Trump-áhrifin jákvæð á fjármálakerfið Sæunn Gísladóttir skrifar 20. apríl 2017 07:00 Donald Trump hefur lofað skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. NordicPhotos/AFP Viðsnúningur varð á fyrsta fjórðungi þessa árs hjá stærstu bönkum Bandaríkjanna og kalla sérfræðingar þetta Trump-áhrifin. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúarmánuði virðist trú markaðsaðila á bandarískum fjármálamörkuðum hafa aukist. Forsetinn lofaði skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Áhrif af Trump, sem og hærri vextir, ýttu undir hagstæðari niðurstöðu hjá bönkunum samkvæmt frétt City A.M. um málið. CNN greinir frá því að eftir að Trump tók við hafi markaðir tekið verulegan kipp. Í lok febrúar mældist Dow-vísitalan í sögulegri hæð tólf daga í röð. Þetta hefur einungis gerst þrisvar í 120 ára sögu vísitölunnar. Mest var hagnaðaraukningin á fyrsta ársfjórðungi hjá Goldman Sachs, um 80 prósent, og nam hagnaðurinn 2,26 milljörðum dollara. Tekjur Goldman námu 8,03 milljörðum dollara, og var bankinn sá eini með tekjur undir spám greiningaraðila. Forsvarsmenn JP Morgan greindu frá því fyrir helgi að hagnaður hefði aukist um 17 prósent milli ára og numið 6,5 milljörðum dollara. Tekjur jukust um 6,5 prósent milli ára og námu 24,7 milljörðum dollara. Tekjur viðskiptahluta bankans drógust saman um 20 prósent milli ára, en auknar tekjur í fjárfestingarhluta bankans drógu úr áhrifum þess.Hagnaður Citigroup jókst um 17 prósent milli ára og nam 4,1 milljarði dollara. Meðal drifkrafta þess voru auknar tekjur og minni kostnaður af lánsfé. Hagnaðurinn og tekjurnar voru umfram spá greiningaraðila Thomson Reuters. Afkoma Bank of America á fyrsta ársfjórðungi lá fyrir á þriðjudaginn og var umfram spár greiningaraðila í næstum öllum flokkum. Hagnaðurinn nam 4,35 milljörðum dollara, sem var 44 prósent aukning milli ára. Tekjur námu 22 milljörðum dollara sem var 7 prósenta aukning og útgjöld stóðu í stað. Útlán jukust um 6 prósent á tímabilinu. Sá eini af stærstu bönkum Bandaríkjanna sem bætti ekki afkomu sína var Wells Fargo, þriðji stærsti bankinn. Hagnaður hans stóð í stað. Líklega má rekja það til þess að bankinn er ennþá að jafna sig á hneykslismáli varðandi bókhald bankans, sem kom upp á síðasta ári. Morgan Stanley var síðastur í röðinni til að greina frá afkomu. Í gær var greint frá því að hagnaður bankans hefði numið 1,84 milljörðum dollara á tímabilinu og aukist um 74 prósent. Tekjur námu 9,75 milljörðum dollara og jukust um 25 prósent. Um er að ræða einn besta fjórðung hjá bankanum á síðastliðnum árum. Reuters greinir frá því að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum hafi meðal annars ýtt undir þróunina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Sjá meira
Viðsnúningur varð á fyrsta fjórðungi þessa árs hjá stærstu bönkum Bandaríkjanna og kalla sérfræðingar þetta Trump-áhrifin. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúarmánuði virðist trú markaðsaðila á bandarískum fjármálamörkuðum hafa aukist. Forsetinn lofaði skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Áhrif af Trump, sem og hærri vextir, ýttu undir hagstæðari niðurstöðu hjá bönkunum samkvæmt frétt City A.M. um málið. CNN greinir frá því að eftir að Trump tók við hafi markaðir tekið verulegan kipp. Í lok febrúar mældist Dow-vísitalan í sögulegri hæð tólf daga í röð. Þetta hefur einungis gerst þrisvar í 120 ára sögu vísitölunnar. Mest var hagnaðaraukningin á fyrsta ársfjórðungi hjá Goldman Sachs, um 80 prósent, og nam hagnaðurinn 2,26 milljörðum dollara. Tekjur Goldman námu 8,03 milljörðum dollara, og var bankinn sá eini með tekjur undir spám greiningaraðila. Forsvarsmenn JP Morgan greindu frá því fyrir helgi að hagnaður hefði aukist um 17 prósent milli ára og numið 6,5 milljörðum dollara. Tekjur jukust um 6,5 prósent milli ára og námu 24,7 milljörðum dollara. Tekjur viðskiptahluta bankans drógust saman um 20 prósent milli ára, en auknar tekjur í fjárfestingarhluta bankans drógu úr áhrifum þess.Hagnaður Citigroup jókst um 17 prósent milli ára og nam 4,1 milljarði dollara. Meðal drifkrafta þess voru auknar tekjur og minni kostnaður af lánsfé. Hagnaðurinn og tekjurnar voru umfram spá greiningaraðila Thomson Reuters. Afkoma Bank of America á fyrsta ársfjórðungi lá fyrir á þriðjudaginn og var umfram spár greiningaraðila í næstum öllum flokkum. Hagnaðurinn nam 4,35 milljörðum dollara, sem var 44 prósent aukning milli ára. Tekjur námu 22 milljörðum dollara sem var 7 prósenta aukning og útgjöld stóðu í stað. Útlán jukust um 6 prósent á tímabilinu. Sá eini af stærstu bönkum Bandaríkjanna sem bætti ekki afkomu sína var Wells Fargo, þriðji stærsti bankinn. Hagnaður hans stóð í stað. Líklega má rekja það til þess að bankinn er ennþá að jafna sig á hneykslismáli varðandi bókhald bankans, sem kom upp á síðasta ári. Morgan Stanley var síðastur í röðinni til að greina frá afkomu. Í gær var greint frá því að hagnaður bankans hefði numið 1,84 milljörðum dollara á tímabilinu og aukist um 74 prósent. Tekjur námu 9,75 milljörðum dollara og jukust um 25 prósent. Um er að ræða einn besta fjórðung hjá bankanum á síðastliðnum árum. Reuters greinir frá því að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum hafi meðal annars ýtt undir þróunina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Sjá meira