MotoGP heimsmeistarinn Nicky Hayden látinn Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2017 16:49 Nicky Hayden lenti í slysi á miðvikudaginn og lést af meiðslum sínum í kjölfarið. Nicky Hayden, sem varð heimsmeistari í MotoGP mótorhjólakeppnisröðinni árið 2006 er látinn 35 ára að aldri. Hayden lenti í árekstri við bíl á reiðhjóli á Ítalíu á miðvikudaginn síðasta og var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið, en lést af sárum sínum um helgina. Nicky Hayden var frá Bandaríkjunum og var stundum nefndur „The Kentucky Kid“, en hann er síðasti Bandaríkjamaður sem unnið hefur MotoGP keppnisröðina. Árið sem hann vann MotoGP keppnisröðina háði hann mikla rimmu við hinn ennþá frægari ökumann Valentino Rossi og hafði betur á endanum. Nicky Hayden byrjaði að aka mótorhjóli sem smákrakki og fékk mikinn stuðning foreldra sinna við mótorhjólaáhuga sinn. Nicky Hayden var ávallt með keppnisnúmerið 69 og sagði sjálfur að það væri vegna þess að hann dytti svo oft á hjólinu, en með þetta númer skipti ekki máli hvort hann snéri upp eða niður. Hayden keppti ávallt fyrir Honda, vann MotoGP titilinn á Honda hjóli og hafði frá því í fyrra keppt í World Superbike keppnisröðinni í Red Bull Honda World Superbike-liðinu. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent
Nicky Hayden, sem varð heimsmeistari í MotoGP mótorhjólakeppnisröðinni árið 2006 er látinn 35 ára að aldri. Hayden lenti í árekstri við bíl á reiðhjóli á Ítalíu á miðvikudaginn síðasta og var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið, en lést af sárum sínum um helgina. Nicky Hayden var frá Bandaríkjunum og var stundum nefndur „The Kentucky Kid“, en hann er síðasti Bandaríkjamaður sem unnið hefur MotoGP keppnisröðina. Árið sem hann vann MotoGP keppnisröðina háði hann mikla rimmu við hinn ennþá frægari ökumann Valentino Rossi og hafði betur á endanum. Nicky Hayden byrjaði að aka mótorhjóli sem smákrakki og fékk mikinn stuðning foreldra sinna við mótorhjólaáhuga sinn. Nicky Hayden var ávallt með keppnisnúmerið 69 og sagði sjálfur að það væri vegna þess að hann dytti svo oft á hjólinu, en með þetta númer skipti ekki máli hvort hann snéri upp eða niður. Hayden keppti ávallt fyrir Honda, vann MotoGP titilinn á Honda hjóli og hafði frá því í fyrra keppt í World Superbike keppnisröðinni í Red Bull Honda World Superbike-liðinu.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent