Hlutfall reiðufjár í umferð hér með því minnsta sem þekkist Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Hugmynd sem fjármálaráherra kynnti um að taka stóra peningaseðla úr umferð mætti andstöðu. VÍSIR/VILHELM Alls eru tæplega 50 milljarðar af 5 og 10 þúsund króna seðlum í umferð hér á landi. Það eru tæplega 87 prósent af öllum seðlum í umferð og tæp 82 prósent af öllu reiðufé í umferð hér á landi. Starfshópar á vegum fjármálaráðuneytisins skiluðu í fyrradag skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Meðal hugmynda í skýrslunum var að hætta notkun 5 og 10 þúsund króna seðla og fjölga minni seðlum á móti. Þá var einnig lagt til að Seðlabankinn, eða annar opinber aðili, kæmi til með að sjá um útgáfu greiðslukorta. Hlutfall reiðufjár í umferð er oft metið sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið hér á landi hefur yfirleitt verið frekar lágt en aldarfjórðunginn fyrir hrun var það til að mynda yfirleitt í kringum eitt prósent. Eftir að hrunið skall á var það aukið og hefur að undanförnu verið 2,25 prósent. Hlutfallið er með því lægsta sem þekkist en það er til að mynda um níu prósent á Evrusvæðinu, um sjö prósent í Bandaríkjunum og fjögur prósent á Bretlandseyjum. Þegar niðurstöður starfshópanna voru kynntar sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, að verið væri að „lýsa bókstaflega yfir stríði“ gegn skattsvikum. Fulltrúa frá Seðlabanka Íslands var ekki að finna í nefndinni. Óhætt er að segja að tillögurnar sem lutu að reiðufénu hafi fallið í grýttan jarðveg. Gagnrýni fólks var af misjöfnum toga. Sumir töldu tillögurnar skerða frelsi, aðrir litu til persónuverndarsjónarmiða og enn aðrir höfðu áhyggjur af eldri frændum og frænkum í fermingarveislum framtíðarinnar. Í raun var jarðvegurinn svo grýttur að ráðherrann var gerður afturreka með hugmyndirnar. Birti hann pistil þess efnis í gær og sagði þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. Gagnrýnina var ekki síst að finna úr röðum annars stjórnarflokks, Sjálfstæðisflokksins. Hluti þeirra sem voru andvígir hugmyndinni benti á reynslu Indverja en fyrir hálfu ári tóku stjórnvöld 500 og 1.000 rúpía seðla fyrirvaralaust úr umferð. Aðgerðin skapaði mikinn glundroða í samfélaginu og lamaði efnahagskerfið um skeið. Ólíkt er hins vegar að sambærileg aðgerð hér á landi myndi hafa svipuð áhrif. Áætlað er að um 90 prósent viðskipta Indverja séu gerð með reiðufé en talan hér á landi er innan við tíu prósent. Sé litið til nágrannalanda okkar, eða þeirra landa sem Íslendingar skipta einna oftast við, má sjá að í flestum þeirra er stærsti seðillinn ekki langt frá því að vera sambærilegur íslenska Jónasinum um þessar mundir. Evrusvæðið og Sviss bjóða síðan upp á seðla sem eru umtalsvert verðmeiri. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Alls eru tæplega 50 milljarðar af 5 og 10 þúsund króna seðlum í umferð hér á landi. Það eru tæplega 87 prósent af öllum seðlum í umferð og tæp 82 prósent af öllu reiðufé í umferð hér á landi. Starfshópar á vegum fjármálaráðuneytisins skiluðu í fyrradag skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Meðal hugmynda í skýrslunum var að hætta notkun 5 og 10 þúsund króna seðla og fjölga minni seðlum á móti. Þá var einnig lagt til að Seðlabankinn, eða annar opinber aðili, kæmi til með að sjá um útgáfu greiðslukorta. Hlutfall reiðufjár í umferð er oft metið sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið hér á landi hefur yfirleitt verið frekar lágt en aldarfjórðunginn fyrir hrun var það til að mynda yfirleitt í kringum eitt prósent. Eftir að hrunið skall á var það aukið og hefur að undanförnu verið 2,25 prósent. Hlutfallið er með því lægsta sem þekkist en það er til að mynda um níu prósent á Evrusvæðinu, um sjö prósent í Bandaríkjunum og fjögur prósent á Bretlandseyjum. Þegar niðurstöður starfshópanna voru kynntar sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, að verið væri að „lýsa bókstaflega yfir stríði“ gegn skattsvikum. Fulltrúa frá Seðlabanka Íslands var ekki að finna í nefndinni. Óhætt er að segja að tillögurnar sem lutu að reiðufénu hafi fallið í grýttan jarðveg. Gagnrýni fólks var af misjöfnum toga. Sumir töldu tillögurnar skerða frelsi, aðrir litu til persónuverndarsjónarmiða og enn aðrir höfðu áhyggjur af eldri frændum og frænkum í fermingarveislum framtíðarinnar. Í raun var jarðvegurinn svo grýttur að ráðherrann var gerður afturreka með hugmyndirnar. Birti hann pistil þess efnis í gær og sagði þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. Gagnrýnina var ekki síst að finna úr röðum annars stjórnarflokks, Sjálfstæðisflokksins. Hluti þeirra sem voru andvígir hugmyndinni benti á reynslu Indverja en fyrir hálfu ári tóku stjórnvöld 500 og 1.000 rúpía seðla fyrirvaralaust úr umferð. Aðgerðin skapaði mikinn glundroða í samfélaginu og lamaði efnahagskerfið um skeið. Ólíkt er hins vegar að sambærileg aðgerð hér á landi myndi hafa svipuð áhrif. Áætlað er að um 90 prósent viðskipta Indverja séu gerð með reiðufé en talan hér á landi er innan við tíu prósent. Sé litið til nágrannalanda okkar, eða þeirra landa sem Íslendingar skipta einna oftast við, má sjá að í flestum þeirra er stærsti seðillinn ekki langt frá því að vera sambærilegur íslenska Jónasinum um þessar mundir. Evrusvæðið og Sviss bjóða síðan upp á seðla sem eru umtalsvert verðmeiri.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31