Handbolti

Strákarnir staðið sig vel í vorprófunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Strákarnir á HM í janúar.
Strákarnir á HM í janúar. vísir/afp
Íslenska karlalandsliðið spilar á næstu fjórum dögum tvo afar mikilvæga leiki við Makedóníu í undankeppni EM 2018. Þetta er í fimmta sinn sem undankeppni EM er með þessum hætti og íslenska liðinu hefur gengið vel í vorleikjum undankeppninnar.

Ísland hefur unnið sex af átta leikjum sínum á þessum tíma í undankeppnum EM 2010 til 2016 og aðeins tapað einu sinni – útileik í Þýskalandi.

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur líka verið sjóðheitur í þessum leikjum, markahæstur í sex þeirra og alls með 9,3 mörk að meðaltali í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað af þessum átta.

Þetta góða gengi í vorprófunum lagði grunninn að því að íslenska landsliðið hefur tryggt sér sæti á öllum þessum Evrópumótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×