Handbolti

Tékkar unnu Úkraínu í riðli Íslands

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Jakub Hrstka.
Jakub Hrstka. vísir/epa
Einn leikur fór fram í riðli Íslands í undankeppni EM í handbolta. Tékkar fengu þá Úkraínumenn í heimsókn og fóru með sjö marka sigur af hólmi, 32-25. Jakub Hrstka var markahæstur hjá Tékkum með 7 mörk en hjá Úkraínu var Sadovyi markahæstur með 5 mörk.

Úkraína vann fyrri leik þessara liða en bæði þessi lið eru með fjögur stig eftir fjóra leiki, Makedónía er með fjögur stig eftir þrjá leiki og Ísland tvö stig eftir þrjá leiki. Ísland tekur á móti Makedóníu í Laugardalshöllinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×