Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 12:54 Fataálman í Costco, gallabuxurnar til hægri. Vísir/Eyþór Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu vill að umræðan um verðsamanburð, í tengslum við komu Costco til landsins, fari fram á málefnalegum grunni. Hún segir að verslun í landinu fagni almennt komu Costco sem sé góð viðbót í verslunarflóru Íslendinga og að það sé algjörlega „frábært fyrir Ísland“ að fá svo stóran aðila inn á markaðinn. Hún vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. Mikilvægt sé að verð sömu hluta sé borið saman, en ekki epla og appelsína, og tók hún dæmi af tveimur mismunandi gerðum af gallabuxum frá Levi's, annars vegar aðsniðnar í sérverslun og svo þá sem fæst í Costco. „Þegar fólk er að bera saman Levi's 501 gallabuxur í stöflum í Costco eða 10 gallabuxur í einhverri verslun og bera saman verðið þarna á milli [...] það er ekkert hægt að bera svona saman. Það er það sem ég er að kalla eftir. Tökum málefnalega umræðu um verð - svo er það þjónustan og fjölbreytileikinn og allur pakkinn.“Hafa sama skilarétt Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng og segir mikilvægt að átta sig á því hvað neytendur væru að bera saman. Hann imprar á því að þó svo að Costco væri vöruhús með fábreyttara úrval á einstökum vörum, svo sem gallabuxum sem kannski eru einungis til sölu í takmarkaðan tíma, þá hafi kaupandinn alveg sama skilarétt og í öðrum verslunum. „Ég held að koma Costco inn á íslenska markaðinn eigi eftir að hafa miklu meiri áhrif til meiri langframa en margir bjuggust við. Sjálfur átti ég ekki von á að það yrði mikill munur á matvælaverði í Costco í öðrum verslunum en það er meiri munur en ég reiknaði með - þá sérstaklega á innfluttum vörum. Munar þar talsvert miklu. Auðvitað er það rétt að þú kaupir í meira magni í Costco sem hentar kannski einhverjum sem býr einn en fyrir þá sem geta nýtt sér það þá er þetta virkilega, virkilega jákvætt,“ segir Ólafur Hann segist hafa fundið, í marga mánuði, að verðvitund Íslendinga sé að eflast og að Facebooksíðan Keypt í Costco ísl. - Myndir og verð sé glöggt dæmi um það. „Við erum að verða gagnrýnni og við erum farin að gera kröfu um hagstætt verð. Við höfum ekki gert kröfu um það á Íslandi til þessa. Við höfum látið okkur bjóða nánast hvað sem er.“Hvað veldur þessu háa vöruverði? Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingismaður Vinstri Grænna, spyr sig hvað veldur því að vöruverð á Íslandi hafi verið svona hátt fram til þessa. „Við erum náttúrulega eyja; einangruð og flutningskostnaður og allt þetta en er það eitt og sér næg skýring,“ spyr Kolbeinn sem segist hafa kynnt sér arðsemi dagvöruverslunar á Íslandi, samanborið við Bandaríkin. Þar sé arðsemin um 10-13% en á Íslandi sé hún 30% „Hver er ástæðan fyrir þessu?“ Hann segir vandann á Íslandi vera hátt vöruverð - „sem gerir það að verkum að allt of margir á Íslandi eiga erfitt með að ná endum saman og mér finnst við eiga að nýta þessa umræðu til að taka á því.“ Þau Margrét Sanders, Ólafur Arnarson og Kolbeinn Óttarsson Proppé voru gestir hans Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag en spjall þeirra má heyra hér að neðan. Costco Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu vill að umræðan um verðsamanburð, í tengslum við komu Costco til landsins, fari fram á málefnalegum grunni. Hún segir að verslun í landinu fagni almennt komu Costco sem sé góð viðbót í verslunarflóru Íslendinga og að það sé algjörlega „frábært fyrir Ísland“ að fá svo stóran aðila inn á markaðinn. Hún vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. Mikilvægt sé að verð sömu hluta sé borið saman, en ekki epla og appelsína, og tók hún dæmi af tveimur mismunandi gerðum af gallabuxum frá Levi's, annars vegar aðsniðnar í sérverslun og svo þá sem fæst í Costco. „Þegar fólk er að bera saman Levi's 501 gallabuxur í stöflum í Costco eða 10 gallabuxur í einhverri verslun og bera saman verðið þarna á milli [...] það er ekkert hægt að bera svona saman. Það er það sem ég er að kalla eftir. Tökum málefnalega umræðu um verð - svo er það þjónustan og fjölbreytileikinn og allur pakkinn.“Hafa sama skilarétt Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng og segir mikilvægt að átta sig á því hvað neytendur væru að bera saman. Hann imprar á því að þó svo að Costco væri vöruhús með fábreyttara úrval á einstökum vörum, svo sem gallabuxum sem kannski eru einungis til sölu í takmarkaðan tíma, þá hafi kaupandinn alveg sama skilarétt og í öðrum verslunum. „Ég held að koma Costco inn á íslenska markaðinn eigi eftir að hafa miklu meiri áhrif til meiri langframa en margir bjuggust við. Sjálfur átti ég ekki von á að það yrði mikill munur á matvælaverði í Costco í öðrum verslunum en það er meiri munur en ég reiknaði með - þá sérstaklega á innfluttum vörum. Munar þar talsvert miklu. Auðvitað er það rétt að þú kaupir í meira magni í Costco sem hentar kannski einhverjum sem býr einn en fyrir þá sem geta nýtt sér það þá er þetta virkilega, virkilega jákvætt,“ segir Ólafur Hann segist hafa fundið, í marga mánuði, að verðvitund Íslendinga sé að eflast og að Facebooksíðan Keypt í Costco ísl. - Myndir og verð sé glöggt dæmi um það. „Við erum að verða gagnrýnni og við erum farin að gera kröfu um hagstætt verð. Við höfum ekki gert kröfu um það á Íslandi til þessa. Við höfum látið okkur bjóða nánast hvað sem er.“Hvað veldur þessu háa vöruverði? Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingismaður Vinstri Grænna, spyr sig hvað veldur því að vöruverð á Íslandi hafi verið svona hátt fram til þessa. „Við erum náttúrulega eyja; einangruð og flutningskostnaður og allt þetta en er það eitt og sér næg skýring,“ spyr Kolbeinn sem segist hafa kynnt sér arðsemi dagvöruverslunar á Íslandi, samanborið við Bandaríkin. Þar sé arðsemin um 10-13% en á Íslandi sé hún 30% „Hver er ástæðan fyrir þessu?“ Hann segir vandann á Íslandi vera hátt vöruverð - „sem gerir það að verkum að allt of margir á Íslandi eiga erfitt með að ná endum saman og mér finnst við eiga að nýta þessa umræðu til að taka á því.“ Þau Margrét Sanders, Ólafur Arnarson og Kolbeinn Óttarsson Proppé voru gestir hans Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag en spjall þeirra má heyra hér að neðan.
Costco Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira