Hlutfall reiðufjár í umferð hér með því minnsta sem þekkist Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Hugmynd sem fjármálaráherra kynnti um að taka stóra peningaseðla úr umferð mætti andstöðu. VÍSIR/VILHELM Alls eru tæplega 50 milljarðar af 5 og 10 þúsund króna seðlum í umferð hér á landi. Það eru tæplega 87 prósent af öllum seðlum í umferð og tæp 82 prósent af öllu reiðufé í umferð hér á landi. Starfshópar á vegum fjármálaráðuneytisins skiluðu í fyrradag skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Meðal hugmynda í skýrslunum var að hætta notkun 5 og 10 þúsund króna seðla og fjölga minni seðlum á móti. Þá var einnig lagt til að Seðlabankinn, eða annar opinber aðili, kæmi til með að sjá um útgáfu greiðslukorta. Hlutfall reiðufjár í umferð er oft metið sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið hér á landi hefur yfirleitt verið frekar lágt en aldarfjórðunginn fyrir hrun var það til að mynda yfirleitt í kringum eitt prósent. Eftir að hrunið skall á var það aukið og hefur að undanförnu verið 2,25 prósent. Hlutfallið er með því lægsta sem þekkist en það er til að mynda um níu prósent á Evrusvæðinu, um sjö prósent í Bandaríkjunum og fjögur prósent á Bretlandseyjum. Þegar niðurstöður starfshópanna voru kynntar sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, að verið væri að „lýsa bókstaflega yfir stríði“ gegn skattsvikum. Fulltrúa frá Seðlabanka Íslands var ekki að finna í nefndinni. Óhætt er að segja að tillögurnar sem lutu að reiðufénu hafi fallið í grýttan jarðveg. Gagnrýni fólks var af misjöfnum toga. Sumir töldu tillögurnar skerða frelsi, aðrir litu til persónuverndarsjónarmiða og enn aðrir höfðu áhyggjur af eldri frændum og frænkum í fermingarveislum framtíðarinnar. Í raun var jarðvegurinn svo grýttur að ráðherrann var gerður afturreka með hugmyndirnar. Birti hann pistil þess efnis í gær og sagði þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. Gagnrýnina var ekki síst að finna úr röðum annars stjórnarflokks, Sjálfstæðisflokksins. Hluti þeirra sem voru andvígir hugmyndinni benti á reynslu Indverja en fyrir hálfu ári tóku stjórnvöld 500 og 1.000 rúpía seðla fyrirvaralaust úr umferð. Aðgerðin skapaði mikinn glundroða í samfélaginu og lamaði efnahagskerfið um skeið. Ólíkt er hins vegar að sambærileg aðgerð hér á landi myndi hafa svipuð áhrif. Áætlað er að um 90 prósent viðskipta Indverja séu gerð með reiðufé en talan hér á landi er innan við tíu prósent. Sé litið til nágrannalanda okkar, eða þeirra landa sem Íslendingar skipta einna oftast við, má sjá að í flestum þeirra er stærsti seðillinn ekki langt frá því að vera sambærilegur íslenska Jónasinum um þessar mundir. Evrusvæðið og Sviss bjóða síðan upp á seðla sem eru umtalsvert verðmeiri. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Alls eru tæplega 50 milljarðar af 5 og 10 þúsund króna seðlum í umferð hér á landi. Það eru tæplega 87 prósent af öllum seðlum í umferð og tæp 82 prósent af öllu reiðufé í umferð hér á landi. Starfshópar á vegum fjármálaráðuneytisins skiluðu í fyrradag skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Meðal hugmynda í skýrslunum var að hætta notkun 5 og 10 þúsund króna seðla og fjölga minni seðlum á móti. Þá var einnig lagt til að Seðlabankinn, eða annar opinber aðili, kæmi til með að sjá um útgáfu greiðslukorta. Hlutfall reiðufjár í umferð er oft metið sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið hér á landi hefur yfirleitt verið frekar lágt en aldarfjórðunginn fyrir hrun var það til að mynda yfirleitt í kringum eitt prósent. Eftir að hrunið skall á var það aukið og hefur að undanförnu verið 2,25 prósent. Hlutfallið er með því lægsta sem þekkist en það er til að mynda um níu prósent á Evrusvæðinu, um sjö prósent í Bandaríkjunum og fjögur prósent á Bretlandseyjum. Þegar niðurstöður starfshópanna voru kynntar sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, að verið væri að „lýsa bókstaflega yfir stríði“ gegn skattsvikum. Fulltrúa frá Seðlabanka Íslands var ekki að finna í nefndinni. Óhætt er að segja að tillögurnar sem lutu að reiðufénu hafi fallið í grýttan jarðveg. Gagnrýni fólks var af misjöfnum toga. Sumir töldu tillögurnar skerða frelsi, aðrir litu til persónuverndarsjónarmiða og enn aðrir höfðu áhyggjur af eldri frændum og frænkum í fermingarveislum framtíðarinnar. Í raun var jarðvegurinn svo grýttur að ráðherrann var gerður afturreka með hugmyndirnar. Birti hann pistil þess efnis í gær og sagði þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. Gagnrýnina var ekki síst að finna úr röðum annars stjórnarflokks, Sjálfstæðisflokksins. Hluti þeirra sem voru andvígir hugmyndinni benti á reynslu Indverja en fyrir hálfu ári tóku stjórnvöld 500 og 1.000 rúpía seðla fyrirvaralaust úr umferð. Aðgerðin skapaði mikinn glundroða í samfélaginu og lamaði efnahagskerfið um skeið. Ólíkt er hins vegar að sambærileg aðgerð hér á landi myndi hafa svipuð áhrif. Áætlað er að um 90 prósent viðskipta Indverja séu gerð með reiðufé en talan hér á landi er innan við tíu prósent. Sé litið til nágrannalanda okkar, eða þeirra landa sem Íslendingar skipta einna oftast við, má sjá að í flestum þeirra er stærsti seðillinn ekki langt frá því að vera sambærilegur íslenska Jónasinum um þessar mundir. Evrusvæðið og Sviss bjóða síðan upp á seðla sem eru umtalsvert verðmeiri.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31