Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2017 11:32 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir uppsagnirnar ívið fleiri en í fyrra. Vísir/Anton Brink Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Vísir leitaði svara hjá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins sem sagði uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair. Hann segir að flugmenn séu ráðnir inn á vorin sem síðan sé sagt upp á haustin. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því. Það helgast af því að það er miklu meira um að vera í fluginu og ferðaþjónustunni yfir sumarmánuðina en á veturna,“ segir Guðjón. Hann segir ákvæði kjarasamninga flugmanna kveða á um að sá háttur sé hafður á að flugmenn séu fastráðnir inn á vorin en síðan sagt upp á haustin í stað þess að þeir séu ráðnir inn sem sumarstarfsmenn eins og við á um aðra starfsmenn félagsins eins og til dæmis flugþjóna og starfsfólk „á jörðinni.“ Guðjón segir þetta gerast ár eftir ár en að uppsagnirnar séu ívið fleiri núna heldur en fyrir ári. Aðspurður hvort það sé vegna minni vaxtar félagsins svarar Guðjón neitandi: „Nei, það hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst bara um að hafa réttan fjölda starfsmanna.“En hvers vegna var þá fleirum sagt upp störfum í ár en í fyrra? „Það var vegna þess að vöxturinn var mjög mikill á síðasta ári,“ svarar Guðjón upplýsingafulltrúi Icelandair. Fréttir af flugi Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Vísir leitaði svara hjá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins sem sagði uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair. Hann segir að flugmenn séu ráðnir inn á vorin sem síðan sé sagt upp á haustin. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því. Það helgast af því að það er miklu meira um að vera í fluginu og ferðaþjónustunni yfir sumarmánuðina en á veturna,“ segir Guðjón. Hann segir ákvæði kjarasamninga flugmanna kveða á um að sá háttur sé hafður á að flugmenn séu fastráðnir inn á vorin en síðan sagt upp á haustin í stað þess að þeir séu ráðnir inn sem sumarstarfsmenn eins og við á um aðra starfsmenn félagsins eins og til dæmis flugþjóna og starfsfólk „á jörðinni.“ Guðjón segir þetta gerast ár eftir ár en að uppsagnirnar séu ívið fleiri núna heldur en fyrir ári. Aðspurður hvort það sé vegna minni vaxtar félagsins svarar Guðjón neitandi: „Nei, það hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst bara um að hafa réttan fjölda starfsmanna.“En hvers vegna var þá fleirum sagt upp störfum í ár en í fyrra? „Það var vegna þess að vöxturinn var mjög mikill á síðasta ári,“ svarar Guðjón upplýsingafulltrúi Icelandair.
Fréttir af flugi Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira