Porsche selur og selur Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2017 12:24 Porsche Panamera. Fyrsti ársfjórðungur ársins 2017 mun sannarlega verða skráður í sögubækurnar hjá Porsche. Nú liggur fyrir að Porsche verksmiðjurnar hafa afgreitt fleiri bíla en nokkru sinni áður á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þessi árangur markar þar með besta tímabil í sögu fyrirtækisins. Á heildina litið nemur söluaukningin 7%. Allir markaðir eru uppá við, þó að mesti vöxturinn sé í Kína og á heimamarkaðnum Þýskalandi. Þær tegundir sem standa upp úr í árangrinum eru Panamera og Macan, en vöxturinn í sölu þeirra mælist í tveggja stafa tölum. „Porsche Panamera hefur fengið rífandi viðtökur á markaðnum og við eigum ekki von á öðru en að þessi sigling haldi áfram út árið“, segir Detlev von Platen, framkvæmdastjóri hjá Porsche. „Við búum nú yfir breiðari línu af Porsche sem höfðar til enn stærri markhópa og því fátt sem getur hægt á þessari jákvæðu söluþróun.“ Porsche frumsýndi þrjú ný módel á Bílasýningunni í Genf; Panamera Sport Turismo, Panamera Turbo S E-Hybrid og 911 GT3. Þeir munu koma inná markaðinn hver af öðrum fram eftir árinu. „Allir bera þeir í sér Porsche genin, þessi einu sönnu, og því leyfum við okkur að gera miklar væntingar til þeirra.“ segir Detlev von Platen hjá Porsche. Samkvæmt talsmönnum Bílabúðar Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, er sömu sögu að segja af íslenska markaðnum, fyrstu mánuði ársins. Macan og Cayenne E-Hybrid leiða söluaukninguna hérlendis og eins hefur nýja Panameran komið mjög sterk inn. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent
Fyrsti ársfjórðungur ársins 2017 mun sannarlega verða skráður í sögubækurnar hjá Porsche. Nú liggur fyrir að Porsche verksmiðjurnar hafa afgreitt fleiri bíla en nokkru sinni áður á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þessi árangur markar þar með besta tímabil í sögu fyrirtækisins. Á heildina litið nemur söluaukningin 7%. Allir markaðir eru uppá við, þó að mesti vöxturinn sé í Kína og á heimamarkaðnum Þýskalandi. Þær tegundir sem standa upp úr í árangrinum eru Panamera og Macan, en vöxturinn í sölu þeirra mælist í tveggja stafa tölum. „Porsche Panamera hefur fengið rífandi viðtökur á markaðnum og við eigum ekki von á öðru en að þessi sigling haldi áfram út árið“, segir Detlev von Platen, framkvæmdastjóri hjá Porsche. „Við búum nú yfir breiðari línu af Porsche sem höfðar til enn stærri markhópa og því fátt sem getur hægt á þessari jákvæðu söluþróun.“ Porsche frumsýndi þrjú ný módel á Bílasýningunni í Genf; Panamera Sport Turismo, Panamera Turbo S E-Hybrid og 911 GT3. Þeir munu koma inná markaðinn hver af öðrum fram eftir árinu. „Allir bera þeir í sér Porsche genin, þessi einu sönnu, og því leyfum við okkur að gera miklar væntingar til þeirra.“ segir Detlev von Platen hjá Porsche. Samkvæmt talsmönnum Bílabúðar Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, er sömu sögu að segja af íslenska markaðnum, fyrstu mánuði ársins. Macan og Cayenne E-Hybrid leiða söluaukninguna hérlendis og eins hefur nýja Panameran komið mjög sterk inn.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent