Tesla tapar 42 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 14:12 Tesla Model S bílar bíða eigenda sinna. Tesla heldur áfram að brenna peningum og skilaði afleitri niðurstöðu rekstrar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tesla tapaði 42,5 milljörðum króna, sem var mun meira tap en kaupahéðnar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Velta Tesla var 289 milljarðar á ársfjórðungnum, svo fyrir hvern 100 kall sem Tesla selur tapar fyrirtækið 15 krónum. Þetta má einnig heimfæra á 13.184 dollara tap á hvern seldan bíl, eða um 1,4 milljónir króna. Velta Tesla þrefaldaðist reyndar á milli ára, en það skýrir kannski enn betur út aukið tap. Það skal þó haft í huga að mikill þróunarkostnaður vegna hins nýja Tesla Model 3 féll á fyrsta ársfjórðungi. Það er skiljanlegt að fjárfestar hafi áhyggjur af því að Tesla muni ekki hagnast á framleiðslu Tesla Model 3 sem á að kosta um 35.000 dollara, en meðalverðið á þeim bílum sem Tesla seldi á fyrsta ársfjórðungi ársins var 95.000 dollarar. Elon Musk, forstjóri Tesla segir þó að framleiðsla Model 3 verði mikið sjálfvirkari en á Model S og Model X bílunum, sem eru einu núverandi framleiðslubílar Tesla. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent
Tesla heldur áfram að brenna peningum og skilaði afleitri niðurstöðu rekstrar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tesla tapaði 42,5 milljörðum króna, sem var mun meira tap en kaupahéðnar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Velta Tesla var 289 milljarðar á ársfjórðungnum, svo fyrir hvern 100 kall sem Tesla selur tapar fyrirtækið 15 krónum. Þetta má einnig heimfæra á 13.184 dollara tap á hvern seldan bíl, eða um 1,4 milljónir króna. Velta Tesla þrefaldaðist reyndar á milli ára, en það skýrir kannski enn betur út aukið tap. Það skal þó haft í huga að mikill þróunarkostnaður vegna hins nýja Tesla Model 3 féll á fyrsta ársfjórðungi. Það er skiljanlegt að fjárfestar hafi áhyggjur af því að Tesla muni ekki hagnast á framleiðslu Tesla Model 3 sem á að kosta um 35.000 dollara, en meðalverðið á þeim bílum sem Tesla seldi á fyrsta ársfjórðungi ársins var 95.000 dollarar. Elon Musk, forstjóri Tesla segir þó að framleiðsla Model 3 verði mikið sjálfvirkari en á Model S og Model X bílunum, sem eru einu núverandi framleiðslubílar Tesla.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent