SA segja fjármálaáætlun ríkisins ófullnægjandi Sæunn Gísladóttir skrifar 3. maí 2017 16:29 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafa sent Alþingi umsögn sína um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Samtökin telja að áætlaður 1,5 prósent afgangur að jafnaði af rekstri ríkisins sé engan veginn fullnægjandi. Fram kemur í tilkynningu að fjármálaáætlunin geri ráð fyrir kröftugum hagvexti allt tímabilið, sem nú þegar sé orðið hið lengsta í Íslandssögunni. Ekki megi mikið út af bregða svo halli verði á rekstri ríkissjóðs.Afgangur ónógur og aðhald of lítið Ísland er háskattaland og skattbyrðin einna hæst meðal ríkja OECD segir í tilkynningunni. Ef hagvaxtarforsendur breytist til hins verra muni reynast erfitt að mæta tekjutapi hins opinbera, sem því fylgi, með auknum sköttum. Sagan sýni að útgjöld ríkissjóðs breytist mun hægar en tekjurnar. Ein meginathugasemd Samtaka atvinnulífsins við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hversu mjög hana skortir stefnumarkandi sýn til framtíðar. Þó áætlunin sé upp á hátt í 400 blaðsíður sé hún rýr af haldföstum dæmum um á hvaða vegferð stjórnvöld séu á og hver þeirra stefna er í mikilvægum málum. Þrjú dæmi um þetta eru: Hvort ætlunin sé að taka upp eitt samræmt virðisaukaskattsþrep? Hvergi komi fram hvort fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu séu nægjanlegar að mati stjórnvalda eða liður í að taka upp eitt samræmt skattþrep. Hver afstaða stjórnvalda sé til einkareksturs? Þó töluvert sé rætt um það markmið að bæta nýtingu á opinberu fé er hvergi tekin afstaða til þess hvort vilji sé til þess að nýta til þess kosti einkareksturs. Hvernig skal fjármagna uppbyggingu innviða? Í áætluninni er mikið rætt um að nauðsynlegt sé að byggja upp innviði í samgöngum og heilbrigðisþjónustu en uppsöfnuð fjárfestingarþörf er mikil. Ekki er þó kveðið skýrt á um hvernig hana skuli fjármagna sérstaklega í ljósi þess að skattheimta, þó há í sögulegum og alþjóðlegum samanburði, nær rétt að halda ríkissjóði réttu megin við núllið. SA bendir á að að auki þurfi fyrirtækin rýmri tíma til að undirbúa breytingarnar. Breytingarnar á virðisaukaskattsþrepi feli í sér að ferðaþjónustan muni búa við einna hæstu skattbyrði litið til samkeppnislandanna. Fyrirsjáanleiki í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar sé mikilvæg forsenda þess að byggja upp öfluga atvinnugrein til framtíðar.Kallað eftir auknum einkarekstriAð mati SA er nauðsynlegt að nýta kosti einkareksturs til að auka skilvirkni og nýtingu á opinberu fé. Víða má nýta verkefnafjármögnun til uppbyggingar innviða. Það blasir við að tvöfalda Hvalfjarðargöng og halda áfram gjaldtöku til að standa undir henni. Unnt er að byggja Sundabraut, hraðbraut austur fyrir fjall og ljúka við Reykjanesbraut þar sem notendur greiða fyrir betri þjónustu, tímasparnað og aukið öryggi. Ríkið semur þá um verkefnið við þá sem taka að sér fjármögnun, byggingu, viðhald og rekstur. Einnig er lagt til að ríkið dragi úr áhættu við uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og kalli einkaaðila til verka þar.Greiða á skuldir og lækka tryggingagjaldÍ umsögninni er minnt á loforð um að lækkun tryggingagjaldsins sem þurfi að koma til framkvæmda eigi síðar en í upphafi árs 2018. SA leggja áherslu á að skuldir verði greiddar hraðar niður en áform eru um hvort sem er með frekari eignasölu eða auknum afgangi á ríkisrekstri og spari með því marga milljarða króna í árlegum vaxtakostnaði.Hér má lesa umsögnina í heild sinni. Tengdar fréttir Mótmæla skertum framlögum til framhaldsskólanna Framhaldsskólakennarar eru ekki sáttir með skert framlög til framhaldsskóla og mótmæla jafnframt breytingum á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. 29. apríl 2017 13:30 Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Jafnframt sé gengið gegn ráðleggingum sem erlendir ráðgjafar veittu stjórnvöldum með skýrslu þeirra í fyrra. 29. apríl 2017 19:26 Segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þensluhvetjandi Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD. 27. apríl 2017 18:55 Landspítalinn gagnrýnir forsendur ríkisstjórnarinnar Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. 28. apríl 2017 13:03 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa sent Alþingi umsögn sína um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Samtökin telja að áætlaður 1,5 prósent afgangur að jafnaði af rekstri ríkisins sé engan veginn fullnægjandi. Fram kemur í tilkynningu að fjármálaáætlunin geri ráð fyrir kröftugum hagvexti allt tímabilið, sem nú þegar sé orðið hið lengsta í Íslandssögunni. Ekki megi mikið út af bregða svo halli verði á rekstri ríkissjóðs.Afgangur ónógur og aðhald of lítið Ísland er háskattaland og skattbyrðin einna hæst meðal ríkja OECD segir í tilkynningunni. Ef hagvaxtarforsendur breytist til hins verra muni reynast erfitt að mæta tekjutapi hins opinbera, sem því fylgi, með auknum sköttum. Sagan sýni að útgjöld ríkissjóðs breytist mun hægar en tekjurnar. Ein meginathugasemd Samtaka atvinnulífsins við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hversu mjög hana skortir stefnumarkandi sýn til framtíðar. Þó áætlunin sé upp á hátt í 400 blaðsíður sé hún rýr af haldföstum dæmum um á hvaða vegferð stjórnvöld séu á og hver þeirra stefna er í mikilvægum málum. Þrjú dæmi um þetta eru: Hvort ætlunin sé að taka upp eitt samræmt virðisaukaskattsþrep? Hvergi komi fram hvort fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu séu nægjanlegar að mati stjórnvalda eða liður í að taka upp eitt samræmt skattþrep. Hver afstaða stjórnvalda sé til einkareksturs? Þó töluvert sé rætt um það markmið að bæta nýtingu á opinberu fé er hvergi tekin afstaða til þess hvort vilji sé til þess að nýta til þess kosti einkareksturs. Hvernig skal fjármagna uppbyggingu innviða? Í áætluninni er mikið rætt um að nauðsynlegt sé að byggja upp innviði í samgöngum og heilbrigðisþjónustu en uppsöfnuð fjárfestingarþörf er mikil. Ekki er þó kveðið skýrt á um hvernig hana skuli fjármagna sérstaklega í ljósi þess að skattheimta, þó há í sögulegum og alþjóðlegum samanburði, nær rétt að halda ríkissjóði réttu megin við núllið. SA bendir á að að auki þurfi fyrirtækin rýmri tíma til að undirbúa breytingarnar. Breytingarnar á virðisaukaskattsþrepi feli í sér að ferðaþjónustan muni búa við einna hæstu skattbyrði litið til samkeppnislandanna. Fyrirsjáanleiki í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar sé mikilvæg forsenda þess að byggja upp öfluga atvinnugrein til framtíðar.Kallað eftir auknum einkarekstriAð mati SA er nauðsynlegt að nýta kosti einkareksturs til að auka skilvirkni og nýtingu á opinberu fé. Víða má nýta verkefnafjármögnun til uppbyggingar innviða. Það blasir við að tvöfalda Hvalfjarðargöng og halda áfram gjaldtöku til að standa undir henni. Unnt er að byggja Sundabraut, hraðbraut austur fyrir fjall og ljúka við Reykjanesbraut þar sem notendur greiða fyrir betri þjónustu, tímasparnað og aukið öryggi. Ríkið semur þá um verkefnið við þá sem taka að sér fjármögnun, byggingu, viðhald og rekstur. Einnig er lagt til að ríkið dragi úr áhættu við uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og kalli einkaaðila til verka þar.Greiða á skuldir og lækka tryggingagjaldÍ umsögninni er minnt á loforð um að lækkun tryggingagjaldsins sem þurfi að koma til framkvæmda eigi síðar en í upphafi árs 2018. SA leggja áherslu á að skuldir verði greiddar hraðar niður en áform eru um hvort sem er með frekari eignasölu eða auknum afgangi á ríkisrekstri og spari með því marga milljarða króna í árlegum vaxtakostnaði.Hér má lesa umsögnina í heild sinni.
Tengdar fréttir Mótmæla skertum framlögum til framhaldsskólanna Framhaldsskólakennarar eru ekki sáttir með skert framlög til framhaldsskóla og mótmæla jafnframt breytingum á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. 29. apríl 2017 13:30 Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Jafnframt sé gengið gegn ráðleggingum sem erlendir ráðgjafar veittu stjórnvöldum með skýrslu þeirra í fyrra. 29. apríl 2017 19:26 Segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þensluhvetjandi Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD. 27. apríl 2017 18:55 Landspítalinn gagnrýnir forsendur ríkisstjórnarinnar Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. 28. apríl 2017 13:03 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Mótmæla skertum framlögum til framhaldsskólanna Framhaldsskólakennarar eru ekki sáttir með skert framlög til framhaldsskóla og mótmæla jafnframt breytingum á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. 29. apríl 2017 13:30
Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun Landspítalinn segir að gengið sé þvert á almenn viðmið um forgangsröðun í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Jafnframt sé gengið gegn ráðleggingum sem erlendir ráðgjafar veittu stjórnvöldum með skýrslu þeirra í fyrra. 29. apríl 2017 19:26
Segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þensluhvetjandi Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD. 27. apríl 2017 18:55
Landspítalinn gagnrýnir forsendur ríkisstjórnarinnar Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. 28. apríl 2017 13:03