu kraftar og valda því að menn grípa til varna fyrir land sitt jafnvel þótt málstaðnum geti verið ábótavant. Afstaða fólks sem hliðhollt er ESB byggist þannig yfirleitt á köldu hagsmunamati, en afstaða andstæðinga sambandsins á það til að grundvallast á tilfinningum frekar en rökum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er í raun birtingarmynd stórbættra samskipta í álfunni. Í dag þykir til dæmis fjarstæðukennt að stórþjóðir Evrópu heyi styrjaldir sín á milli, en eins og flestir vita þá er það sannkallað nýmæli í sögunni. Sögu Evrópu frá styrjaldarlokum má sömuleiðis kalla efnahagslegt kraftaverk. Álfan var rústir einar eftir stríð en nú eru lífskjör betri að meðaltali en í Bandaríkjunum, sem er nokkuð sem hefði þótt óhugsandi á eftirstríðsárunum. Athyglisvert er að leiða hugann að þessu nú þegar fer að draga til tíðinda í Brexit viðræðunum. Í kosningabaráttunni var því sýknt og heilagt haldið fram að ESB stæði á brauðfótum í efnahagslegu tilliti og réði alls ekki við flóttamannavandann. Hvort tveggja reyndist þvættingur – hagkerfi evrusvæðisins óx um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en Breta einungis um 0,2%. Þá hefur mikill árangur náðst í atvinnusköpun innan sambandsins og hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2009. Því er fátt sem bendir til þess að ESB sé að liðast í sundur eða að evran sé handónýtur gjaldmiðill eins og gjarnan heyrist fleygt. Er því nema von að í Bretlandi sé nú mikil andstaða við að ganga úr sambandinu? Sennilega verður ferlinu ekki snúið við úr þessu – kjósendur skutu sig í fótinn – en margt bendir til þess að Brexit verði einungis að nafninu til. Við Íslendingar ættum að læra af raunum Breta nú þegar við bíðum eftir að okkar ofursterka króna fari að bíta fólk og fyrirtæki svo undan svíði. ESB á sér kannski ekki marga ástríðufulla talsmenn. Það er samt eitthvert mesta pólitíska og efnahagslega afrek síðustu aldar, og hvað okkur Íslendinga snertir er evran okkar langraunhæfasti kostur í gjaldmiðilsmálum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Algengt er að talað sé niður til Evrópusambandsins í ræðu og riti. Það á ekki bara við á Íslandi, heldur einnig til að mynda í Bretlandi og Bandaríkjum þar sem ríkjandi stjórnvöld virðast hafa horn í síðu sambandsins. Nú er ESB ekki þjóðríki, heldur ríkjasamband sem einkum er haldið saman af bjúrókratískum öflum. Fáir skilgreina sig fyrst og síðast sem Evrópubúa, og þar af leiðandi krauma ekki undir niðri sömu kraftar og valda því að menn grípa til varna fyrir land sitt jafnvel þótt málstaðnum geti verið ábótavant. Afstaða fólks sem hliðhollt er ESB byggist þannig yfirleitt á köldu hagsmunamati, en afstaða andstæðinga sambandsins á það til að grundvallast á tilfinningum frekar en rökum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er í raun birtingarmynd stórbættra samskipta í álfunni. Í dag þykir til dæmis fjarstæðukennt að stórþjóðir Evrópu heyi styrjaldir sín á milli, en eins og flestir vita þá er það sannkallað nýmæli í sögunni. Sögu Evrópu frá styrjaldarlokum má sömuleiðis kalla efnahagslegt kraftaverk. Álfan var rústir einar eftir stríð en nú eru lífskjör betri að meðaltali en í Bandaríkjunum, sem er nokkuð sem hefði þótt óhugsandi á eftirstríðsárunum. Athyglisvert er að leiða hugann að þessu nú þegar fer að draga til tíðinda í Brexit viðræðunum. Í kosningabaráttunni var því sýknt og heilagt haldið fram að ESB stæði á brauðfótum í efnahagslegu tilliti og réði alls ekki við flóttamannavandann. Hvort tveggja reyndist þvættingur – hagkerfi evrusvæðisins óx um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en Breta einungis um 0,2%. Þá hefur mikill árangur náðst í atvinnusköpun innan sambandsins og hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2009. Því er fátt sem bendir til þess að ESB sé að liðast í sundur eða að evran sé handónýtur gjaldmiðill eins og gjarnan heyrist fleygt. Er því nema von að í Bretlandi sé nú mikil andstaða við að ganga úr sambandinu? Sennilega verður ferlinu ekki snúið við úr þessu – kjósendur skutu sig í fótinn – en margt bendir til þess að Brexit verði einungis að nafninu til. Við Íslendingar ættum að læra af raunum Breta nú þegar við bíðum eftir að okkar ofursterka króna fari að bíta fólk og fyrirtæki svo undan svíði. ESB á sér kannski ekki marga ástríðufulla talsmenn. Það er samt eitthvert mesta pólitíska og efnahagslega afrek síðustu aldar, og hvað okkur Íslendinga snertir er evran okkar langraunhæfasti kostur í gjaldmiðilsmálum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira