Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2017 10:56 Margir hafa litið við í Costco í Kauptúni undanfarna daga. Vísir/ernir Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. Hagar þeirra mest, eða um 2,96% í 348 milljóna króna viðskiptum, því næst N1 um 2,69% í 115 milljón króna viðskiptum og Skeljungur hefur lækkað um 2,56% í 59 milljón króna viðskiptum í morgun. Félögin þrjú hafa lækkað umtalsvert á síðustu vikum og hefur lækkunin verið rakin beint til innkomu Costco á dagvöru- og eldsneytismarkaðinn.Sjá einnig: Stefnir í rauðan dag í Kauphöllinni Tugþúsundir Íslendinga hafa lagt leið sína í verslunina allt frá opnuninni síðastliðinn þriðjudag. Meðlimir eru nú orðnir rúmlega 50 þúsund og álíka fjöldi ræðir um kostakaup og vöruúrval verslunarinnar í virkasta Facebookhóp landsins, Keypt í Costco ísl. - Myndir og verð. Costco hefur einnig boðið bensínlítrann á 169 krónur og lítrann af díesel á rúma 161 krónu sem er umtalsvert lægra verð en á öðrum eldsneytisstöðvum á landinu - t.a.m. þeirra í eigu N1 og Skeljungs þar sem algengt verð á bensíni er á bilinu 195-197 krónur fyrir lítrann og verðið á dísellítranum er um 184 krónur.Sjá einnig: Íslendingar ofuráhugasamir um verðlagninguna í Costco Icelandair og Eimskip hafa að sama skapi lækkað í morgun, en þó minna en fyrrnefndu félögin þrjú. Virði bréfa í Icelandair hefur lækkað um 1,89% í 61 milljón króna viðskiptum og Eimskip lækkað um 0,76% í viðskiptum upp á 147 milljónir króna. Tengdar fréttir Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00 Íslendingar ofuráhugasamir um verðlagninguna í Costco Bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ fyrir þremur dögum. Síðan þá hefur verslunin nánast veru full og ríkir algjört Costco-æði á landinu um þessar mundir. 26. maí 2017 15:30 Costco auglýsir eftir starfsfólki sem getur byrjað strax Costco auglýsir nú eftir starfsfólki eftir farsæla opnun vöruhúss verslunarinnar. 28. maí 2017 21:53 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. Hagar þeirra mest, eða um 2,96% í 348 milljóna króna viðskiptum, því næst N1 um 2,69% í 115 milljón króna viðskiptum og Skeljungur hefur lækkað um 2,56% í 59 milljón króna viðskiptum í morgun. Félögin þrjú hafa lækkað umtalsvert á síðustu vikum og hefur lækkunin verið rakin beint til innkomu Costco á dagvöru- og eldsneytismarkaðinn.Sjá einnig: Stefnir í rauðan dag í Kauphöllinni Tugþúsundir Íslendinga hafa lagt leið sína í verslunina allt frá opnuninni síðastliðinn þriðjudag. Meðlimir eru nú orðnir rúmlega 50 þúsund og álíka fjöldi ræðir um kostakaup og vöruúrval verslunarinnar í virkasta Facebookhóp landsins, Keypt í Costco ísl. - Myndir og verð. Costco hefur einnig boðið bensínlítrann á 169 krónur og lítrann af díesel á rúma 161 krónu sem er umtalsvert lægra verð en á öðrum eldsneytisstöðvum á landinu - t.a.m. þeirra í eigu N1 og Skeljungs þar sem algengt verð á bensíni er á bilinu 195-197 krónur fyrir lítrann og verðið á dísellítranum er um 184 krónur.Sjá einnig: Íslendingar ofuráhugasamir um verðlagninguna í Costco Icelandair og Eimskip hafa að sama skapi lækkað í morgun, en þó minna en fyrrnefndu félögin þrjú. Virði bréfa í Icelandair hefur lækkað um 1,89% í 61 milljón króna viðskiptum og Eimskip lækkað um 0,76% í viðskiptum upp á 147 milljónir króna.
Tengdar fréttir Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00 Íslendingar ofuráhugasamir um verðlagninguna í Costco Bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ fyrir þremur dögum. Síðan þá hefur verslunin nánast veru full og ríkir algjört Costco-æði á landinu um þessar mundir. 26. maí 2017 15:30 Costco auglýsir eftir starfsfólki sem getur byrjað strax Costco auglýsir nú eftir starfsfólki eftir farsæla opnun vöruhúss verslunarinnar. 28. maí 2017 21:53 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14
Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54
Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00
Íslendingar ofuráhugasamir um verðlagninguna í Costco Bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ fyrir þremur dögum. Síðan þá hefur verslunin nánast veru full og ríkir algjört Costco-æði á landinu um þessar mundir. 26. maí 2017 15:30
Costco auglýsir eftir starfsfólki sem getur byrjað strax Costco auglýsir nú eftir starfsfólki eftir farsæla opnun vöruhúss verslunarinnar. 28. maí 2017 21:53