Lögfræði eða leikjafræði? Jónas Sigurgeirsson skrifar 19. júlí 2017 07:00 Í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða Marple-máli var fangelsisdómur þyngdur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings banka. Dómurinn, sem kveðinn er upp tæpum áratug eftir umþrætta atburði, markar ákveðin þáttaskil í íslenskri réttarfarssögu þar sem í fyrsta sinn er farið út fyrir hámarksrefsiramma, sex ára fangelsi, fyrir efnahagsbrot. Einkar athyglisvert er að þessi tímamótadómur um þyngingu refsingar verður við endurupptöku máls sem Hæstiréttur hafði áður ógilt vegna vanhæfis sérfróðs meðdómara.Forsaga vanhæfisÞað var á opnum fundi í Háskóla Íslands um nýjar heimildir um fjármálahrunið í janúar 2015 sem ég sá fyrst Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði. Þar hafði hann sig í frammi og mátti heyra að hann bar þungan hug til bankamanna og virtist lítt hrifinn af því að framsögumenn tækju upp mögulegar varnir fyrir þá. Framkoma hans vakti athygli mína og stuttu síðar, fyrir algera tilviljun, bar nafn hans á góma þegar fyrrverandi nemandi hans fullyrti að hann hefði haldið því fram í kennslustund að bönkunum hefði verið stjórnað af glæpamönnum. Þegar nafn þessa sama Ásgeirs Brynjars Torfasonar birtist í fjölmiðlum, í september 2015, um að hann væri sérfróður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur að ósk Símonar Sigvaldasonar, dómara í Marple-máli sérstaks saksóknara gegn forsvarsmönnum Kaupþings banka, hafði ég samband við Hreiðar Má og benti honum á vanhæfið. Hreiðar Már hafði strax samband við verjanda sinn en málflutningi var þá nýlega lokið. Í kjölfarið fundu verjendur eitt og annað sérkennilegt á samfélagsmiðlum um afstöðu Ásgeirs Brynjars gagnvart bankamönnum og kröfðust þess í kjölfarið að dómarinn viki sæti og málflutningur yrði endurtekinn. Símon Sigvaldason, sem var dómsformaður í málinu, lét þessar kröfur sem vind um eyru þjóta og felldi þungan dóm yfir sakborningum. Nokkrum mánuðum síðar sló Hæstiréttur hins vegar á fingur Símonar og ógilti dóminn vegna augljóss vanhæfis Ásgeirs Brynjars. Tugmilljóna króna kostnaður vegna þessara mistaka lenti á ríkissjóði og varð því að flytja málið að nýju. Ásgeir Brynjar Torfason er stofnandi og stjórnarmaður í félaginu „Gagnsæi – samtök gegn spillingu“. Reynt er að tryggja óhlutdrægni dómstóla með lögum enda eru óvilhallir dómstólar einn helsti mælikvarði á spillingu í samfélögum. Dómurum, sem taka sæti í slíkum dómstól, ber skylda til samkvæmt reglum um gagnsæi að upplýsa um atvik sem eru til þess fallin að draga úr trausti fólks, sem á frelsi sitt undir niðurstöðunni, til hlutlægni þeirra. Þessi augljósu sannindi virðast bæði vefjast fyrir stjórnarmanni Gagnsæis og Símoni Sigvaldasyni dómsformanni.Er hægt að treysta á óhæði dómara? Málið var endurflutt nú í byrjun júní. Kröfum verjenda sakborninga um að Símon Sigvaldason viki sæti í málinu vegna fyrri afstöðu og nýir dómarar kæmu að því voru virtar að vettugi. Nýr dómur í Marple-málinu var birtur nú í byrjun júlí. Hann er samhljóða fyrri dómi í öllum atriðum nema því að refsing yfir Hreiðari Má er þyngd. Sú spurning vaknar því óhjákvæmilega hvort það hafi verið slæm mistök hjá mér að láta fyrrverandi starfsfélaga vita af því að sérfróður meðdómari í máli hans væri vanhæfur. Hvort í dómsorði felist þau skilaboð til lögmanna að allar ábendingar um vanhæfi dómara séu illa séðar og mögulega látnar bitna á skjólstæðingum þeirra? Með dómnum var farið út fyrir refsimörk sem mögulega kann að leiða til þyngri refsingar yfir þeim sem enn bíða dóms níu árum eftir fall bankanna. Ef ábending um augljóst vanhæfi leiðir til þyngingar dóma, þá er þetta ekki lengur lögfræði, heldur einhvers konar leikjafræði sem jaðrar við valdníðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þremenningar dæmdir skaðabótaskyldir í Marple-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi kröfu þrotabús Kaupþings um að Hreiðar Már Sigurðsson, Skúli Þorvaldsson og Magnús Guðmundsson sé skaðabótaskyldir vegna tjóns bankans af viðskiptum við félagið Marple Holding. 4. júlí 2017 17:52 Marple-málið: Dómur yfir Hreiðari Má þyngdur Þyngsti dómurinn hljóðar upp á átján mánaða fangelsi. 4. júlí 2017 14:15 Mest lesið Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða Marple-máli var fangelsisdómur þyngdur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings banka. Dómurinn, sem kveðinn er upp tæpum áratug eftir umþrætta atburði, markar ákveðin þáttaskil í íslenskri réttarfarssögu þar sem í fyrsta sinn er farið út fyrir hámarksrefsiramma, sex ára fangelsi, fyrir efnahagsbrot. Einkar athyglisvert er að þessi tímamótadómur um þyngingu refsingar verður við endurupptöku máls sem Hæstiréttur hafði áður ógilt vegna vanhæfis sérfróðs meðdómara.Forsaga vanhæfisÞað var á opnum fundi í Háskóla Íslands um nýjar heimildir um fjármálahrunið í janúar 2015 sem ég sá fyrst Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði. Þar hafði hann sig í frammi og mátti heyra að hann bar þungan hug til bankamanna og virtist lítt hrifinn af því að framsögumenn tækju upp mögulegar varnir fyrir þá. Framkoma hans vakti athygli mína og stuttu síðar, fyrir algera tilviljun, bar nafn hans á góma þegar fyrrverandi nemandi hans fullyrti að hann hefði haldið því fram í kennslustund að bönkunum hefði verið stjórnað af glæpamönnum. Þegar nafn þessa sama Ásgeirs Brynjars Torfasonar birtist í fjölmiðlum, í september 2015, um að hann væri sérfróður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur að ósk Símonar Sigvaldasonar, dómara í Marple-máli sérstaks saksóknara gegn forsvarsmönnum Kaupþings banka, hafði ég samband við Hreiðar Má og benti honum á vanhæfið. Hreiðar Már hafði strax samband við verjanda sinn en málflutningi var þá nýlega lokið. Í kjölfarið fundu verjendur eitt og annað sérkennilegt á samfélagsmiðlum um afstöðu Ásgeirs Brynjars gagnvart bankamönnum og kröfðust þess í kjölfarið að dómarinn viki sæti og málflutningur yrði endurtekinn. Símon Sigvaldason, sem var dómsformaður í málinu, lét þessar kröfur sem vind um eyru þjóta og felldi þungan dóm yfir sakborningum. Nokkrum mánuðum síðar sló Hæstiréttur hins vegar á fingur Símonar og ógilti dóminn vegna augljóss vanhæfis Ásgeirs Brynjars. Tugmilljóna króna kostnaður vegna þessara mistaka lenti á ríkissjóði og varð því að flytja málið að nýju. Ásgeir Brynjar Torfason er stofnandi og stjórnarmaður í félaginu „Gagnsæi – samtök gegn spillingu“. Reynt er að tryggja óhlutdrægni dómstóla með lögum enda eru óvilhallir dómstólar einn helsti mælikvarði á spillingu í samfélögum. Dómurum, sem taka sæti í slíkum dómstól, ber skylda til samkvæmt reglum um gagnsæi að upplýsa um atvik sem eru til þess fallin að draga úr trausti fólks, sem á frelsi sitt undir niðurstöðunni, til hlutlægni þeirra. Þessi augljósu sannindi virðast bæði vefjast fyrir stjórnarmanni Gagnsæis og Símoni Sigvaldasyni dómsformanni.Er hægt að treysta á óhæði dómara? Málið var endurflutt nú í byrjun júní. Kröfum verjenda sakborninga um að Símon Sigvaldason viki sæti í málinu vegna fyrri afstöðu og nýir dómarar kæmu að því voru virtar að vettugi. Nýr dómur í Marple-málinu var birtur nú í byrjun júlí. Hann er samhljóða fyrri dómi í öllum atriðum nema því að refsing yfir Hreiðari Má er þyngd. Sú spurning vaknar því óhjákvæmilega hvort það hafi verið slæm mistök hjá mér að láta fyrrverandi starfsfélaga vita af því að sérfróður meðdómari í máli hans væri vanhæfur. Hvort í dómsorði felist þau skilaboð til lögmanna að allar ábendingar um vanhæfi dómara séu illa séðar og mögulega látnar bitna á skjólstæðingum þeirra? Með dómnum var farið út fyrir refsimörk sem mögulega kann að leiða til þyngri refsingar yfir þeim sem enn bíða dóms níu árum eftir fall bankanna. Ef ábending um augljóst vanhæfi leiðir til þyngingar dóma, þá er þetta ekki lengur lögfræði, heldur einhvers konar leikjafræði sem jaðrar við valdníðslu.
Þremenningar dæmdir skaðabótaskyldir í Marple-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi kröfu þrotabús Kaupþings um að Hreiðar Már Sigurðsson, Skúli Þorvaldsson og Magnús Guðmundsson sé skaðabótaskyldir vegna tjóns bankans af viðskiptum við félagið Marple Holding. 4. júlí 2017 17:52
Marple-málið: Dómur yfir Hreiðari Má þyngdur Þyngsti dómurinn hljóðar upp á átján mánaða fangelsi. 4. júlí 2017 14:15
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun