Lexus hættir sölu CT200h í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2017 13:30 Lexus CT200h. Dræm sala Lexus CT200h bílsins í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að Lexus ætlar að draga bílinn af markaði þar vestanhafs. Hann verður þó áfram seldur á ýmsum öðrum mörkuðum. Ef litið er til sölutalna má skilja af hverju Lexus tekur þessa ákvörðun, en CT200h seldist aðeins í 8.903 eintökum á síðasta ári á meðan Benz seldi 25.000 eintök af GLA-Class vestanhafs og Audi seldi A3 bílinn í 31.538 eintökum. Þessi bílar eru sambærilegir í stærð og falla allir undir lúxusbílaflokk. Í Bandaríkjunum er dræm sala minni fólksbíla og ganga jeppar, jepplingar og pallbílar helst í augu þarlendra kaupenda. Með brotthvarfi CT200h verður Lexus NX jepplingurinn minnst bíll Lexus sem boðinn er í Bandaríkjunum. CT200h er með sömu drifrás og síðasta kynslóð Toyota Prius, með 1,8 lítra brunavél og 650 volta rafmótor. Hann er 134 hestöfl, en afar eyðslugrannur. Bílnum var síðast breytt árið 2015. Lexus vinnur víst að uppfærði gerð bílsins og heyrst hefur að hann verði rúmbetri, með hvassari útlínum og fái breytt og betra Hybrid-kerfi og þá líklega það sama og er í nýjustu gerð Prius. Hvort að ný gerð Lexus CT200h verður boðinn í Bandaríkjunum er óvíst, en það yrði ekki fyrr en eftir a.m.k. eitt ár, en þá stefnir Lexus á kynningu bílsins. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent
Dræm sala Lexus CT200h bílsins í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að Lexus ætlar að draga bílinn af markaði þar vestanhafs. Hann verður þó áfram seldur á ýmsum öðrum mörkuðum. Ef litið er til sölutalna má skilja af hverju Lexus tekur þessa ákvörðun, en CT200h seldist aðeins í 8.903 eintökum á síðasta ári á meðan Benz seldi 25.000 eintök af GLA-Class vestanhafs og Audi seldi A3 bílinn í 31.538 eintökum. Þessi bílar eru sambærilegir í stærð og falla allir undir lúxusbílaflokk. Í Bandaríkjunum er dræm sala minni fólksbíla og ganga jeppar, jepplingar og pallbílar helst í augu þarlendra kaupenda. Með brotthvarfi CT200h verður Lexus NX jepplingurinn minnst bíll Lexus sem boðinn er í Bandaríkjunum. CT200h er með sömu drifrás og síðasta kynslóð Toyota Prius, með 1,8 lítra brunavél og 650 volta rafmótor. Hann er 134 hestöfl, en afar eyðslugrannur. Bílnum var síðast breytt árið 2015. Lexus vinnur víst að uppfærði gerð bílsins og heyrst hefur að hann verði rúmbetri, með hvassari útlínum og fái breytt og betra Hybrid-kerfi og þá líklega það sama og er í nýjustu gerð Prius. Hvort að ný gerð Lexus CT200h verður boðinn í Bandaríkjunum er óvíst, en það yrði ekki fyrr en eftir a.m.k. eitt ár, en þá stefnir Lexus á kynningu bílsins.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent