Fiat Chrysler kært fyrir dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2017 10:30 Jeep Grand Cherokee. Bandarísk yfirvöld hafa ákært Fiat Crysler Automobiles fyrir notkun á hugbúnaði sem felur raunverulega mengun dísilbíla þeirra. Fiat Chrysler neitar öllum ásökunum öndvert við Volkswagen sem viðurkenndi notkun slíks búnaðar. Fiat hefur unnið með Environmental Protection Agency (EPA) og yfirvöldum í Kaliforníu vegna rannsóknar á ætluðum svindlhugbúnaði í 2014-2016 árgerðunum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum, en rannsókn á þeim hefur leitt í ljós svindlhugbúnað í þessum bílum. Við þessar fréttir féllu hlutabréf í Fiat Chrysler um 4,1%. Ákæran nær einnig til dótturfyrirtækis Fiat Chrysler, V.M. Motori SpA, en það fyrirtæki þróaði vélbúnaðinn í þessa bíla. Fiat Chrysler keypti helming hlutabréfa í V.M. Motori SpA árið 2010 og allt hlutafé þess árið 2013. EPA segir að hæsta sekt sem leggja má á fyrir þetta svindl ef satt reynist sé 4,6 milljarðar dollara, eða 460 milljarðar króna. Ákæran nú varðar sölu á 104.000 bílum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum. Til samaburðar hefur Volkswagen samþykkt að greiða 25 milljarða dollara vegna dísilvélasvindl þess vegna bíla sem seldir voru í Bandaríkjunum, en það varðaði sölu á 500.000 bílum. Yfirvöld í Þýskalandi hafa einnig ásakað Mercedes Benz fyrir að gefa upp rangar mengunartölur fyrir dísilbíla sína sem seldir voru þar í landi. Það er því ekki bjart yfir dísilbílaframleiðendum víða um heiminn nú og hætt við því að framleiðsla dísilvéla muni svo gott sem leggjast af í fólksbílum á næstu árum. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Bandarísk yfirvöld hafa ákært Fiat Crysler Automobiles fyrir notkun á hugbúnaði sem felur raunverulega mengun dísilbíla þeirra. Fiat Chrysler neitar öllum ásökunum öndvert við Volkswagen sem viðurkenndi notkun slíks búnaðar. Fiat hefur unnið með Environmental Protection Agency (EPA) og yfirvöldum í Kaliforníu vegna rannsóknar á ætluðum svindlhugbúnaði í 2014-2016 árgerðunum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum, en rannsókn á þeim hefur leitt í ljós svindlhugbúnað í þessum bílum. Við þessar fréttir féllu hlutabréf í Fiat Chrysler um 4,1%. Ákæran nær einnig til dótturfyrirtækis Fiat Chrysler, V.M. Motori SpA, en það fyrirtæki þróaði vélbúnaðinn í þessa bíla. Fiat Chrysler keypti helming hlutabréfa í V.M. Motori SpA árið 2010 og allt hlutafé þess árið 2013. EPA segir að hæsta sekt sem leggja má á fyrir þetta svindl ef satt reynist sé 4,6 milljarðar dollara, eða 460 milljarðar króna. Ákæran nú varðar sölu á 104.000 bílum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum. Til samaburðar hefur Volkswagen samþykkt að greiða 25 milljarða dollara vegna dísilvélasvindl þess vegna bíla sem seldir voru í Bandaríkjunum, en það varðaði sölu á 500.000 bílum. Yfirvöld í Þýskalandi hafa einnig ásakað Mercedes Benz fyrir að gefa upp rangar mengunartölur fyrir dísilbíla sína sem seldir voru þar í landi. Það er því ekki bjart yfir dísilbílaframleiðendum víða um heiminn nú og hætt við því að framleiðsla dísilvéla muni svo gott sem leggjast af í fólksbílum á næstu árum.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent