Hvetja til þess að ljúka fríverslunarsamningi við Japan Sæunn Gísladóttir skrifar 10. apríl 2017 11:03 Stjórn Íslenska Viðskiptaráðsins í Japan. Mynd/Aðsend Íslenska Viðskiptaráðið í Japan hvetur íslensk og japönsk stjórnvöld til að ljúka fjórum mikilvægum tvíhliða samningum.Íslenska Viðskiptaráðið í Japan fagnar áherslum nýs utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um bætt samskipti við Asíuríki, þar með talið Japan, eins og fram hefur komið í ræðum ráðherra á Alþingi og í ávarpi ráðherra á málþingi um framtíð utanríkisþjónustunnar í Norræna húsinu þann 6. apríl síðastliðinn. Fram kemur í tilkynningu að ráðið vill einnig óska nýjum sendiherra Japans á Íslandi, Yasuhiko Kitagawa, til hamingju með skipan í embætti. Viðskiptaráðið fagnar því að áhrifamaður úr japönsku viðskiptalífi hafi verið skipaður sendiherra á Íslandi en Yasuhiko Kitagawa er fyrrverandi aðstoðarforstjóri viðskiptaþróunarsviðs Mitsubishi Corporation, eins elsta og stærsta alþjóðlega þróunar- og fjárfestingafyrirtækis Japans. Í ljósi þessa hvetur Viðskiptaráðið stjórnvöld Íslands og Japans til að ljúka gerð fjögurra mikilvægra og tímabærra tvíhliða samninga.Í fyrsta lagi fríverslunarsamningur, mögulega sem hluti af efnahags-samstarfssamningi Japans og EFTA. Japan er stærsti útflutningsmarkaður Íslands í Asíu. Bæði Ísland og Japan treysta á frjáls alþjóðleg viðskipti fyrir vörur sínar og þjónustu. Þann 1. mars 2016 sendu íslensk stjórnvöld sterk skilaboð til japanskra stjórnvalda með þverpólitísku samþykki tillögu á Alþingi þess efnis að fela ríkisstjórninni að hefja undirbúning fríverslunarsamnings við Japan á grundvelli yfirlýsinga japönsku ríkisstjórnarinnar um að auka hlut fríverslunar í milliríkjaviðskiptum. Viðskiptaráðið hefur tekið virkan þátt í að styðja þetta mál og vonar að sem fyrst hefjist formlegar viðræður á milli ríkjanna.Japan og Evrópusambandið eru sem stendur að ljúka efnahags-samstarfssamningi („Economic Partnership Agreement (EPA)“) sem inniheldur bæði fríverslunarsamning og samning um önnur mikilvæg tvíhliða mál.Þegar sá samstarfssamningur hefur verið samþykktur telur Viðskiptaráðið kjörið tækifæri að Japan geri samskonar efnahags-samstarfssamning við Ísland í gegnum Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA). Innan EFTA er einungis Sviss með fríverslunarsamning við Japan. Ef japönsk stjórnvöld hafa ekki tök á að hefja tvíhliða fríverslunarviðræður við Ísland sem allra fyrst, þá hvetur Viðskiptaráðið íslensk og japönsk yfirvöld að hefja viðræður um efnahags-samstarfssamning, sem inniheldur m.a. fríverslunarsamning, í gegnum EFTA, um leið og Japan hefur lokið slíkum samningi við Evrópusambandið.Í öðru lagi vill ráðið klára tvísköttunarsamning. Viðskiptaráðið fagnar því að fyrstu formlegu viðræðurnar um tvísköttunarsamning á milli Japans og Íslands hefjist þann 17.-19. maí nk. Viðskiptaráðið hefur lengi talað fyrir slíkum samningi sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir marga meðlimi ráðsins og styrkja og efla viðskipti landanna almennt. Í þriðja lagi nefnir ráðið loftferðasamning. Í tilkynningu segir að Ísland hefur í um tvo áratugi leitast við að ljúka gerð loftferðasamnings við Japan. Viðskiptaráðið telur að slíkur samningur myndi styrkja enn frekar efnahagslegt samband ríkjanna, sérstaklega á sviði ferðamennsku, fjárfestinga, sjávarútvegs og landbúnaðar. Milli áranna 2015 og 2016 hefur fjöldi ferðamanna frá Japan til Íslands aukist um 35%, og fjöldi ferðamanna frá Íslandi til Japans tvöfaldaðist frá 2006 til 2016. Í fjórða og síðasta lagi nefnir ráðið samning um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi („Working Holiday“). Eitt af markmiðum Viðskiptaráðsins er að styðja við ungt fólk frá Íslandi og Japan sem hefur áhuga á að heimsækja og starfa í löndunum. Viðskiptaráðið hvetur því íslensk og japönsk stjórnvöld að ljúka samningi um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi („working holiday“) sem veitir ungu fólki frá báðum ríkjum heimild til að starfa í ákveðinn tíma í hinu landinu. Íslenskukennsla er meðal annars við helsta einkaháskóla Japans, Waseda University, og japanska er eitt vinsælasta erlenda tungumálið sem kennt er við Háskóla Íslands. Samningurinn myndi skapa ótal tækifæri fyrir ungt fólk frá Japan og Íslandi til að læra nýtt tungumál og á sama tíma komast inn í atvinnulíf viðkomandi lands. Samningurinn yrði mjög áhugaverður fyrir japönsk og íslensk fyrirtæki sem eru í viðskiptum við hitt ríkið eða vilja styrkja sinn rekstur og auka fjölbreytileika innan fyrirtækisins. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Íslenska Viðskiptaráðið í Japan hvetur íslensk og japönsk stjórnvöld til að ljúka fjórum mikilvægum tvíhliða samningum.Íslenska Viðskiptaráðið í Japan fagnar áherslum nýs utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um bætt samskipti við Asíuríki, þar með talið Japan, eins og fram hefur komið í ræðum ráðherra á Alþingi og í ávarpi ráðherra á málþingi um framtíð utanríkisþjónustunnar í Norræna húsinu þann 6. apríl síðastliðinn. Fram kemur í tilkynningu að ráðið vill einnig óska nýjum sendiherra Japans á Íslandi, Yasuhiko Kitagawa, til hamingju með skipan í embætti. Viðskiptaráðið fagnar því að áhrifamaður úr japönsku viðskiptalífi hafi verið skipaður sendiherra á Íslandi en Yasuhiko Kitagawa er fyrrverandi aðstoðarforstjóri viðskiptaþróunarsviðs Mitsubishi Corporation, eins elsta og stærsta alþjóðlega þróunar- og fjárfestingafyrirtækis Japans. Í ljósi þessa hvetur Viðskiptaráðið stjórnvöld Íslands og Japans til að ljúka gerð fjögurra mikilvægra og tímabærra tvíhliða samninga.Í fyrsta lagi fríverslunarsamningur, mögulega sem hluti af efnahags-samstarfssamningi Japans og EFTA. Japan er stærsti útflutningsmarkaður Íslands í Asíu. Bæði Ísland og Japan treysta á frjáls alþjóðleg viðskipti fyrir vörur sínar og þjónustu. Þann 1. mars 2016 sendu íslensk stjórnvöld sterk skilaboð til japanskra stjórnvalda með þverpólitísku samþykki tillögu á Alþingi þess efnis að fela ríkisstjórninni að hefja undirbúning fríverslunarsamnings við Japan á grundvelli yfirlýsinga japönsku ríkisstjórnarinnar um að auka hlut fríverslunar í milliríkjaviðskiptum. Viðskiptaráðið hefur tekið virkan þátt í að styðja þetta mál og vonar að sem fyrst hefjist formlegar viðræður á milli ríkjanna.Japan og Evrópusambandið eru sem stendur að ljúka efnahags-samstarfssamningi („Economic Partnership Agreement (EPA)“) sem inniheldur bæði fríverslunarsamning og samning um önnur mikilvæg tvíhliða mál.Þegar sá samstarfssamningur hefur verið samþykktur telur Viðskiptaráðið kjörið tækifæri að Japan geri samskonar efnahags-samstarfssamning við Ísland í gegnum Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA). Innan EFTA er einungis Sviss með fríverslunarsamning við Japan. Ef japönsk stjórnvöld hafa ekki tök á að hefja tvíhliða fríverslunarviðræður við Ísland sem allra fyrst, þá hvetur Viðskiptaráðið íslensk og japönsk yfirvöld að hefja viðræður um efnahags-samstarfssamning, sem inniheldur m.a. fríverslunarsamning, í gegnum EFTA, um leið og Japan hefur lokið slíkum samningi við Evrópusambandið.Í öðru lagi vill ráðið klára tvísköttunarsamning. Viðskiptaráðið fagnar því að fyrstu formlegu viðræðurnar um tvísköttunarsamning á milli Japans og Íslands hefjist þann 17.-19. maí nk. Viðskiptaráðið hefur lengi talað fyrir slíkum samningi sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir marga meðlimi ráðsins og styrkja og efla viðskipti landanna almennt. Í þriðja lagi nefnir ráðið loftferðasamning. Í tilkynningu segir að Ísland hefur í um tvo áratugi leitast við að ljúka gerð loftferðasamnings við Japan. Viðskiptaráðið telur að slíkur samningur myndi styrkja enn frekar efnahagslegt samband ríkjanna, sérstaklega á sviði ferðamennsku, fjárfestinga, sjávarútvegs og landbúnaðar. Milli áranna 2015 og 2016 hefur fjöldi ferðamanna frá Japan til Íslands aukist um 35%, og fjöldi ferðamanna frá Íslandi til Japans tvöfaldaðist frá 2006 til 2016. Í fjórða og síðasta lagi nefnir ráðið samning um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi („Working Holiday“). Eitt af markmiðum Viðskiptaráðsins er að styðja við ungt fólk frá Íslandi og Japan sem hefur áhuga á að heimsækja og starfa í löndunum. Viðskiptaráðið hvetur því íslensk og japönsk stjórnvöld að ljúka samningi um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi („working holiday“) sem veitir ungu fólki frá báðum ríkjum heimild til að starfa í ákveðinn tíma í hinu landinu. Íslenskukennsla er meðal annars við helsta einkaháskóla Japans, Waseda University, og japanska er eitt vinsælasta erlenda tungumálið sem kennt er við Háskóla Íslands. Samningurinn myndi skapa ótal tækifæri fyrir ungt fólk frá Japan og Íslandi til að læra nýtt tungumál og á sama tíma komast inn í atvinnulíf viðkomandi lands. Samningurinn yrði mjög áhugaverður fyrir japönsk og íslensk fyrirtæki sem eru í viðskiptum við hitt ríkið eða vilja styrkja sinn rekstur og auka fjölbreytileika innan fyrirtækisins.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira