Sjö bílar fluttir til Íslands með fölsuðum upprunavottorðum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júní 2017 07:00 Innfluttir bílar við Sundahöfn. Myndin er ekki af bíltegundum sem málið snýr að. Vísir/Eyþór Nýlega kom upp dæmi um innflutning á sjö bifreiðum sem voru skráðar hér á landi með fölsuð upprunavottorð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bifreiðarnar með Euro VI staðla uppgefna í upprunavottorðum en það stemmdi ekki við kerfi framleiðandans. Bílarnir menguðu því töluvert meira en leyfi er fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu. Fölsunin kom í ljós eftir að kaupandi slíkrar bifreiðar leitaði til viðkomandi bifreiðaumboðs til að fá staðfesta ábyrgð á bílnum. Þar skýrðist að bifreiðin uppfyllti ekki Euro VI staðla sem er skylda fyrir alla bíla sem skráðir eru nýir innan Evrópska efnahagssvæðisins og á því einnig við hér á landi. Bílar sem uppfylla Euro VI staðlana menga minna en bílar af eldri gerðum. Þar sem bifreiðin var ekki framleidd til notkunar á Evrópska efnahagssvæðinu eru ýmis önnur frávik. Til dæmis notar bifreiðin kælivökva sem uppfyllir ekki reglugerðir, hún er aðeins búin einum öryggisloftpúða í stað sex, sem er staðalbúnaður bifreiðarinnar hér á landi. Þá staðfestir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að bíllinn sé ekki í ábyrgð hjá viðkomandi umboði, enda sé hann smíðaður fyrir annað markaðssvæði en Evrópu.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/GVA„Framleiðendur ábyrgjast að öllu jöfnu ekki bifreiðar sem eru smíðaðar fyrir aðrar heimsálfur. Því er ábyrgðin alltaf í höndum bíleigandans sjálfs,“ segir Özur. Við eftirgrennslan viðkomandi bílaumboðs hafi komið í ljós að ekki sé gefið út upprunavottorð fyrir þann markað sem bílinn var framleiddur fyrir. „Þannig að það átti í raun ekki að vera til. Í framhaldi var það svo staðfest af framleiðanda viðkomandi bifreiðar að um fölsuð vottorð var að ræða.“ Özur segir að herða ætti eftirlit með grunsamlegum skírteinum. „Samgöngustofa á að leita til framleiðanda með staðfestingu á að viðkomandi bifreiðar uppfylli með réttu þau skilyrði og lög sem hér eru í gildi. Bifreiðar, framleiddar fyrir Rússlandsmarkað eins og í þessu tilviki, eru með miklu minni öryggisbúnað og án mengunarbúnaðar sem gerð er krafa um í Evrópu, og eru að sjálfsögðu ódýrari en um leið uppfylla þær ekki lögin sem við fylgjum,“ segir Özur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Samgöngustofa svarað fyrirspurn Bílgreinasambandsins. Nýjum beiðnum um forskráningu þessarar gerðar bifreiða verður hafnað. Ef minnsti grunur leikur á því að gögn séu fölsuð þá mun Samgöngustofa í framtíðinni leita til þeirra sem eru umboðsaðilar viðkomandi ökutækja hér á landi. Samgöngustofa er að vinna að máli varðandi þær sjö bifreiðar sem þegar hafa verið skráðar og mun hafa samband við eigendur bifreiðanna sem eiga í hlut. Ekki er á þessu stigi ljóst hverjar afleiðingarnar verða enda hefur sambærilegt mál ekki komið upp hjá Samgöngustofu. Upplýsingum um þetta mál verður komið áfram á skráningaryfirvöld í Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Nýlega kom upp dæmi um innflutning á sjö bifreiðum sem voru skráðar hér á landi með fölsuð upprunavottorð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bifreiðarnar með Euro VI staðla uppgefna í upprunavottorðum en það stemmdi ekki við kerfi framleiðandans. Bílarnir menguðu því töluvert meira en leyfi er fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu. Fölsunin kom í ljós eftir að kaupandi slíkrar bifreiðar leitaði til viðkomandi bifreiðaumboðs til að fá staðfesta ábyrgð á bílnum. Þar skýrðist að bifreiðin uppfyllti ekki Euro VI staðla sem er skylda fyrir alla bíla sem skráðir eru nýir innan Evrópska efnahagssvæðisins og á því einnig við hér á landi. Bílar sem uppfylla Euro VI staðlana menga minna en bílar af eldri gerðum. Þar sem bifreiðin var ekki framleidd til notkunar á Evrópska efnahagssvæðinu eru ýmis önnur frávik. Til dæmis notar bifreiðin kælivökva sem uppfyllir ekki reglugerðir, hún er aðeins búin einum öryggisloftpúða í stað sex, sem er staðalbúnaður bifreiðarinnar hér á landi. Þá staðfestir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að bíllinn sé ekki í ábyrgð hjá viðkomandi umboði, enda sé hann smíðaður fyrir annað markaðssvæði en Evrópu.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/GVA„Framleiðendur ábyrgjast að öllu jöfnu ekki bifreiðar sem eru smíðaðar fyrir aðrar heimsálfur. Því er ábyrgðin alltaf í höndum bíleigandans sjálfs,“ segir Özur. Við eftirgrennslan viðkomandi bílaumboðs hafi komið í ljós að ekki sé gefið út upprunavottorð fyrir þann markað sem bílinn var framleiddur fyrir. „Þannig að það átti í raun ekki að vera til. Í framhaldi var það svo staðfest af framleiðanda viðkomandi bifreiðar að um fölsuð vottorð var að ræða.“ Özur segir að herða ætti eftirlit með grunsamlegum skírteinum. „Samgöngustofa á að leita til framleiðanda með staðfestingu á að viðkomandi bifreiðar uppfylli með réttu þau skilyrði og lög sem hér eru í gildi. Bifreiðar, framleiddar fyrir Rússlandsmarkað eins og í þessu tilviki, eru með miklu minni öryggisbúnað og án mengunarbúnaðar sem gerð er krafa um í Evrópu, og eru að sjálfsögðu ódýrari en um leið uppfylla þær ekki lögin sem við fylgjum,“ segir Özur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Samgöngustofa svarað fyrirspurn Bílgreinasambandsins. Nýjum beiðnum um forskráningu þessarar gerðar bifreiða verður hafnað. Ef minnsti grunur leikur á því að gögn séu fölsuð þá mun Samgöngustofa í framtíðinni leita til þeirra sem eru umboðsaðilar viðkomandi ökutækja hér á landi. Samgöngustofa er að vinna að máli varðandi þær sjö bifreiðar sem þegar hafa verið skráðar og mun hafa samband við eigendur bifreiðanna sem eiga í hlut. Ekki er á þessu stigi ljóst hverjar afleiðingarnar verða enda hefur sambærilegt mál ekki komið upp hjá Samgöngustofu. Upplýsingum um þetta mál verður komið áfram á skráningaryfirvöld í Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00
Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00
Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37