Seðlabankinn spáir enn frekari styrkingu krónunnar í ár Sæunn Gísladóttir skrifar 18. maí 2017 07:00 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, gerði grein fyrir vaxtalækkuninni á fundi í gær. vísir/anton brink Seðlabanki Íslands spáir áframhaldandi styrkingu krónunnar til loka næsta árs. Gangi forsendur grunnspár eftir verður gengi krónunnar í ár að meðaltali ríflega 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækkar um ríflega sex prósent til viðbótar á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í ritinu Peningamálum sem gefið var út í gær. Árið 2019 yrði gengi krónunnar 3,5 prósentum hærra en gert var ráð fyrir í febrúar, en rétt er að undirstrika óvissuna í þessum spám. Raungengið mun samkvæmt spánni hækka meira en áður hefur verið spáð. Gangi það eftir verður það orðið 11 prósentum hærra í lok spá tímans en á fyrsta fjórðungi þessa árs, sé miðað við hlutfallslegt verðlag. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 25 punkta í gær, og verða nú meginvextir bankans á sjö daga innbundnum innlánum 4,75 prósent. Bankinn spáir meiri hagvexti en hann spáði í febrúar, eða 6,3 prósentum í ár. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Jafnframt er spáð 3,5 prósenta hagvexti á næsta ári. Því er spáð að húsnæðisverð fari að lækka á ný á næsta ári. Raunverð húsnæðis hækkaði um 11,4 prósent í fyrra og hefur hækkað um tæplega 50 prósent frá því að það var lægst í ársbyrjun 2010. Hækkunin er svipuð og á tímabilinu frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2007 og er raunverðið nú orðið lítillega hærra en það var hæst í lok árs 2007. Samkvæmt grunnspánni nær árshækkun húsnæðisverðs hámarki í ár en síðan hægir á henni frá og með næsta ári í takt við aukið framboð íbúðarhúsnæðis og aðlögun tekna og eftirspurnar að langtíma leitnivexti. Seðlabankinn spáir áfram lágri verðbólgu. Hún mældist 1,8 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Verðbólga minnkaði lítillega framan af ári en jókst á ný í apríl þegar hún mældist 1,9 prósent. Verðbólga hefur því verið við eða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í ríflega þrjú ár en það má að miklu leyti rekja til innfluttrar verðhjöðnunar og hækkunar á gengi krónunnar. Verðbólguvæntingar eru á flesta mælikvarða í ágætu samræmi við verðbólgumarkmiðið og virðast þær hafa traustari kjölfestu í markmiðinu en lengi áður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Seðlabanki Íslands spáir áframhaldandi styrkingu krónunnar til loka næsta árs. Gangi forsendur grunnspár eftir verður gengi krónunnar í ár að meðaltali ríflega 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækkar um ríflega sex prósent til viðbótar á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í ritinu Peningamálum sem gefið var út í gær. Árið 2019 yrði gengi krónunnar 3,5 prósentum hærra en gert var ráð fyrir í febrúar, en rétt er að undirstrika óvissuna í þessum spám. Raungengið mun samkvæmt spánni hækka meira en áður hefur verið spáð. Gangi það eftir verður það orðið 11 prósentum hærra í lok spá tímans en á fyrsta fjórðungi þessa árs, sé miðað við hlutfallslegt verðlag. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 25 punkta í gær, og verða nú meginvextir bankans á sjö daga innbundnum innlánum 4,75 prósent. Bankinn spáir meiri hagvexti en hann spáði í febrúar, eða 6,3 prósentum í ár. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Jafnframt er spáð 3,5 prósenta hagvexti á næsta ári. Því er spáð að húsnæðisverð fari að lækka á ný á næsta ári. Raunverð húsnæðis hækkaði um 11,4 prósent í fyrra og hefur hækkað um tæplega 50 prósent frá því að það var lægst í ársbyrjun 2010. Hækkunin er svipuð og á tímabilinu frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2007 og er raunverðið nú orðið lítillega hærra en það var hæst í lok árs 2007. Samkvæmt grunnspánni nær árshækkun húsnæðisverðs hámarki í ár en síðan hægir á henni frá og með næsta ári í takt við aukið framboð íbúðarhúsnæðis og aðlögun tekna og eftirspurnar að langtíma leitnivexti. Seðlabankinn spáir áfram lágri verðbólgu. Hún mældist 1,8 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Verðbólga minnkaði lítillega framan af ári en jókst á ný í apríl þegar hún mældist 1,9 prósent. Verðbólga hefur því verið við eða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í ríflega þrjú ár en það má að miklu leyti rekja til innfluttrar verðhjöðnunar og hækkunar á gengi krónunnar. Verðbólguvæntingar eru á flesta mælikvarða í ágætu samræmi við verðbólgumarkmiðið og virðast þær hafa traustari kjölfestu í markmiðinu en lengi áður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira