Innlent

Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti í gæsluvarðhaldi til 23. júní

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fimm karlmenn og ein kona voru leidd fyrir dómara í dag vegna gruns um aðild að árásinni.
Fimm karlmenn og ein kona voru leidd fyrir dómara í dag vegna gruns um aðild að árásinni. Vísir/Eyþór
Jón Trausti Lúthersson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní vegna gruns um aðild að hrottalegri líkamsárás í Mosfellsdal í gærkvöldi sem leiddi til dauða manns á fertugsaldri.

Fimm karlmenn og ein kona voru leidd fyrir dómara í dag vegna gruns um aðild að árásinni. Meðal þeirra er Jón Trausti og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowsi sem hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í febrúar.

Ekki er enn ljóst hvort aðrir en Jón Trausti hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og þá hversu langt en það ætti að skýrast á næstunni.

Jón Trausti var endurtekið í kastljósi fjölmiðlanna síðasta áratug þegar mótorhjólagengi voru að ryðja sér til rúms á Íslandi.

Hann hefur hlotið dóma fyrir líkamsárás en hann réðst meðal annars inn á ritstjórnarskrifstofur DV haustið 2004 og beitti Reyni Traustason, þáverandi ritstjóra blaðsins, ofbeldi. Hlaut hann tveggja mánaða dóm fyrir.

Jón Trausti stofnaði mótorhjólaklúbbinn Fáfni sem síðar varð hluti af Vítisenglum. Hann hætti um svipað leyti, stofnaði Black Pistons MC sem var stuðningsklúbbur Outlaws.

Lítið hefur spurst til Jóns Trausta undanfarin ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×