GM rekur alla 2.700 starfsmenn ríkisyfirtekinnar verksmiðju í Venesúela Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2017 10:51 Lok, lok og læs í verksmiðju GM í Vensúela. Yfirvöld í Venesúela hafa yfirtekið verksmiðju General Motors þar í landi og fyrir vikið hefur GM rekið alla 2.700 starfsmenn í verksmiðjunni og kallað heim helstu stjórnendur hennar. Starfsmennirnir fengu greidd laun fram að yfirtökunni, en nú hefur starfseminni í verksmiðjunni verið hætt og óljóst hvað yfirvöld í Venesúela ætla að gera við verksmiðjuna. Þar voru ekki framleiddir margir bílar í fyrra, eða aðeins um 3.000, en fyrir um áratug síðan voru þar framleiddir um 500.000 bílar á ári. Skortur á íhlutum leiddi til svo lítillar framleiðslu sem var í verksmiðjunni í fyrra. Bent hefur verið á að það hafi í raun hugnast General Motors að yfirvöld hafi tekið verksmiðjuna eignarnámi þar sem það hafi verið í plönum GM að loka henni bráðlega vegna þeirra vandræða sem eru í Venesúela og það hafi í raun sparað GM launagreiðslur að svona fór. Algjör upplausn ríkir í Venesúela og mjög erfitt er fyrir erlenda atvinnurekendur að halda uppi framleiðslu í landinu í því ástandi sem þar ríkir nú. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent
Yfirvöld í Venesúela hafa yfirtekið verksmiðju General Motors þar í landi og fyrir vikið hefur GM rekið alla 2.700 starfsmenn í verksmiðjunni og kallað heim helstu stjórnendur hennar. Starfsmennirnir fengu greidd laun fram að yfirtökunni, en nú hefur starfseminni í verksmiðjunni verið hætt og óljóst hvað yfirvöld í Venesúela ætla að gera við verksmiðjuna. Þar voru ekki framleiddir margir bílar í fyrra, eða aðeins um 3.000, en fyrir um áratug síðan voru þar framleiddir um 500.000 bílar á ári. Skortur á íhlutum leiddi til svo lítillar framleiðslu sem var í verksmiðjunni í fyrra. Bent hefur verið á að það hafi í raun hugnast General Motors að yfirvöld hafi tekið verksmiðjuna eignarnámi þar sem það hafi verið í plönum GM að loka henni bráðlega vegna þeirra vandræða sem eru í Venesúela og það hafi í raun sparað GM launagreiðslur að svona fór. Algjör upplausn ríkir í Venesúela og mjög erfitt er fyrir erlenda atvinnurekendur að halda uppi framleiðslu í landinu í því ástandi sem þar ríkir nú.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent