Seðlabankinn spáir enn frekari styrkingu krónunnar í ár Sæunn Gísladóttir skrifar 18. maí 2017 07:00 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, gerði grein fyrir vaxtalækkuninni á fundi í gær. vísir/anton brink Seðlabanki Íslands spáir áframhaldandi styrkingu krónunnar til loka næsta árs. Gangi forsendur grunnspár eftir verður gengi krónunnar í ár að meðaltali ríflega 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækkar um ríflega sex prósent til viðbótar á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í ritinu Peningamálum sem gefið var út í gær. Árið 2019 yrði gengi krónunnar 3,5 prósentum hærra en gert var ráð fyrir í febrúar, en rétt er að undirstrika óvissuna í þessum spám. Raungengið mun samkvæmt spánni hækka meira en áður hefur verið spáð. Gangi það eftir verður það orðið 11 prósentum hærra í lok spá tímans en á fyrsta fjórðungi þessa árs, sé miðað við hlutfallslegt verðlag. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 25 punkta í gær, og verða nú meginvextir bankans á sjö daga innbundnum innlánum 4,75 prósent. Bankinn spáir meiri hagvexti en hann spáði í febrúar, eða 6,3 prósentum í ár. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Jafnframt er spáð 3,5 prósenta hagvexti á næsta ári. Því er spáð að húsnæðisverð fari að lækka á ný á næsta ári. Raunverð húsnæðis hækkaði um 11,4 prósent í fyrra og hefur hækkað um tæplega 50 prósent frá því að það var lægst í ársbyrjun 2010. Hækkunin er svipuð og á tímabilinu frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2007 og er raunverðið nú orðið lítillega hærra en það var hæst í lok árs 2007. Samkvæmt grunnspánni nær árshækkun húsnæðisverðs hámarki í ár en síðan hægir á henni frá og með næsta ári í takt við aukið framboð íbúðarhúsnæðis og aðlögun tekna og eftirspurnar að langtíma leitnivexti. Seðlabankinn spáir áfram lágri verðbólgu. Hún mældist 1,8 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Verðbólga minnkaði lítillega framan af ári en jókst á ný í apríl þegar hún mældist 1,9 prósent. Verðbólga hefur því verið við eða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í ríflega þrjú ár en það má að miklu leyti rekja til innfluttrar verðhjöðnunar og hækkunar á gengi krónunnar. Verðbólguvæntingar eru á flesta mælikvarða í ágætu samræmi við verðbólgumarkmiðið og virðast þær hafa traustari kjölfestu í markmiðinu en lengi áður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Seðlabanki Íslands spáir áframhaldandi styrkingu krónunnar til loka næsta árs. Gangi forsendur grunnspár eftir verður gengi krónunnar í ár að meðaltali ríflega 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækkar um ríflega sex prósent til viðbótar á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í ritinu Peningamálum sem gefið var út í gær. Árið 2019 yrði gengi krónunnar 3,5 prósentum hærra en gert var ráð fyrir í febrúar, en rétt er að undirstrika óvissuna í þessum spám. Raungengið mun samkvæmt spánni hækka meira en áður hefur verið spáð. Gangi það eftir verður það orðið 11 prósentum hærra í lok spá tímans en á fyrsta fjórðungi þessa árs, sé miðað við hlutfallslegt verðlag. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 25 punkta í gær, og verða nú meginvextir bankans á sjö daga innbundnum innlánum 4,75 prósent. Bankinn spáir meiri hagvexti en hann spáði í febrúar, eða 6,3 prósentum í ár. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Jafnframt er spáð 3,5 prósenta hagvexti á næsta ári. Því er spáð að húsnæðisverð fari að lækka á ný á næsta ári. Raunverð húsnæðis hækkaði um 11,4 prósent í fyrra og hefur hækkað um tæplega 50 prósent frá því að það var lægst í ársbyrjun 2010. Hækkunin er svipuð og á tímabilinu frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2007 og er raunverðið nú orðið lítillega hærra en það var hæst í lok árs 2007. Samkvæmt grunnspánni nær árshækkun húsnæðisverðs hámarki í ár en síðan hægir á henni frá og með næsta ári í takt við aukið framboð íbúðarhúsnæðis og aðlögun tekna og eftirspurnar að langtíma leitnivexti. Seðlabankinn spáir áfram lágri verðbólgu. Hún mældist 1,8 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Verðbólga minnkaði lítillega framan af ári en jókst á ný í apríl þegar hún mældist 1,9 prósent. Verðbólga hefur því verið við eða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í ríflega þrjú ár en það má að miklu leyti rekja til innfluttrar verðhjöðnunar og hækkunar á gengi krónunnar. Verðbólguvæntingar eru á flesta mælikvarða í ágætu samræmi við verðbólgumarkmiðið og virðast þær hafa traustari kjölfestu í markmiðinu en lengi áður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent